Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 53
Framhald hans í kvosinni vísar annars vegar meðfram rótum
holtsins inn í Miðbæinn og hins vegar út eftir Tryggvagötu,
sem eins og bergmál gömlu fjörunnar í Hafnarstræti sveigist
^enni samsíða upp í holtið vestan megin kvosar. Borgar-
jaðarinn flosnar upp til móts við kvosina, þar sem hafnar-
svæðið á uppfyllingunni (Austurbakkinn) og Miðbærinn
renna saman í eitt, en myndast aftur þar sem húsaröðin við
Tryggvagötu, Tollstöðin, Hafnarhúsið og Hafnarhvoll, af-
tr»arkar hafnarsvæðið gagnvart Miðbænum. Þessar bygging-
ar ásamt þeirri sem vantar austan megin við Tollstöðina
rnynda nokkurs konar ytri jaðar Miðbæjarins í kvosinni.
%ggð Miðbæjarins er í eðli sínu innhverf, þ.e. þrátt fyrir
nálægð við hafið stuðlar hún lítið sem ekkert að tengslum
mannlífsins við lífgjafa þess. Hafnarstarfsemin hefur fram til
þessa ekki gefið mörg tilefni til þess, en nú þegar ýmsar
breytingar eiga sér stað (vöruhöfn leggst niður) mætti hleypa
lífsneista í tengsl miðbæjarlífsins við höfnina og hafið. Slík
tengsl byggjast á aðdráttarafli þess sem í boði er,. það þarf að
höfða til borgarbúans hvort sem er í daglegu amstri eða í
frítíma hans. Byggingar Tryggvagötunnar eru hvað þetta
varðar ekki nógu sterkt aðdráttarafl.
Svæðið austan megin við þær í áttina að byggingu Seðla-
bankans er tilvalið til að vega upp á móti þessari deyfð við dyr
hafnarbakkans. Höfundur leggur til að þarna megi staðsetja
„Hús Borgarinnar", Menningarmiðstöð, sem með litríkri
starfsemi myndi laða fólksfjöldann til sín.
51