Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 27
vindsveipar vinni hver gegn öðrum og dragi þannig úr
heildarvindstyrk.
Snjóalög verða hér oft farartálmar og þarf að haga skipulagi
með tilliti til þess. Þar sem snjóþyngsli verða þarf að ætla pláss
með jöfnu millibili fyrir snjóruðninga. Eitt sinn átti
undirritaður þátt íað skipuleggja íbúðabyggð vesturáfjörðum
þarsem snjóþungt er. Voru göturnar látnarsnúa undan mestu
úrkomuáttinni með þeirri hugmynd að vindurinn hjálpaði til
að hreinsa götumar. Það gekk að mestu eftir. En safngata lá
þvert á húsagötumar og við hana, vindmegin komu skaflar.
Þannig er það mjög mikilvægt að þekkja veðurfarið vel á því
svæði sem skipuleggja skal svo komist verði hjá óþarfa
óþægindum og jafnvel miklum hættum þar sem svo háttar að
snjóflóð og aurskriður geta ógnað byggð.
Gatnakerfi og gönguleiðir eru ráðandi þættir við skipulag
byggðar. Mikilvægt er að umferð greinist frá aðalgötum um
safngötur í húsagötur þannig, að akstursleiðir séu sem
eðlilegastar. Húsagötur mega þó ekki vera of langar og greiðar
þannig að þær bjóði upp á hraðakstur inni í hverfinu.
Þá er æskilegt að gönguleiðir séu sem stystar og hafðar eins
fjarri akstursleiðum og kostur er. Þær þurfa að tengjast sem
best leik- og útivistarsvæðum og leið bama úr og í skóla. Þama
em oft á ferðinni andstæðir hagsmunir akandi og gangandi
umferðar. Oftar en ekki er valið að hafa akstursleiðina lengri
til að tryggja sem mest og samfelldast göngu- og útivistarrými
til öryggis fyrir bömin og aðra gangandi íbúa í hverfinu.
Almenningssamgöngukerfið þarf einnig að tengjast byggðinni
sem best og þurfa gönguleiðir til næstu biðstöðvar að liggja vel
við fyrir sem flesta íbúa.
I upphafi skipulags þarf einnig að huga að veitukerfum, það er
að segja lögnum fyrir heitt og kalt vatn, holræsum og raflögnum
bæði fyrir hástraum og lágstraum. Sérstaklega á það við um
holræsakerfið sem er langumfangsmest og þarf að leggja eftir
því sem kostur er sem jafnast undan landhalla til að virkja
nattúrulegt afrennsli þar sem því verður við komið.
Væntingar fólks til nánasta umhverfis eru margvíslegar. Við
Islendingar leggjum metnað okkar í að búa okkur góð heimili
en aðstæður fólks eru mismunandi, og því er þörf fyrir
fjölbreytilegar íbúðagerðir. Við deiliskipulag íbúðabyggðar
her að taka tillit til þess. Þá er og nauðsynlegt að skólar séu
reistir inni í hverfinu þannig að stutt sé að fara í skólann eftir
0ruggum göngustígum, því bömin hefja skólagöngu ung að
atum og þurfa oft að fara um í myrkri og misjafnri tíð. I
ftístundum viljum við gefa bömunum kost á hollri og góðri
utivist á svæðum þar sem þau geta leikið sér tiltölulega
orugg.Þá þarf að sjá fyrir aðstöðu fyrir verslun og aðra þjónustu
innan seilingar frá íbúunum.
Þó eitthvað syrti í álinn nú um stundir ríkir hér á landi almenn
velmegun sem lýsir sér meðal annars í mikilli bílaeign, sem
aftur kallar á meira gatnakerfi og svæði til að leggja öllum
þessum bílum helst nærri heimilum og vinnustöðum. Það á
við okkur íslendinga almennt sem sagt var um Vestmanney-
inga forðum, að þeir færu í bílinn eins og frakkann sinn til að
skjótast milli húsa. Veðurfar hér á landi er óblítt. Sýnt hefur
verið fram á að á Islandi er hvað vindasamast á gjörvöllu
byggðu bóli og oft fylgir úrkoma í kjölfarið.
Allt eru þetta stórir áhrifavaldar við gerð skipulags hér á landi
og kallar á lausnir sem passa ekki alltaf við forskriftir
annarsstaðar frá þar sem aðstæður eru aðrar og mildara veðurfar
ríkir. En þær forskriftir sem til eru og sú umræða sem fram fer
er oftar en ekki byggð á reynsluheimi annarra þjóða sem búa
í tempruðu beltum Evrópu og eiga oft ekki við hér frekar en
suður í Sahara.
Gerð deiliskipulags er að hluta til eins og hver önnur listsköpun
að því marki að verið er að vinna með form og efni til að skapa
úr því vitræna heild. Skipulagið er samansafn húsa af
mismunandi stærð og gerð, þéttleika og áferð og rýmunum á
milli þeirra og yfirborði þessa rýmis. Vegna stærðar þess
upplifir maður skipulagið með því að ferðast um í rýminu á
milli bygginganna.
Eru mörg dæmi þess úr menningarsögunni hve borgarrými
geta haft djúpstæð áhrif og snortið vegfarandann með fegurð
sinni. Dæmi um þetta er Torgiðsem Michelangelo skapaði úr
ólögulegu landslagi á Capitolhæðinni í Róm og mjúkar
götulínumar í Bath í Suður- Englandi. Mörg þekkjum við
stórbrotnar götumyndir Parísar, og sum hafa séð samspil
gamals og nýs tíma í formföstu skipulagi Philadelphiu í
Bandaríkjunum.
Rýmið í skipulaginu er sem sagt form sem þarf að vinna með
líkt og gerist í myndlist. Sveigja götu, þar sem rýmið hverfur
inn í hið óþekkta, er allt öðruvísi að upplifa en beina götu, þar
sem rýmið er móttekið í einni sjónhendingu. Landhalli er
einnig sterkur þáttur í sjónrænni upplifun, bæði hvernig
rýmið sjálft opnast eða lokast eftir því hvort horft er undan
halla eða á móti hallanum. Þá getur einnig útsýnið út úr
rýminu verið mikilvægt og þarf að gefa góðan gaum við gerð
skipulagsins. Náttúrufegurð landsins og fjallasýn kallar á
sífellda athygli, þar sem þess nýtur við.
Yfirborð rýmisins milli bygginga er einnig mjög mikilvægt.
Hvemig samspilið er milli mj úkra efna og harðra. Hvemig ljós
ogskuggar leika um rýmið. Fjölbreytilegt yfirborð með steinlögn
í bland við malbikið, trjágróðri og götugögnum mildar
yfirbragð göturýmisins og hjálpar til við að aðgreina gangandi
umferð frá bílunum.
Við útfærslu og framkvæmd skipulags þurfa markmið og
hugmyndiraðstandast íraun. Markmiðiðeraðskapaumhverfi
sem er aðlaðandi og öruggt fyrir íbúana og að það svari þörfum
þeirra og óskum um það líf sem það vill lifa. Skipulagið þarf
einnig að bjóða upp á sveigjanleika til að mæta breyttum
forsendum á uppbyggingatímanum og á líftíma skipulagsins.
Skipulag er aldrei endanlegt, það er í sífelldri skoðun og
umbreytingu. Stöðugt þarf að spyrja hvort hægt sé að gera
betur. Þeir sem búa í skipulaginu, og þeir sem vinna við gerð
þess og viðhald, þurfa að draga saman reynslu sína og miðla
henni til áframhaldandi vinnu við skipulag morgundagsins.
24
25