Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 68

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Page 68
ÚTIHURÐIR JÓN SIGURÐSSON EIRÍKUR ÞORSTEINSSON Það er gamalt spakmæl i sem segir að erfiðara sé að smíða eina útihurð svo vel fari en heilt hús. Annar svipaður frasi segir að útihurðin sé andlit hússins og skuli því vanda vel til hennar, þannig að gestkomandi gangi í bæinn með jákvæðu hugar- fari. Víst er að nú á tímum krefjumst við ekki aðeins að hurðin líti vel út, heldur einnig að hún sé fullkomlega vind' og vatnsþétt, auk þess sem hún skal opnast eftir þörfum með innbyggðum raflæsingum og takka-kerfi. Auk heldur verður hurðin helst að vera fislétt að opna og opnast inn í forstofuna. Miðað við allar þessar kröfur til útihurða, sem ekki taka hið minnsta mið af aðstæðum, er ljóst að flokka þarf útihurðir eftir aðstæðum, sem þær skulu notast við. Slíkt flokkunarkerfi er hins vegar ekki fyrir hendi, og því velja STAÐSETNING OG VAL ÚTIHURÐA Ekkert hús getur verið án útihurðar og oftast eru þær fleiri en ein í hverju húsi. Það veðurálag, sem útihurðimar verða fyrir, er auðvitað háð staðsetningu hússins í landinu en ekki síðurskipulagningu útlitshönnuðar hússins. Utihurðin er í flestum tilvikum viðkvæmasti staður hússins gagnvart slagveðri og skafbyl. Þar er hvað minnst bil milli inni- og útiaðstæðna, auk þess sem hurðarblaðið verður ávallt að vera opnanlegt og er oftast stærra en stærsti opnanlegi gluggi hússins. Ef eftir er tekið er því með eindæmum hversu oft margir húsbyggjendur og hús- eigendur útihurðirnar fyrst og fremst eftir útliti og verði, en ekki tæknilegum gæðum sem þeir hafa heldur oftast ekkert vit á og kunna ekki að meta. 66

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.