Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 46

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 46
ÚTIVISTAR- SVÆÐI SEM NÁTTÚRU- GARÐAR KOLBRUN ÞORA ODDSDOTTIR landslagsarkitekt Lyngivaxnar klappir aðskilja leiksvæði fyrir yngri og eldri börn. Myndin er tekin af gæsluvelli í Fannarfold. Bæði á stórum og smáum útivistarsvæðum og á byggingarsvæðum borgarinnar má finna ósnortna náttúru. Skilningur á gildi þessa fer vaxandi. Y firvöld og almenningur hafa í auknum mæli hlíft umhverfi sínu meðan á gatna- framkvæmdum og húsbyggingum stendur. Fólk hlífir ekki aðeins grýttum holtum, móum og melum, heldur einnig votlendi og öðrum gróðursamfélögum. Hér áður fyrr lögðu íbúar nýrra hverfa áherslu á skrúðgarða í grennd við hús sín, en nú er meira rætt um skógarlundi og ósnortna náttúru. Skrúðgarðar með klipptu hekki og stórum grasflötum eiga ekki upp á pallborðið hjá fólki um þessar mundir, heldur hallast það fremur að náttúrlegri úti- vistarsvæðum. Ibúar meta að verðleikum náttúrufar, landslag og gróðursamfélög sem á staðnum má finna og bera virðingu fyrir sérkennum umhverfisins. Slíkar óskir koma ágætlega heim við þá augljósu hagsmuni hins opinbera að halda kostnaði við útivistarsvæði niðri, þvf sé náttúran látin sjá um sig sjálf að verulegu leyti er stofnkostnaður og viðhaldskostnaður vitaskuld lægri. Þessar breyttu áherslur sem ég verð stöðugt vör við í starfi mínu eru í samræmi við almenna vakningu um umhverfismál sem á sér nú stað bæði hér heima og erlendis. Flest bendir til að þessi tíðarandi sé ekki tískubóla sem muni springa og gleymast á fáeinum árum, heldur sé hann kominn til að vera um langan aldur. I samræmi við fyrrgreindar óskir og tíðaranda hefur orðið til hugmyndin um náttúrugarð, þ.e. útivistarsvæði í byggð sem samanstendur af ósnortinni náttúru til jafns við hefðbundinn frágang. Hér á eftir kemur lýsing á hugsanlegum náttúrugarði, þar sem helstu hugmyndir um slíkt svæði eru skýrðar og sýnt hvemig þær eru útfærðar. Við hönnun garðsins verður eftirfarandi meginsjónarmiða gætt: ■ Allt sem gert er af manna völdum fléttast saman við náttúruna. Þetta er ýmist gert með því að nota náttúrlögt efni sem finnst á staðnum í mannvirki (t.d. sandkassar myndaðir með holtagrjóti, hlaðið grill) eða með því að gera náttúruhluti eins og þeir koma fyrir að nytjahlutum (grjótsæti, stiklur). ■ Að fjölbreytnin í íslenskri náttúru og gróðri komi fram eins og hægt er miðað við aðstæður. ■ Að skapa smárými þar sem er skjól og næði. Þar verður hugmyndin um fegurð hins smáa höfð að leiðarljósi. ■ Að útsýni frá húsum og góðum útsýnisstöðum verði ekki skert (og jafnvel bætt). ■ Að svæðið nýtist auðveldlega til fjölbreytilegs útilífs (gönguferða, skokks, náttúruskoðunar, hjólreiða, vetrar- og sumarleikja. Innan náttúrugarðsins getur að líta (a) ósnortna náttúru, (b) mótað land, (c) göngustíg, (d) dvalarsvæði og (e) leiksvæði. Hin ósnortna náttúra er kortlögð, hæðamæld og skilgreind með tilliti til gróðurs og svipmóts. Þar finnast ólík gróðursamfélög: mói og melur, votlendi og kjarr, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.