Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 19 Hunda- og kattahreinsun 2022 Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarnes 28. nóvember í áhaldahúsi að Sólbakka 4. o Fyrir hunda: kl. 16:30 - 19:00. o Fyrir ketti kl. 19:15 - 20:15. Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson Hvanneyri 29. nóvember í "gamla BÚT-húsinu" kl. 16:30 - 19:00. Umsjón: Edda Þórarinsdóttir. Bifröst 30. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:30 - 18:00. Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson. Borgarnes 5. desember í áhaldahúsi að Sólbakka 4 kl. 17: 00 - 19:00. Umsjón: Þorgerður Bjarnadóttir Skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar. Lögum samkvæmt skulu allir hundar, kettir og kanínur vera örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn, www.dyraaudkenni.is Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri árlega, ormahreinsunin er innifalin í leyfisgjaldi sveitarfélagsins. Óskráð gæludýr eru velkomin en skrá þarf dýrin í gegnum þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Gæludýraeigendum er frjálst að nýta þjónustu annarra dýralækna og skila vottorði fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar. Upplýsingar um gæludýrahald í Borgarbyggð er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar. Þá er hægt að hafa samband í síma 433-7100 eða í gegnum netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is. Oddný Þórunn Bragadóttir er eigandi verslunarinnar Kristý í Hyrnu torgi í Borgarnesi. Verslunin hóf starfsemi sína að Skúlagötu 13, þar sem Kaffi Kyrrð starfar í dag. Kristý fagnar 30 ára afmæli á þessu ári en Oddný hefur í gegnum tíð­ ina verið eljusöm við framleiðslu og innflutning á vörumerkjum. Hún var m.a. fyrst til að selja vöru­ merkið Victoria‘s Secret á Íslandi og selur hluta af þeim vörum enn í dag. Hún framleiðir einnig sín eigin ilmvötn og hóf nýverið að hanna og framleiða leggingsbuxur. „Ég framleiði sjálf tvö vöru­ merki, Toakens of Iceland og Donna Nord. Toakens of Iceland inniheldur hálsmen, ilmvötn, silki­ slæður og blásna kertastjaka úr gleri, þetta eru allt ólíkir hlutir sem er bara skemmtilegt. Ilmvötnin eru t.d. framleidd á Ítalíu sérstak­ lega fyrir mig og eftir mínu höfði. Svo hef ég átt þetta merki Donna Nord, eða Kona norðursins, síðan fyrir hrun en ég var á tímabili að sauma mínar eigin buxur undir þessu merki en hætti því svo. Nú er ég byrjuð aftur og er að fikra mig áfram með þetta merki. Buxurnar eru framleiddar í Brasilíu núna og eru frekar þykkar, ég er með tvö efni og fjórar útfærslur af þeim. Svo er ég að bæta smám saman við en ég er t.d. að prófa að láta framleiða fyrir mig peysur. Þetta er kannski hugsað meira hversdags en einnig hægt að nota buxurnar í íþróttum. Ég er orðin vön að vinna með fyrirtækjum út um allan heim og er alltaf að prófa eitthvað. Það er mikil vinna á bak við þetta og mjög margt sem aldrei gengur upp. Það er t.d. stórt verkefni að finna fram­ leiðendur sem gott er að vinna með. Maður sendir hugmyndir og teikningar og fær margar prufur áður en maður samþykkir það sem fer svo á endanum í framleiðslu. Aðalatriðið er að gefast ekki upp en það er margt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Oddný þegar blaða­ maður Skessuhorns kíkti til hennar í Kristý. sþ Esjuskálinn Baulu, verslun og veitingastaður við þjóðveg eitt í Borgarfirði, hefur nú hafið sölu á lausasölulyfjum. Lyfjastofnun veitir heimild fyrir sölu lausasölulyfja ef 20 kílómetrar eða meira er í næsta apótek. „Við erum með hefðbundin verkjalyf, hálstöflur og svo eitthvað fyrir börn eins og stíla og fljótandi verkjalyf. Ég stefni samt að því að fá líka bólgueyðandi, ofnæmislyf og fleira sem er gott að geta gripið í á ferðinni. Ég var bara svo oft að lenda í því að fólk kom og bað um verkjalyf, þá gaf ég fólki lyf úr birgðunum sem ég er með hérna fyrir starfsfólkið mitt,“ segir Fríða Birna Þráinsdóttir eigandi Esju­ skálans í Baulunni og á Kjalarnesi. „Ég hafði reynt að fá þetta sam­ þykkt fyrir Esjuskálann á Kjalarnesi fyrir ári síðan en sú starfsemi er of nálægt Mosfellsbæ þar sem apótek er til staðar en það þurfa víst að vera meira en 20 km í næsta apótek. Svo datt mér í hug að athuga með þetta hér og fékk bara strax jákvætt svar frá Lyfjastofnun þar sem meira en 20 km eru í næsta apótek í Borgar­ nesi.“ sþ Lausasölulyf nú fáanleg í Esjuskálanum Baulunni Fríða Birna Þráinsdóttir, eigandi reksturs Esjuskálans í Baulunni við lausasölulyf­ jastandinn. Framleiðir ilmvötn og leggings í Kristý Oddný Þórunn Bragadóttir, eigandi Kristý, með buxur úr vörumerkinu Donna Nord sem hún hóf nýlega að framleiða. Toakens of Iceland, annað vörumerki Oddnýjar, inniheldur m.a. ilmvötn, hálsmen og silkislæður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.