Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2023, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 28.03.2023, Qupperneq 11
1 2 3 4 1 3 2 4 © GRAPHIC NEWSHeimildir: Haaretz, Reuters, Times of Israel Myndir: Newscom, Getty Images Hægrisinnaðasta ríkisstjórn í sögu Ísraels Benjamin Netanjahú tók aŒur við valdataumum seint í desember 2022 og myndaði ríkisstjórn með nokkrum af hægrisinnuðustu stjórnmálamönnum í sögu Ísraels. Itamar Ben-Gvir: Leiðtogi –okksins Gyðinglegs valds varð öryggismála- ráðherra í nýrri stjórn Netanjahú og tók þar með við stjórn ísraelsku lögreglunnar. Ben-Gvir var ákærður árið 2007 fyrir hatursorðræðu og stuðning við hryðjuverkasamtök strangtrúaðra gyðinga. Hann hefur kallað eŒir tilslökun á reglum hersveita um beitingu vopna. Smotrich hefur talað fyrir aðskilnaði gyðinga og araba á fæðingardeildum og sagði nýlega að Palestínumenn væru ekki til. Aryeh Deri: Leiðtogi rétttrúnaðar–okksins Shas. Átti að gegna embætti heilbrigðis- og innanríkisráðherra en hæstiréttur Ísraels úrskurðaði gegn því sökum skattsvikasögu hans. Bezalel Smotrich: Leiðtogi Trúarlega zíonista–okksins og Ÿármálaráðherra landsins. Hefur einnig y¡rumsjón með hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum. Avi Maoz: Leiðtogi Noam-–okksins. Var kjörinn til að e–a ímynd gyðinga í skólum en sagði af sér í lok febrúar. Hefur talað gegn því að konur fái jöfn tækifæri í hernum og vill að hætt verði við árlegar gleðigöngur í Tel Aviv. Var fundinn sekur árið 1999 um mútuþægni, Ÿársvik og misnotkun á trausti almennings. Dagan Shimoni segir þetta vera fjölmennustu mótmæli í sögu Ísraels en rúmlega 600 þúsund manns hafa mótmælt. fréttablaðið/getty Áhugaverðar upplýsingar um mótmælin í Ísrael og hvað gæti gerst næst n Samkvæmt ísraelskum frétta- miðlum eru hátt í 600 þúsund manns að mótmæla á götum landsins. Það samsvarar rúm- lega 6,5 prósentum af allri þjóðinni. n Það er ekki aðeins almenning- ur sem mótmælir úti á götu. Bankar, verkalýðsfélög og hermenn hafa einnig gengið til liðs við mótmælendur. n Starfsfólk flugvalla, hafna og veitingastaða á borð við McDonald’s hefur efnt til verk- falla. n Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, er oft kallaður „Bibi“ á mótmælaskiltum en það mun hafa verið gælunafn hans sem barns. Mótmæl- endur og stjórnarandstaða viðhalda því nafni til að gera lítið úr honum. n Ef ríkisstjórn Netanjahú lætur ekki af áætlunum um að hefta völd hæstaréttar gæti hæsti- réttur einfaldlega ógilt þá löggjöf en á sama tíma myndi ríkisstjórnin einfaldlega ekki virða ákvörðun hæstaréttar. n Þessi pattstaða innan ríkis- stjórnarinnar gæti myndað mjög fjandsamlegt pólitískt umhverfi í Ísrael sem gæti líka leitt til harkalegri utanríkis- stefnu í Mið-Austurlöndunum, sérstaklega gagnvart Palestínu og Íran. Fréttablaðið fréttir 1128. mars 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.