Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 36

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Qupperneq 36
og allri bæjarstjórninni, ef svo vill verkast. Fegrun höfuðborgarinnar ætti ekki að þurfa að vera pólitískt mál, sem menn skiptust um eftir flokkum. Utlit borgarinnar sýnir að ráðandi flokkar í bæjarstjórn hafa ekki látið sér annt um fegrun og prýði borgarinnar í sinni löngu stjórnartíð. En umræður í bæjarstjórn og fyrir bæjarstjórnarkosningar hafa ekki heldur bent til þess, að andstöðuflokkarnir í bæjarstjóm hafi að nokkru ráði meiri áhuga á þeim málum. Og fyrst og fremst sýna umræðurnar og átökin um spjöllin á Örfirisey, að frá aðalandstöðuflokkunum í bæjarstjóm a.m.k. er ekki mikilb ar dj örfungar eða skeleggrar forustu að vænta í þessum málum. Það er á allra vitorði, að þessir aðabandstöðuflokkar í bæjarstjórninni eru allajafna, nema þá rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar, fjórða hvert ár, öllu líkari aumustu hjáleigum hins allsráðandi meirihluta en stjórnar- andstæðingum. Og þegar Kveldúlfi dettur í hug að fara fram á að fá Örfirisey, að vísu ekki fyrir herstöð, heldur bara grútarstöð, þá bólar ekki á andstöðu hjá þeim tveimur aðab andstöðuflokkum í bæjarstjórninni, sem annars hafa talið sig andvíga sérhagsmunaklíkum þjóðfélagsins og m.a. talið sig litla vini Kveldúlfs. Nú minnir enginn á það, þegar Ólafur digri vildi fá Grímsey forðum! Hvað veldur? Hví eru nú svo margir málliðugir menn eins og klumsa? Eru þeir allir með bita í munninum, svo að þeir megi ekki mæla? Hverju hefir verið stungið upp í þá? En af hverju sem þögn þeirra stafar, sýnir hún eitt öðru fremur: Allir þeir flokkar, sem nú ætla að taka á sig ábyrgðina á því, að Örfirisey verði fómað og gerð að grútarstöð, - þeir þekkja ekki Reykvíkinga. Þeir vita vel, að mikill meirihluti bæjarbúa er algerlega andvígur því, að Örfirisey verði gerð að sóðalegasta hlutanum af bæ þeirra, í stað þess að vera prýðilegasti hluti hans, eins og fjöldi mætra manna hefur bent á undanfarið. En þeir ættu varlega að treysta því. Reykvíkingar eru vaknaðir til meðvitundar um útlit og fegrun borgarinnar. Þeir munu ekki gleyma mesta skemmdarverki, sem hægt er að vinna gegn borg þeirra, að gera Orfirisey að grútarstöð og Reykjavíkurhöfn að grútarpolli. Þeir, sem trúa barnalegum fullyrðingum borgarstjórans um lyktarlausa síldarvinnslu, ættu að spyrja þá, sem hafa verið á Siglufirði, hvort enginn óþefur væri mögulegur á Siglufirði, þótt síldarvinnsla verksmiðjanna þar væri„lyktarlaus“. Kunnugir gætu gefið þeim þau svör, að versta lyktin á Siglufirði er undan bryggjunum, þar sem síldarúrgangur og síld, sem fer í sjóinn við löndun, rotnar ár frá ári í kyrru vatni. Vilja þeir, sem að þessu skemmdarverki standa, líka „ábyrgjast" að engin branda fari í sjóinn af þeim tugum milljóna mála, sem ráðgert er að landa í Örfirisey á næstu árum? Verður síldarhreistur og síldarbrækja líka gerð útlæg með amerískum aðferðum? Verður sjórinn í Reykjavíkurhöfn ekki tærari og hreinni en áður? Vill Kveldúlfur og bæjarfulltrúar ekki „ábyrgjast“ bæjarbúum, að sjór og loft í Reykjavík verði „forklárað" og hreinsað með einhverri amerískri aðferð? Ef Örfirisey verður gerð að grútarstöð, gegn vilja flestra bæjarbúa af öllum flokkum og stéttum, sýnir það borgurunum í Reykjavík, að þeir mega ekki láta hjaðna þá öldu áhuga og skilnings á fegrun og vemdun höfuðborgarinnar, sem hin fyrirhuguðu skemmdarverk í Örfirisey hafa vakið. Ekkert er hægara en að finna síldarverksmiðju annan og heppilegri stað en Örfirisey, t.d. í Eiðsvík. Þar er gott hafnarstæði og landrými nóg. Væri það ekki einmitt tilvalið að hefja þar undirbúning, ef svo færi nú, að síldveiði brygðist hér í vetur, og atvinnubótavinna yrði upptekin á ný? Hvalfjörður er ekki eins heppilegur fyrir síldarverksmiðju vegna þess að verði síldveiði í Faxaflóa, er svo langt að fara inn í Hvalfjörð, því mjög er hætt við að síldin komi ekki inn í Hvalfjörð meðan hvalveiðistöðin er þar. Eiðsvík er aftur á móti tilvalin miðstöð fyrir allar fiskveiðar fyrir Faxaflóa, því eftir nokkra áratugi verður Reykj avíkurhöfn ekki nema aðeins fyrir verzlunarskipaflotann. Enn hefi ég ekki minnzt á síðustu grútarsamþykktina um að bræðsluskipið Hæringur liggi við Ægisgarð til að bræða þar síld, ef eitthvað veiðist. En sá er þó stóri munurinn, að þá verksmiðju er hægt að fjarlægja og flytja til eftir því hvar síldin veiðist, án mikils kostnaðar. Útkoman er þá sú, að af þeim sjö síldarverksmiðjum, sem við Faxaflóa verða, koma þrjár í höfuðstaðinn, svo það lítur út fyrir, með þessari síðustu ákvörðun viðvíkjandi Hæring, að verið sé að storka bæjarbúum með öllu þessu fargani. Menn hafa verið að stinga niður penna undanfarið í þeim tilgangi að þagga niður í bæjarbúum þá andúð, sem almennt ríkir um að setja síldarverksmiðju í Örfirisey, og þar á meðal í blaði nokkru, sem kallar sig Mánudagsblað. Er þar skrifuð löng grein um síldarverksmiðjuna í Örfirisey, og ágæti hennar dásamað. En svo segir þar, að enginn af þeim mönnum, sem við blaðið starfa, hafi þó vit á þessu máli, og hafi því orðið að leita upplýsinga hjá öðrum manni, sem er vinveitur þessu fyrirtæki og gefur því aðeins upplýsingar frá annarri hliðinni. Er því ekki mark takandi á slíkum skrifum. Reykvíkingar! sýnið að þið séuð vakandi á verði um vemdun borgar ykkar fyrir skemmdarverkum. Sýnið að þið séuð einnig vakandi á verði um það, að pólítísk spilling og klíkuháttur setj ist ekki að í æðstu stjóm bæj armálanna. V emdið Reykj avík fyrir spellvirkjum og spillingaröflum. Fljótið ekki sofandi að feigðarósi, svo að nafni höfuðborgar okkar verði ekki breytt úr Reykjavík í Grútarvík! ■ Ólafur Hvanndal (birt með leyfi höfundaréttarhafa.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.