Mosfellingur - 17.11.2022, Page 22
- Bæjarblað í 20 ár22
Sérsniðin þjónusta til
byggingaraðila
A L L T . I S - A L L T @ A L L T . I S - 5 6 0 5 5 0 5
Nánari upplýsingar
koma þegar nær dregur.
Bæjarbúar eru hvattir til
að líta við og sjá öflugt starf
hestamanna í Mosfellsbæ.
Hestamannafélagið Hörður býður alla bæjarbúa
velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að
Varmárbökkum og opin hús hestamanna
í hesthúsahverfinu á Varmárbökkum
sunnudaginn 11. desember kl. 13:00-15:00.
Boðið verður uppá stutta sýningu í reiðhöllinni.
Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestum
og spjalla við knapa. Einnig verður krökkum boðið á bak á
hestum frá reiðskólanum Hestasnilld. Svo má kíkja í hesthús
í hverfinu og spjalla við fólk og klappa hestum.
OPIÐ HÚS
11. desemBer
Sögufélag Kjalarnesþings fékk fornleifa-
fræðinginn Hermann Jakob Hjartarson til
að sýna félagsmönnum leifar af kotbýlinu
Hamrahlíð sem hann hefur verið að rann-
saka í sumar.
Býlið stóð skammt neðan við Vestur-
landsveg á móts við bílastæði Skógræktar-
félagsins í Hamrahlíð. Kotbýlið Hamrahlíð
var hjáleiga frá Blikastöðum, stofnað um
1850, og var í byggð þar til um aldamótin
1900. Hermann lýsti herbergjum sem
sennilega voru eldhús, svefnherbergi og
smiðja auk fleiri vistarvera. Fjölmargir
gripir fundust við uppgröftinn.
Guðrún Jónsdóttir sem Halldór Laxness
gerði fræga í sögunni af brauðinu dýra í
Innansveitarkróniku fæddist í Hamrahlíð
árið 1852. Hún var síðustu ár sín vinnu-
kona á ýmsum bæjum í Mosfellssveit og
var síðasti einstaklingurinn sem boðinn var
upp í Mosfellshreppi árið 1935. Á hrepps-
nefndarfundi sem haldinn var haustið 1935
upplýsti oddviti að „Guðrún Jónsdóttir
hefði verið sögð til sveitar frá 1. júní þ. árs
og hafði hann komið henni fyrir hjá Hjalta
Þórðarsyni bónda á Æsustöðum fyrir kr.
50.00 á mánuði.“
Guðrún lést ári síðar og var jarðsett að
Mosfelli þótt engin væri þar kirkjan. Sama
ár komu lög um alþýðutryggingar til sög-
unnar á Íslandi. Hermann áætlar að skila
skýrslu um rannsóknir á Hamrahlíð til
Minjastofnunar Íslands á næsta ári. „Hvað
verður um rústirnar er ekki vitað,“ segir
Magnús Guðmundsson formaður Sögufé-
lagsins.
Kotbýlið Hamrahlíð rannsakað
Hermann Jakob Hjartarson fornleifafræðingur sýnir Bjarka Bjarnasyni og Kristni Magnússyni
myllustein sem grafinn var upp í býlinu Hamrahlíð í sumar.