Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.03.2023, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 28.03.2023, Qupperneq 13
Skipuleggja þrepa- skipta sálfræðiþjón- ustu fullorðinna á heilsugæslustöðvum á þann hátt að sál- fræðingar starfi í sér- hæfðum teymum þvert á heilsugæslustöðvar. Frá því uppbygging hófst í sálfræði- þjónustu fullorðinna (18 ára og eldri) á heilsugæslustöðvum árið 2016 hefur verið unnið að þróun verklags sem tryggir örugga, fag- lega og árangursríka sálfræðiþjón- ustu við algengum geðheilbrigðis- vanda á Íslandi. Góða fyrirmynd má finna á Englandi þar sem búið er að þróa og rannsaka árangur slíkrar sálfræðiþjónustu á heilsugæslu- stöðvum í fjölmörg ár. Sérhæfðir og reynslumiklir stjórnendur halda vel utan um þjónustuna og þar er víða unnið í teymum þvert á heilsu- gæslustöðvar. Meðferðaraðilinn starfar í sérhæfðu sálfræðiteymi en viðtöl geta farið fram á heilsugæslu- stöðvum í nærumhverfi notenda. Það er ástæða fyrir því að þjónustan er skipulögð á þennan hátt. Með því að skipuleggja þjónust- una í teymum er hægt að tryggja gott og eftirsóknarvert starfsum- hverfi fyrir meðferðaraðilann þar sem hann hefur stuðning af hinum meðferðaraðilunum í sínu teymi og getur sótt þangað fræðslu og handleiðslu sérfræðings. Slíkt fyr- irkomulag gefur betri tækifæri til endurmenntunar og sérhæfingar. Það hefur síðan góð áhrif á gæði þjónustunnar og þannig árangur notenda vegna þess að með sam- starfi er auðveldara að tryggja að í teyminu sé til staðar öll sú sér- hæfing sem þarf til að geta boðið upp á viðeigandi meðferðarúrræði við öllum þeim vanda sem þjónust- unni er ætlað að sinna. Með verka- skiptingu er einnig hægt að bjóða upp á f leiri meðferðarúrræði eins og rafrænar meðferðir og hópmeð- ferðir. Slík þjónusta er líklegri til að fyrirbyggja starfsmannaveltu, vera hagkvæmari í framkvæmd og líkleg til að skila árangri. Frá 2016 hefur verið unnið að því að samræma verklag og tryggja þannig jafnt aðgengi að árangurs- ríkri sálfræðiþjónustu í heilsu- gæslu á landsvísu en á Íslandi hefur uppbygging sálfræðiþjónustu full- orðinna á heilsugæslustöðvum farið fram með ólíkum hætti. Á landsbyggðinni hefur verið unnið í teymum og sálfræðingar hafa stuðning af yfirsálfræðingi sinnar heilbrigðisstofnunar sem kemur að skipulagi þjónustunnar. Í Reykjavík hafa sálfræðingar verið staðsettir einir á stöð með ábyrgð á öllum bið- lista þeirrar stöðvar með fá tækifæri til sérhæfingar og starfsþróunar. Frá 2016-2022 höfðu þeir stuðning af fagstjóra en sú staða var lögð niður vorið 2022. Sálfræðingar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafa frá upp- hafi lýst áhuga á auknu samstarfi á milli heilsugæslustöðva. Við upphaf árs 2022 hófst tilraunaverkefni þar sem sálfræðiþjónusta fimm heilsu- gæslustöðva í vesturhluta Reykja- víkur var sameinuð í teymi með sameiginlegum biðlista og fylgst var með árangri þjónustunnar. Unnið var eftir fyrirmynd áðurnefndrar sálfræðiþjónustu í heilsugæslu á Englandi um þrepaskipta og gagn- reynda þjónustu. Í teyminu var starfandi sérfræðingur í klínískri sálfræði. Teymið var lagt niður við upphaf árs 2023. Á þessu tímabili jókst framleiðni í þjónustunni, biðlistar styttust eftir allri þjónustu í teyminu og meðferð- arúrræðum var fjölgað. Án teymis- ins hefði þjónustan legið niðri um margra mánaða skeið á sumum heilsugæslustöðvum vegna skorts á setnum stöðugildum en með þessu móti var hægt að tryggja að aldrei kom rof í þjónustuna á svæðinu þrátt fyrir að vantaði stundum meðferðaraðila. Bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn teymisins lýstu áhuga fyrir því að starfa áfram í teymi með þessu fyrirkomulagi. Einnig stóð svæðið vel hvað varðar biðlista í samanburði við aðrar sam- bærilegar heilsugæslustöðvar við lok árs 2022. Haldið var utan um töl- fræði í teyminu og fyrsta ársskýrsla sálfræðiþjónustu í heilsugæslu birt. Niðurstöður þessa tilraunaverk- efnis gefa til kynna að það er bæði hagkvæmt og árangursríkt að skipu- leggja þrepaskipta sálfræðiþjónustu fullorðinna á heilsugæslustöðvum á þann hátt að sálfræðingar starfi í sérhæfðum teymum þvert á heilsu- gæslustöðvar, með sameiginlegan biðlista, hafi greitt aðgengi að hand- leiðslu og vinni eftir samræmdu verklagi. n Styttri bið og árangursríkari sálfræðiþjónustu í heilsugæslu Liv Anna Gunnell fagstjóri sálfræði- þjónustu hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu Við hjá Sendinefnd Evrópusam- bandsins á Íslandi erum stolt af því að hafa stutt við bakið á teymi laganema Háskólans í Reykjavík í Málf lutningskeppni EES (en. EEA Law Moot Court) sem átti sér stað í Bergen um helgina. Málflutnings- keppnin er árlegur viðburður þar sem nemendur frá EES EFTA-ríkjum og aðildarríkjum ESB gefst tækifæri til þess að koma fram sem talsmenn ólíkra aðila í skálduðu EES-réttar- máli. Markmið keppninnar er að endurskapa, eins náið og hægt er, umræðu og röksemdafærslu raun- verulegs málflutnings fyrir EFTA- dómstólnum. Tey mið f rá Háskólanu m í Reykjavík samanstóð af fjórum efnilegum laganemum; íslenskum nemanda og þremur nemendum frá aðildarríkjum ESB í skiptinámi við Háskólann í Reykjavík. Þess má geta að þetta er í fyrsta skiptið sem háskólar utan EES EFTA-ríkjanna geta einnig tekið þátt í keppninni. Sendinefndin ákvað að styrkja ferð þessa teymis til Noregs þar sem við teljum viðburði sem þessa geta skipt sköpum fyrir framtíðarsamstarf milli ESB og EES EFTA-ríkjanna, en með þátttöku í þessari keppni mun hópur ungra lögfræðinga, á Íslandi sem og á meginlandinu, fara út á vinnumarkaðinn með ríkari skiln- ing á EES-samstarfinu og EES-rétti. Við erum stolt af teymi Háskólans í Reykjavík með flotta frammistöðu þess í keppninni í ár. Þrjátíu og átta laganemendur tóku þátt í keppn- inni ár og við vonum að fjöldi kepp- enda eigi bara eftir að aukast með árunum. Áfram EES! Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Noan Renault, Léopolt Bus- cemi, Anastasia Bardiau, Lucie Sam- cová-Hall Allen sendiherra og Árni Snær Fjalarsson. n EES-réttur – áfram EES Lucie Samcová- Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi Fréttablaðið skoðun 1328. marS 2023 ÞRIðJuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.