Skessuhorn


Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 23.11.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 23. NÓVEMBER 2022 29 Borgarnes föstudagur 25. nóvember Skallagrímur og Ármann mæt­ ast í 1. deild karla í körfuknattleik í Fjósinu og hefst viðureignin klukkan 19.15. Borgarnes föstudagur 25. nóvember Jólakvöld Leikdeildar Skallagríms hefst kl. 20 í félagsheimil­ inu Lyngbrekku. Söngur, kveð­ skapur, örleikrit, veitingar og almenn gleði. Fram koma með­ limir leikdeildar Skallagríms, Kirkjukór Borgarness, Sigrún Elí­ asdóttir, hin eina sanna Eygló Lind Egilsdóttir bregður á leik og fleiri góðir gestir. Aðgangseyrir 2.500 kr, öryrkjar og eldri borg­ arar 1.000 kr, börn 12 ára og yngri ókeypis aðgangur. Veitingasala og posi á staðnum. Akranes föstudagur 25. nóvember Ari Eldjárn prófar nýtt grín í Bíóhöllinni klukkan 20. Uppselt er á viðburðinn. Hvanneyri föstudagur 25. nóvember. Kvenfélagið 19. júní heldur sitt árlega jólabingó. Viðburðurinn verður í matsal Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefst klukkan 20. Borgarnes föstudagur 25. nóvember Kristín Þórhallsdóttir verður í Borgarsporti og býður fram aðstoð sína við val á vörum fyrir lyftingar og styrktarþjálfun. Versl­ unin verður opnuð kl. 10. Stykkishólmur helgin 25.-26. nóvember Fyrstu helgina í aðventu verður veigamikil dagskrá í Hólminum. Dagskráin hefst með tónleikum KK á föstudagskvöldinu, heldur svo áfram með afsláttum í versl­ unum og viðburðum á laugar­ deginum. Nánari dagskrá á visit­ stykkisholmur.is. Búðardalur helgin 26.-27. nóvember Jólamarkaður í Félagsheimil­ inu Árbliki fer fram laugardag og sunnudag kl. 14­19. Akranes laugardagur 26. nóvember Tendrun jólaljósa á Akratorgi kl. 17. Jólasveinar mæta á svæðið. Borgarnes sunnudagur 27. nóvember Jólaljósin tendruð í Skallagríms­ garði kl. 16­17. Nýtt uplýsinga­ skilti verður einnig vígt við Skallagrímsgarð. Jólasveinarnir mæta til byggða og boðið verður upp á heitt kakó og smákökur. Dagskrá dagsins hefst kl. 13 með jólasýningu í Safnahúsinu og jóla­ föndri á Bókasafninu. Borgarfjörður miðvikudagur 30. nóvember Félag eldri borgara í Borgar­ fjarðardölum heldur Ljósmynda­ sýningu í félagsheimilinu Brún. Ágúst Elí Ágústsson sýnir ljós­ myndir sínar kl. 13:30­17. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Markaðstorg Vesturlands Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! WWW.SKESSUHORN.IS 22. október. Drengur. Þyngd: 3.342 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Anna Guðrún Sig­ urðardóttir og Egill Finnboga­ son, Akranesi. Ljósmóðir: Anna Margrét Gunnlaugsdóttir. 17. nóvember. Drengur. Þyngd: 4.004 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Ólafía Þorsteinsdóttir og Heiðar Ingi Marinósson, Ísa­ firði. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. 19. nóvember. Stúlka. Þyngd: 4.430 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Bergrós Gísla­ dóttir og Ívar Orri Þorsteinsson, Reykjanesbæ. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. Skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Stykkishólms og tveggja nýrra deiliskipulagstillagna 340 STYKKISHOLMUR, SÍMI 433 8100. NETFANG: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 Bæjarstjórn sameinaðs sveitarfélags Stykkis­ hólmsbæjar og Helgafellssveitar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Stykkishólms 2002­ 2022 og tillögur að nýjum deiliskipulags­ áætlunum fyrir grænan iðngarð við Kallhamar og stækkun athafnasvæðis við Hamraenda. Lýsingin er sett fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með vísan í 1. mgr. 36. gr. laganna. Skipulagslýsingin er til sýnis á vef sveitar­ félagsins og á bæjarskrifstofunni þar sem íbúar og aðrir hagsmunaaðilar geta kynnt sér efni hennar. Lýsingin er jafnframt send Skipulagsstofnun og öðrum aðilum til um­ sagnar eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Skipulagslýsingin verður kynnt sérstaklega á opnu húsi, sem haldið verður miðvikudaginn 30. nóvember kl. 17-18 í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi. Ábendingar varðandi skipulagslýsinguna skulu vera skriflegar og berast skipulags­ fulltrúa til og með 9. desember 2022 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á net­ fangið: skipulag@stykkisholmur.is. Stykkishólmi, 18. nóvember 2022. Kristín Þorleifsdóttir Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.