Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 78

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1991, Síða 78
t heild. Útbúðuheimiliírólegheitum, komstuaðþví hvað þú vilt og „finndu fyrir“ hverjum hlut þannig að það sé öruggt að þú viljir búa með honum. Velduekki fyrstu litasamsetning- una eða eitthvert húsgagn sem sýnist áhugavert. Hugsaðu þig vel um, en treystu líka eðlisávísuninni. Farðu eftir því sem þér sjálfum líkar vel, hvort sem það er í tísku eða ekki. Það er lykillinn að því að búa út fallegar persónulegar íbúðir og gefur til kynna þinn eigin smekk. Oftast á það við að best er að eiga lítið af húsgögnum ogfylgihlutum, „minna er meira“. Almennt má segj a um litlar íbúðir að stærð þeirra þurfi ekki endilega að þýða lágkúru. Sveigjanleg nýting á því rými, sem til er, er lykill að „stækkun“ íbúðarrýmisins. Því minna sem heimilið er því mikilvægara er að láta hlutverk ráða, frekar en tegund af herbergi eða húsgagni. Hönnuðum ber saman um að mikilvægara sé að bæta skipulagningu þess rýmis sem fyrir er en að fjárfesta í skreytingu eða dýru húsgagni. Ef þið viljið bæta umhverfi innan dyra, teiknið þá upp grunnmynd íbúðarinnar til að kanna möguleikana, vinnið síðan með góðum hönnuði að því að laga hugmyndir ykkar að veru- leikanum. BORÐHALD Færri og færri nýj ar íbúðir hafa sérstakt herbergi fyrir borðhald. Ef þú vilt borða formlega stundum, er hægt að koma þeirri aðstöðu fyrir inni í rými sem ætlað er öðru, til dæmis með felliborði sem fellur niður að vegg þegar það er ekki í notkun, eða vinnuborði sem tekið er af, þegar borðað er. Ef borðhald er hinsvegar mikilvægt, þá er hægt að afmarka aðstöðu til þess með ýmsum hætti, svo sem lýsingu, punktljósi, ljósakrónu, eða með breyttu gólfefni, skilrúmi eða vegg. Það sem afmarkar þessa athöfn er að sjálfsögðu borðið. Við kringlótt borð með einum fæti geta margir setið og fyrir því fer lítið. Borð með glerplötu virðist enn minna. Svigbyggðir stólar hafa svipuð áhrif. Einnig gerir notkun punktljóss eða rennuljósa í stað ljósakrónu það að verkum að rýmið virðist stærra. ELDUNARAÐSTAÐA Eldhús í litlum íbúðum þurfa alls ekki að vera eins og eldhús til að útbúa stórfenglegar veislumáltíðir. Veltu því fyrir þér hvemig eldhúsið er notað og hvernig þú vilt láta það virka. Geymslupláss er mikilvægt lykilatriði. Ákveddu forgangsröð og komdu fyrir geymsluplássi í samræmi við hana. Útbúðu eldunaraðstöðuna þannig að það sem oftast er notað sé við höndina. Minna notuð áhöld verðskulda ekki aðgengilegt geymslupláss. Gott er að nota tilbúnar skápaeiningar eða hluti sem taka lítið pláss, s.s. dragskúffur og körfur, svifskúffur og hurðagrindur. Þessu er auðvelt að koma>fyrir í skápum og getur margfaldað geymslupláss. Þú þarft því ekki alltaf að stækka geymsluplássið, einungis skipuleggja það og nýta betur. Ef þú hefur lítið vinnupláss í innréttingunni sjálfri, en hefur mikið gólfþláss er hægt að hafa sjálfstæða vinnueiningu úti á gólfi, einskonar eyju. Ef þörf er á miklu geymsluplássi og vinnuflöturinn er lítill sem enginn er hægt að nota tilbúin skurðarborð yfir vaska, eða einfaldlega að útbúa plötu sem passar ofan á útdregna skúffu. SVEFNPLÁSS Ef þú hefur sérstakt svefnherbergi, þá virðist það stærra ef þú notar fá húsgögn. Þegar stórt rúm er sett í mitt herbergi en aðrir hlutir geymdir annars staðar, myndast mjög opið rými. Ef herbergið er lítið virðist stórt rúm minna ef það er úti í homi, undir glugga, eða hulið að hluta með púðum. BAÐHERBERGI Ef þú ert að gera upp lítið baðherbergi, ættirðu að leita að 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.