Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 20228 Gæðaviðmið innleidd GRUNDARFJ: Í vor hófst vinna í leikskólanum Sól­ völlum í Grundarfirði við að innleiða gæðaviðmið um leikskólastarf en það er eins konar uppskrift að góðu leik­ skólastarfi sem hver skóli gerir að sínum, segir í frétt á vef Grundarfjarðarbæjar. Kerfisbundið eru gæðavið­ miðin innleidd með því að þræða þau í gegnum allt starfið. Notaðar eru m.a. kannanir, rýni á fundum og margt fleira til þess að finna út hvort skólinn mæti þeim viðmiðum sem lagt er upp með í leikskólastarfi á Íslandi og birtist í skólastefnu Grundarfjarðarbæjar (frá 2014, verður endurskoðuð 2023) og í skólanámskrá leikskólans. Leikskólinn fær beinan stuðning frá skóla­ þjónustu Ásgarðs við að útfæra leikskólastarfið, áætl­ anagerð, kennslu­ og stjórn­ endaráðgjöf o.fl. Samhliða þessum umbótum og rýni á starfinu verður sett upp áætlun um innra mat skólans en með innra mati er átt við sjálfsmat stofnunar og er það unnið af starfsfólki hennar. Markmið innra mats er að tryggja að starfsemi skól­ ans sé í samræmi við lög, reglugerðir og aðalnámskrá. Grundvallaratriði innra mats er að það stuðli að umbótum sem bæti skólastarfið og efli skólaþróun. Stofnað verður matsteymi, búin til langtíma­ áætlun og ársáætlun, lagðar fyrir kannanir meðal starfs­ fólks og foreldra auk annarra gagna sem munu nýtast skól­ anum við að rýna í sitt starf og sjá hvar hann stendur gagnvart þeim viðmiðum sem lagt er upp með. -gbþ Aflatölur fyrir Vesturland 12.–18. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 3 bátar. Heildarlöndun: 935.793 kg. Mestur afli: Hákon EA: 930.910 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi Engin löndun á tímabilinu. Grundarfjörður: 8 bátar. Heildarlöndun: 434.930 kg. Mestur afli: Breki VE: 139.187 kg í einum róðri. Ólafsvík: 10 bátar. Heildarlöndun: 164.357 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 41.200 kg í þremur róðrum. Rif: 14 bátar. Heildarlöndun: 421.512 kg. Mestur afli: Örvar SH: 80.196 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 13.650 kg. Mestur afli: Bára SH: 7.556 kg í fjórum löndunum. 1. Hákon EA – AKR: 663.340 kg. 12. nóvember. 2. Hákon EA – AKR: 267.570 kg. 17. nóvember. 3. Breki VE – GRU: 139.187 kg. 15. nóvember. 4. Örvar SH – RIF: 80.196 kg. 15. nóvember. 5. Tjaldur SH – RIF: 79.630 kg. 14. nóvember. -sþ Í vikunni sem leið færðu ellefu kvenfélagskonur frá Kvenfélagi Borgarness, Öldunni gjafir og áttu góða stund með starfsfólki. Aldan vinnustofa í Borgarnesi er vernd­ aður vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsgetu. Konurnar færðu stofnuninni þyngingarsæng og sér­ stök slökunargleraugu að gjöf, en þessi búnaður mun meðal annars koma að góðum notum við slökun og til að draga úr streitu og kvíða. Fram kemur á heimasíðu Borgar­ byggðar að gjafirnar munu koma sér vel þar sem Aldan er nýbúin að fjárfesta í nuddstól og sett hefur verið upp sérstakt skynörvunar­ og slökunarherbergi í nýja hús­ næði Öldunnar á Sólbakka. „Starfs­ fólk Öldunnar þakkar kvenfélaginu kærlega fyrir gjafirnar og fyrir að gefa sér góðan tíma til að stoppa og spjalla við starfsfólk,“ segir í frétt á vef Borgarbyggðar. vaks Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðv­ anna fyrir 2022­23 er nú komin á vefinn og er sömuleiðis væntanleg á prenti í vikunni. Jafnan er víða til sveita beðið með eftirvæntingu eftir að Hrútaskráin komi út. Þá setjast menn yfir þetta merka rit, spá og spekúlera og velja í fram­ haldinu hvaða sæði verður pantað í uppáhalds ærnar til kynbóta á stofninum. Á vef LMR kemur fram að skráin er 56 síður að stærð, litprentuð í A4­broti og inniheldur upplýsingar um 47 hrúta sem notaðir verða til sæðinga í vetur. „Hrútakostur­ inn er að venju gríðarlega öflugur, blanda af reynsluboltum sæðinga­ stöðvanna og yngri kappa sem hafa nú hafið sinn fyrsta vetur á sæðinga­ stöðvunum. Þá eru aðrir valkostir í boði, svo sem ferhyrndur hrútur og feld­ og forystufjárhrútar.“ Rit­ stjóri skráar innar er Guðmundur Jóhannes son en efni hennar er að mestu tekið saman og skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyþóri Einarssyni og Fanneyju Ólöfu Lárusdóttur. Flestar ljósmyndir eru teknar af Höllu Eygló Sveinsdóttur en auk hennar tóku Eyþór Einarsson og Torfi Bergsson myndir af hrútum. Rósa Björk Jónsdóttir sá um upp­ setningu og umbrot en prentun var í höndum Fjölritunar­ og útgáfu­ þjónustunnar í Borgarnesi. mm Útvarp Akraness er í hugum margra Skagamanna órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum en útvarpað er ætíð fyrstu helgina í aðventu. „Í ár verður útvarpað dag­ ana 25.–27. nóvember. Þetta er í 35. skipti sem Útvarp Akraness fer í loftið. Dagskráin verður fjöl­ breytt, fræðandi og skemmtileg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Gamlir þættir í bland við nýja. Við verðum í loftinu á FM 95,0 og á www.iasund.is alla helgina,“ segir í tilkynningu. mm Hrútaskráin komin út Aldan fékk góðar gjafir Frá afhendingu gjafarinnar. Ljósm. borgarbyggd.is Útvarp Akraness verður í loftinu um helgina Stefnt er að því að malbika Borg­ arbraut í Borgarnesi, frá Egils­ götu og upp fyrir Borgarbraut 15, í þessari viku ef veður leyfir. Náist það hefst vinna við yfirborðsfrá­ gang, eins og hellulögn og kant­ steina. Vonir standa til að ná að klára þessa vinnu sem fyrst en ljóst er að það þurfti að endurnýja meira af gangstéttum en gert var ráð fyrir í upphafi. Fram kemur á heimasíðu Borgar byggðar að í beinu fram­ haldi hefjist vinna við að endur­ nýja lagnir og götu frá Borgar­ braut 15 upp að gatnamótum Skallagrímsgötu. Er um að ræða áfanga sem átti að fara í á næsta ári miðað við upphaflega áætlun en ákveðið var að fara í þennan hluta núna strax til að hægt sé að fjarlægja hjáleiðina í gegnum Kveldúlfsvöll. „Þegar búið verður að malbika fyrsta hlutann verður gatan opnuð fyrir umferð en þó þarf að aka varlega um svæðið þar sem áfram verður unnið að því að merkja svæðið og huga að frágangi,“ segir í tilkynningu á borgar byggd.is. vaks Gatnaframkvæmdir í gangi á Borgarbraut Séð yfir Borgarnes. Ljósm. mm Andrea Björnsdóttir í viðtali hjá Hlédísi Sveinsdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.