Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 17 finnst frábært að skólar séu að taka tillit til þess að fólk býr úti um allt land svo fólk geti kosið að búa þar sem það vill og læra það sem það vill á meðan. Og við höfum bæði verið að nýta okkur það, en þetta er kannski helsta ástæðan fyrir því að fólk var áður að fara burt frá sínum heimaslóðum, til að fara í nám, og kom svo ekki aftur.“ Voru ekki með neitt plan en allt gekk upp Almar er í fullu starfi á Kvíabryggju og líkar það mjög vel. Starfið er rólegt og þægilegt. „Þetta er eig­ inlega blanda af skrifstofuvinnu og mannlegum samskiptum. Maður er að eiga samskipti við fangana allan daginn og aðstoða þá með allt til­ fallandi og svo er alltaf smá skrif­ stofuvinna í kringum það,“ segir Almar en áður en hann hóf störf á Kvíabryggju vann hann hjá Soff­ aníasi Cecilssyni ehf. í Grundar­ firði en það fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu á saltfisksafurðum. „Það verða allir að prófa að vinna í fiski þegar þeir flytja hingað,“ segir Sólveig þá sposk á svip. Almar vann þar í u.þ.b. ár en þá var honum boðið starf á Kvíabryggju. „Það hefur einhvern veginn allt gengið upp bara. Við fluttum hingað með ekkert plan og við vorum strax bæði komin með vinnu. Mér er svo boðin vinna á Kvíabryggju og út frá því fer ég í Fangavarðaskólann. Og svo með húsnæðið. Við fluttum hingað tímabundið í leiguíbúð og svo allt í einu vorum við bara komin með hús,“ segir Almar og sýnilega eru þau bæði ánægð með hvernig spil­ ast hefur úr þeim spilum sem þeim voru gefin. Vilja skapa Þorláksmessuhefð í kringum vagninn Sólveig og Almar sjá fyrir sér að hafa Pulló opinn á Þorláksmessu í ár ef veður leyfir, og jafnvel milli jóla og nýárs. „Okkur langar að skapa smá stemningu í kringum vagninn af því við höfum tækifæri til þess að opna hann öðru hverju ef það er ekki allt á kafi í snjó,“ segir Sólveig því ef snjór og hálka er á vegum er ekki hægt að keyra með vagninn. „En það er alveg draumur að reyna að skapa einhverja svona Þorláksmessuhefð, að það sé bara hefð að pulsuvagninn sé opinn á Þorláksmessu, því það eru ekkert allir hrifnir af skötu, og þá ætlum við sjálf að standa vaktina,“ segir Sólveig en Almar er þá fljótur að skjóta inn í „Ef við fáum pössun.“ Þá hafa þau nú þegar fengið fyrir spurnir í gegnum Facebook frá ferðamönnum sem verða á Snæ­ fellsnesi um jólin, hvort vagninn sé opinn yfir hátíðirnar en Pulló er með mjög góða umsögn á netinu og það dregur ferðamenn að. Þegar gengið er frá vagninum fyrir veturinn er hann allur þrifinn. Djúpsteikingarpottar og pönnur eru teknir úr honum og gengið frá því og öðrum lausamunum í kassa inn í geymslu, því ekki er hægt að draga vagninn fullan af dóti. Það tekur því töluverðan tíma að rigga vagninum upp. „Það tekur alveg nokkra klukkutíma að gera vagninn klárann, það þarf að stilla lappir nar, setja allt inn í hann og tengja við rafmagn þannig að þetta er alveg smá maus. Það væri alveg gaman ef það eina sem þyrfti að gera væri að setja vagninn aftan í bílinn og keyra af stað,“ segir Almar. „Já, þá myndi maður líka kannski opna oftar yfir vetrartím­ ann,“ segir Sólveig. Hvað má bjóða þér? Á matseðli Pulló eru margar týpur af bátum og djúpsteiktum pulsum með osti og kryddi, en boðið er upp á sambærilegan mat t.d. í matar­ vagninum í Stykkishólmi og víðar. „Við erum með um tíu pulsur á matseðli og 15­20 báta sem eru mjög vinsælir,“ segir Sólveig sem heldur því fram að Pulló skari fram úr hvað varðar aðra matar­ vagna. „Það er eitthvað við þetta og maður getur ekki gert þetta heima hjá sér, ég er búin að reyna það oft á veturna, þú nærð þessu aldrei jafn vel heima hjá þér. Mér finnst matarvagninn geggjaður og ég hef mikla trú á honum og það er alveg ástæðan fyrir því að við keyptum hann. Það er líka bara alltaf mikið að gera,“ segir Sólveig sem dekkaði allar bakvaktir á vagninum eftir að þau Almar keyptu hann. Framtíð Pulló Sólveigu finnst sjálfri mjög gaman að standa vaktina í vagninum en eftir að þau keyptu hann í ágúst voru þau Almar eitthvað alla daga í vagninum. Ef Almar átti frídag í vinnunni þá var Sólveig allan daginn í vagninum. „Ég fékk þá oft einhvern til þess að vera með mér yfir álagstímann en annars stóð ég vaktina. Ég reikna með því að við gerum þetta svona á meðan við erum að koma þessu í gang en þetta verður ekki alltaf svona, þótt mér finnist gaman í þessu. Þá er nauðsynlegt að vera með gott starfsfólk.“ „Þetta er konsept sem virkar vel,“ segir Sólveig þegar blaðamaður spyr út í nýjungar eða breytingar í veitingasölu, en þau Almar keyptu allan rekstur vagnsins, og þar með talið uppskriftir. „Það er búið að byggja vagninn og nafnið upp og við viljum ekki vera að breyta út af því sem virkar vel. Heimamenn eru glaðir og við erum glöð með hvað þeir eru duglegir að koma og það skiptir miklu máli, því við gætum ekki haldið þessu opnu ef ekki væri fyrir þá.“ gbþ/ Ljósm. úr einkasafni BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16 Sólveig lauk grunnnámi í lögfræði frá Háskólanum í Bifröst 2021. Í febrúar næst­ komandi mun hún útskrifast þaðan með meistaragráðu í lögfræði. Systurnar. Mjög dýrmætt er hvað heimamenn eru duglegir að versla við matarvagninn. Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall DagsetningSunnudagur 27. nóvember – fyrsti sunnudagur í aðventu Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 Eftir sunnudagaskóla verður börnunum boðið í aðventugarð í Vinaminni þar sem aðventan er boðin velkomin með ljósi og tónlist. Æðruleysismessa kl. 20 Vitnisburður frá AA samtökunum Magga Stína syngur Miðvikudagur 30. nóvember Bænastund kl. 12.10 Súpa í Vinaminni eftir stundina. Karlakaffi kl. 13.30 Jens Heiðar Ragnarson slökkviliðsstjóri segir frá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.