Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 79

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 79
búnaði sem er hannaður fyrir hom og lítil rými, meðal annars þeim sem gerður er fyrir báta, hjólhýsi og rannsóknarstofur. Ef þú hefur aðeins meira pláss, íhugaðu þá að gera vegg til að geyma hluti. Til eru fjöldaframleiddar einingar sérstaklega ætlaðar til slíkrar notkunar. Hin aðferðin er að útbúa sérsmíðaðan geymsluvegg. Speglar eru frábærir til að létta og lýsa, víkka og lengja herbergi, með því að láta jaðra þess hverfa. Glersteinar eru einnig mjög vinsælir til notkunar í baðherbergjum. Þeir eru fjölnota byggingarefni sem hleypir inn ljósi án þess að fórna næði. Ef þeir eru hugvitsamlega notaðir með speglum eða speglaflísum geta þeir látið lítil baðherbergi sýnast verulega stærri. SETUSTOFA Ef plássið í setustofunni er lítið raðaðu þá húsgögnum og fylgihlutum þeirra í samstæður til að rýmið sýnist stærra. Notaðu sterk húsgagnaform og vertu óhræddur við að nota liti. Leitaðu að samstæðum sem gera gönguleiðir þægilegar. Lýsingu er auðvelt að nota með áhrifamiklum hætti til að aðskilja eða tengja saman rými. Veggeiningar skapa mest geymslupláss um leið og þær geta afmarkað afþreyingar- útbúnað, s.s. sjónvarp, útvarp og hljómtæki. SKILRÚM Skilrúm geta skipt íbúð í mismunandi rými, aðgreint tilfeknar athafnir innan ákveðins svæðis, leyft litum og ljósi að fljóta óhindrað og stuðlað að tengslum milli rýma. Þau geta verið föst eða hreyfanleg, sérstaklega hönnuð fyrir ák veðnar aðstæður eða fjöldaframleidd. Hægt er að nota stall, sófa, bókahillu, samtengd sæti og borð til aðgreiningar. Jafnvel háar plöntur sem stillt er upp tveimur eða þremur í röð geta verið árang- ursríkar til að aðskilja rými. Ef þú ætlar að gera skilrúm eða hefur gert það nú þegar, reyndu þá að skera úr því göt í mismunandi hæð, til að koma fyrir myndastyttum eða öðru slíku. Þetta stækkar sjáanlegt rými um leið og það bætir loftflæðið og leyfir lýsingu að fljóta í gegn. lýsing Góð lýsing getur fengið hvaða rými sem er til að virðast stærra en það er í raun. Urvalið af ljósum er mikið og veljið því lýsingu sem hentar í hverju tilfelli. Vegglampar spara gólfpláss, ef það er mikilvægt, þar sem gólflampi heimtar pláss. „Mjúk“ lýsing með földum loftljósum ýtir lofti og veggjum aftur. Bakgrunnslýsing gefur oft góða heildarlýsingu. í eðli sínu er bakgrunnslýsing óbein, með því að endurkastast af lofti, veggjum og gólfi. Til að fá sem mest út úr bakgrunnslýsingu, mttu loft og veggir að endurkasta ljósi vel, vera hvítir eða Ijóslitir og mattir, því gljáandi áferð gæti speglað endurkast lýsingar eða lit gólfs og húsgagna. Ef heill veggur er baðaður Ijósi fær það herbergið venjulega til að sýnast stærra. Hægt er að lýsa upp heilan vegg með tvennum hætti. Ef ljós eru staðsett frá veggnum og veggurinn þannig baðaður með »rnjúkri“, „flatri" birtu, getur hún verkað vel t.d. til að draga fram bókahillur eða vegg með myndum, eða einfaldlega til að 'uynda þægilega bakgrunnslýsingu. Ef ljósin eru staðsett nálægt veggnum verður lýsingin sterkari og hefur sterkari stefnu. Hún lýsir því upp áferð veggflatarins með því að kasta ljósinu eftir fletinum og sýnir þannig skugga og dregur fram áherslur. Þannig má lýsa upp vegg með textílverkum, eða vegg með sérstakri áferð svo sem timburvegg eða múrsteinsvegg. Þó er þetta einungis hentugt ef um veggflöt er að ræða sem ekki er rofinn af hurð eða glugga, eða með gljááferð eða speglum. Þakgluggar eru líka góðir til að hleypa inn birtu. Þeir opna herbergið og gefa birtu sem breytist á áhugaverðan hátt yfir daginn. Þessi grein ætti að hafa sannfært þig um að það þarf alls ekki að vera erfitt að búa í lítilli íbúð ef þú nýtir alla möguleika til fulls. Það getur verið aðlaðandi og skemmtileg lífsreynsla að leita að þessum möguleikum. Ef þú uppgötvar þá og myndar umhverfi sem endurspeglarþinn eigin persónuleika og stíl, þá getur íbúðin þín, þótt hún sé lítil, veitt þér margar þægilegar ánægjustundir. ■ Ivar Guðmundsson Heimildir: B. Franks: Very small living spaces. T. Cowan: Living details. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.