Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.03.2023, Blaðsíða 15
K Y N N I NG A R B L A Ð ALLT ÞRIÐJUDAGUR 28. mars 2023 Philip Grétarsson er verslunarstjóri hjá Innréttingum og tækjum þar sem svört klósett og gylltir handklæðaofnar njóta mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vistvænni salernisferðir í bígerð Innréttingar og tæki er rómuð sérvöruverslun með allt fyrir baðherbergið. Úrvalið er ein- stakt, þar á meðal handklæðaofnar í 300 litum, fagurlituð hreinlætistæki, hæstmóðins inn- réttingar, blöndunartæki með tökkum og skolunartæki fyrir vistvænni klósettferðir. 2 Pasta með grillaðri paprikusósu er fullkomið í lok ískalds sólardags. jme@frettabladid.is Í gluggaveðri langar okkur í eitt­ hvað notalegt í kvöldmatinn en þó ferskt til að minna okkur á að dagarnir eru að lengjast. Upp­ skriftin er fyrir þrjá til fjóra. Grillað paprikupasta 500 g pasta Um 300 g af grillaðri papriku í krukku 2–3 hvítlauksrif Olía eftir þörfum ¼ tsk. chiliflögur 2 dl rjómi Salt og pipar 1 dl eða meira af rifnum parmesan osti Pastavatn eftir þörfum Basilíka til að strá yfir Sítróna til að kreista yfir Sjóðið pasta „al dente“. Setjið papriku í blandara ásamt hvítlauk. Blandið uns sósan er mjúk. Hægt er að setja smá vökva úr krukkunni ef paprikan vill ekki blandast. Hitið olíu á pönnu og ristið chili­ flögur við meðalhita, stutt. Hellið sósunni út á og látið krauma uns hún þykknar. Bætið pastanu út í og hrærið uns pastað er fullsoðið. Slökkvið undir og hellið rjóma og parmesanosti út á. Saltað og piprað eftir þörfum. Þynnið út með heitu pastavatni ef þarf. Gott er að kreista sítrónu út á í lokin og bera fram með saxaðri basilíku. n Vorlegt pasta Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.