Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 15

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 15
umhverfismenntun og arkitektúr Borgarskipulag Reykjavíkur HAFDÍS HAFLIÐADÓTTIR arkitekt. miLJÖ91 miljö A síðastliðnu sumri var haldin norræn ráðstefna um um- hverfismenntun, M iljö 91. Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar til skiptis á Norðurlöndunum að tilstuðlan norrænu ráðherra- nefndarinnar og var þessi sú fimmta og jafnframt sú síðasta af þessi tagi. 1 dagskránni kemur fram að aðalmarkmið þessarar ráðstefnu hafi verið að efla umh verfismenntun á N orðurlöndum, einkum á Islandi. Notað er hugtakið umhverfismenntun þar sem í því felst bæði uppeldi og fræðsla. A ráðstefnunni var lögð áhersla á að kynna íslenskar aðstæður °g starfsemi í umhverfismenntun. Það var gert með því að bjóða upp á tólf mismunandi þemu, sem þátttakendur gátu skráð sig á. Ráðstefnan hófst á skemmtilegan hátt, með móttöku í sund- lauginni í Laugardal, þriðjudaginn 12. júní. Hin eiginlega ráðstefna hyrjaði með allsherjarfundi í Háskólabíói með fjölbreyttri dagskrá. Dagana þar á eftir voru þátttakendur síðan með sínum þemahópum. Ráðstefnunni lauk með sam- Hginlegum fundi í Háskólabíói og dansleik á Hótel fslandi. þEMA 5 - MANNGERT UMHVERFI Eitt af þessum þemum var nefnt: Manngert umhverfi, náttúra °g skipulag í þéttbýli. Undirbúning og umsjón með þessu þema höfðu Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt, forstöðumaður Borgarskipulags, og Hafdís Hafliðadóttir arkitekt. ar miðið meðþessuþemavarað vekja athygliþeirrasemsjá um umhverfismennun á mikilvægi manngerðs umhverfis. Með hugtakinu manngert umhverfi er átt við allt sem við upplifum og skynjum í kringum okkur í byggðu umhverfi, s.s. yfirborðsáferð, byggingar og rýmin á milli þeirra, umferð og atferli manna. Mönnum er ljóst að umhverfið hefur áhrif á hegðan og vellíðan mannsins og því mikilvægt að huga að því og tengslum þess við náttúruna. Dagskrá þema um manngert umhverfi var byggð upp með því að kynna aðstæður og áætlanir í fyrirlestrum og fara síðan út og skoða dæmi um það sem um var fjallað. Þemað hófst með kynningu á sérstöðu þéttbýlismyndunar í Reykjavík, sögu hennar og skipulagi sem Þorvaldur S. Þorvaldsson annaðist ásamt Margréti Hallgrímsdóttur borgarminjaverði, sem kynnti söguminjar Reykjavíkur. Á öðrum degi fj ölluðum við um umferð og umhverfi. Þórarinn Hjaltason yfirverkfræðingur umferðardeildar talaði um umferðina í Reykjavík og kynnti framtíðaráætlanir Reykjavíkurborgar í umferðarmálum. Hilmar Björnsson arkitekt kom með hugleiðingar um áhrif umferðar á umhverfið og Ingibjörg Guðlaugsdóttir skipulagsfræðingur sagði frá því hvemig Borgarskipulag nýtti sér gönguleiðir skólabama,sem þau sjálf hafa teiknað á kort, við að ákveða hvar úrbóta er þörf í umferðarmálum. Síðan voru tekin fyrir „grænu málin” í Reykjavík. Hannes Valdimarsson hafnarstjóri sagðifrá þróun hafnarinnar og kynnti framtíðarsýn um notkun gömlu hafnarinnar til útivistar og í tengslum við miðbæinn. Á lokadegi þemans var tekið fyrir: Umhverfisfræðsla um manngert umhverfi í grunnskólum. Áslaug Brynjólfsdóttir byrjaði þennan þátt með hugleiðingu um áhrif umhverfis, innan- og utandyra, á vellíðan bama. Þá kom N iels W amberg, arkitekt frá Danmörku, og sagði frá hvemig staðið væri að fræðslu um arkitektúr í danska grunnskólanum. Hann endaði sinn þátt með sýnikennslu úr kennslustund sem þátttakendur þemans voru virkir í. Að lokum kynntu Anna Möller, Áslaug Harðardóttir og Sigríður Einarsdóttir, kennarar í Selásskóla, tilraunaverkefni um manngert umhverfi, sem stóð yfir á síðastliðnum vetri hjá einum 4. bekk og einum 6. bekk í Selásskóla. Arkitektafélag Islands átti einnig aðild að þessu verkefni og voru Bergljót Einarsdóttir arkitekt og Hafdís Hafliðadóttir fulltrúar AÍ. Það má sjá af kennsluefni, og af allri kynningu á umhverfis- menntun, að skólamenn, félagasamtök og þeir sem hafa ákvörðunarvald um umhverfismál hjá ríki og sveitarfélögum virðast ekki líta á byggt umhverfi sem þátt í umhverfis- menntun og umhverfisvemd. Á allsherjarfundinum í lok ráðstefnunnar voru pallborðs- umræður sem nokkrir framámenn í umhverfisfræðslu 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.