Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Blaðsíða 33
vitanlega með því móti einu, að síld veiðist eins og í fyrra, sem
því miður er mjög hæpið, hvað Hvalfjörð snertir. Ég lýsti því
í einu dagblaðanna hér í sumar, með dæmum annars staðar
frá, hver áhrif hvalstöðvar hefðu á síldveiðar í námunda við
sig, og hver fljótfæmi það væri að reisa síldarverksmiðju í
Orfirisey, með það fyrir augum, að síldveiðamar í Hvalfirði
yrðu eins nú og í fyrravetur. Hvað mundi það kosta bæj arfélagið
í Reykjavík? Getur það staðið undir þeirri byrði, nú og
framvegis? Verði nú aftur á móti um verulega síldarbræðslu að
ræða í Orfiriseyjarverksmiðjunni, þá mun það sýna sig, þegar
að því kemur, að Reykjavíkurhöfn verður útmökuð í
grútaróþrifnaði. T.d. yrði grútarkragi innan á öllum
hafnargörðum, og skip, sem í höfninni lægju, fengju einnig
grútarrönd í sjómálinu. V æri það ekki til sóma fyrir ráðamenn
þessa bæjar og bæjarbúa yfirleitt, ef til þess kæmi að hreinsa
yrðigrútarleðju afEimskipafélagsskipunum ogöðrumskipum,
sem í höfninni lægju, áður en þau létu úr höfn. Hvað mundi
Eimskipafélagsstjómin segja um það eða stjórn ríkisskipanna?
Hvað segja skipstjórar þessara skipa um þetta? Láta þeir ekkert
til sín heyra?
Rúast má við því, að þá og þegar fari ferðamenn að leggja
hingað leiðir sínar á útlendum ferðamannaskipum, eins og
áður, og legðust að vana á ytri höfnina. Væri þá ekki leiðinlegur
eirnur, sem legði að vitum þeirra í vestan andvara, frá hinni
nýju verksmiðju í Örfirisey, en við getum þó hugsað okkur, að
destir farþeganna mundu flýja undir þiljur til þess að forðast
dauninn, og yrðu þrátt fyrir það ei lausir við hann, því þegar
l°ft er allt mengað, kemur daunninn auðvitað inn með
loftræstingunni. Það yrði saga til næsta bæjar. Farmanna- og
fiskimannasamband Islands hefir mótmælt því, að
síldarverksmiðja verði sett upp í Örfirisey, en þau mótmæli
hafa verið virt að vettugi. Og nú nýskeð hefir einn skip-
stjóranna úr félaginu ítrekað mótmælin með grein í
Alþýðublaðinu, og annar frá Slysavamafélaginu. Þennan
stað, Örfirisey, ætti heldur að prýða með fögrum minnisvarða
sjómannastéttarinnar og öðru, sem til fegurðarauka væri, sem
sjá má á meðfylgjandi teikningu.
STRÍÐSHÆTTA
Hafa forráðarmenn þessarar byggingar athugað þá hættu, sem
af því gæti stafað fyrir Reykjavík, ef styrjöld brytist út, og fyrst
og fremst yrðu sprengdar niður síldarverksmiðj ur og olíugeym-
ar? Geta menn gert sér í hugarlund, hvemig þá yrði umhorfs
í Reykjavík? Bera þeir menn, sem að þessu verki standa
ábyrgðina? Nei, þeir geta enga ábyrgð á sig tekið þótt illa færi.
Örfirisey er og hefir verið útvörður Reykjavíkurhafnar, þó að
henni hafi aldrei verið neinn sómi sýndur, og hún er
grundvöllur hafnargerðarinnar, sem hefir orðið Reykjavík og
íslendingum yfirleitt til mikillar blessunar. Er það því
kaldhæðnisleg svívirðing að reisa grútarstöð í eyjunni, á móti
vilja meginþorra bæjarbúa, að undanskildum fáum brodd-
borgurum, er svífast einskis vegna eigin hagsmuna.
Reykvíkingar hafa búizt við ýmsu, en sízt hefði þá dreymt það,
að framkvæmdastjórar „Kveldúlfs“, ásamt bæjarstjóm og
bæjarráði, með borgarstjóra í broddi fylkingar, gætu orðið
jafn samtaka og ákveðnir um að setja annan eins ómenning-
31