Víkurfréttir - 01.01.2023, Síða 2

Víkurfréttir - 01.01.2023, Síða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Söngvarinn Einar Júlíusson er látinn. Hann lést í faðmi fjölskyld­ unnar 21. janúar síðastliðinn. Einar fæddist í Keflavík 20. ágúst 1944, hann bjó og starfaði þar alla tíð. Einar byrjaði á barns- aldri að syngja, hann var einn af stofnefndum Hljóma og var fyrsti söngvari þeirra frægu hljómsveitar. Hann átti síðan farsælan 23 ára ferill með hljómsveitinni „Pónik og Einar“. Á síðari árum lagði hann áherslu á einsöng, þar sem hann söng við ýmsar athafnir. Einar söng á hljóm- plötu með Ellý Vilhjálmsdóttur og varð sú plata mjög vinsæll. Fræg lög sem Einar söng voru til dæmis lögin „Brúnu ljósin brúnu“, „Léttur í lundu“ og „Viltu dansa“. Útför Einars verður gerð frá Kefla- víkurkirkju fimmtudaginn 2. febrúar kl. 13:00. Einar Júlíusson er látinn „Það verkefni hefur gengið nokkuð vel og jafnvel betur en við héldum. Við erum búnir með fyrsta áfanga og þar er búið að selja allar íbúð­ irnar en þar eru einbýlishús, parhús og fjölbýlishús. Við erum byrjaðir á öðrum áfanga þar sem við munum byggja leikskóla að ákveðnu marki. Við erum með í uppsteypu núna 150 íbúðir og getum farið að af­ henda fyrstu íbúðirnar í sumar,“ segir Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi BYGG, þegar hann er spurður út í uppbyggingu Hlíða­ hverfis. „Þegar við keyptum landið á sínum tíma voru þetta um 480 íbúðir og með því sem við erum að skrifa undir núna munum við fjölga íbúðum í 986. Að hluta til verða einbýlishús, raðhús og fjölbýlishús í þessum þriðja áfanga,“ segir Gylfi þegar hann er spurður út í frekari byggingaráform og hvort verkefnið hafi tekið miklum breytingum frá því BYGG kom fyrst að uppbyggingu í Hlíðarhverfi. Gylfi segir að í dag sé vont að gera áætlanir. Aðstæður á markaði hafi breyst og fólk eigi erfiðara með að fjármagna íbúðarkaup. „Stefnan hjá okkur er að það væri gott ef við getum byggt eitt hundrað íbúðir á ári. Þá myndi heildartíminn héðan frá vera tíu til tólf ár. Ef allt fer betur en á horfist í dag, þá geti tíminn orðið styttri.“ Framkvæmdir BYGG í Hlíðar- hverfi skapa tugi starfa og fyrirtækið er í dag með um sextíu starfsmenn við uppbyggingu í 2. áfanga hverf- isins. Það eru verkamenn, smiðir, múrarar, píparar og rafvirkjar. Miðland, sem er í eigu BYGG, hefur fengið heimild til að byggja allt að 986 íbúðir í Hlíðarhverfi í Reykja­ nesbæ. Aukningin mun fyrst og fremst verða í þriðja og síðasta hluta hverfisins sem mun liggja sunnan Þjóðbrautar. Samningar þess efnis voru undirritaðir milli Reykjanesbæjar og fulltrúa Mið­ lands síðastliðinn föstudag. Áður en ráðist verður í upp- bygginginguna þarf að gera nýtt deiliskipulag fyrir hverfið í heild. Á þessari stundu er óvíst hvenær framkvæmdir 3. hluta hefjast en framkvæmdum í fyrsta hluta er lokið og framkvæmdir í öðrum hluta eru í gangi. Reykjanesbær tekur að sér að kosta og breyta efsta hluta Þjóð- brautar, frá núverandi hringtorgi á mótum Skólavegar og Þjóðbrautar og að Flugvöllum, en BYGG mun annast verkið fyrir Reykjanesbæ. Ef Miðland ákveður að setja jarðgöng undir þennan hluta Þjóð- brautar til að tengja saman 2. og 3. hluta hverfisins mun fyrirtækið kosta þá framkvæmd að fullu. Vegna stækkunar hverfisins mun BYGG/Miðland byggja 120 barna leikskóla sem er hannaður af JEES arkitektum fyrir börn frá tólf mánaða aldri. Leikskólinn verður staðsettur í 2. hluta, sem nú er í upp- byggingu, og verður honum skilað á byggingarstigi 2 eða fokheldum. Auk þess mun BYGG/Miðland ganga frá bílastæðum og gangstéttum við leik- skólann að fullu. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, sagði við undirritun samninga að líklegt væri að þegar hverfið verður fullbyggt þurfi að vera búið að byggja þar annan leikskóla og grunnskóla. „Nú förum við í að reyna átta okkur á þeirri þörf og undirbúa þær fram- kvæmdir,“ sagði Kjartan. Bæjarstjóri þakkaði forsvars- mönnum BYGG fyrir gott samstarf við gerð þessa samkomulags og sagðist sannfærður um að það muni koma öllum aðilum vel, þ.e. íbúum hverfisins, Reykjanesbæ og BYGG/ Miðlandi. Nýr 120 barna leikskóli byggður fyrir börn frá tólf mánaða aldri Byggja allt að 986 íbúðir í Hlíðarhverfi Vegna stækkunar hverfisins mun BYGG/Miðland byggja 120 barna leikskóla sem er hannaður af JEES arkitektum fyrir börn frá tólf mánaða aldri. Leikskólinn verður staðsettur í 2. hluta, sem nú er í uppbyggingu, og verður honum skilað á byggingarstigi 2 eða fokheldum. Að ofan má sjá fyrstu drög að þriðja áfanga Hlíðarhverfis sem er sunnan Þjóðbrautar en nú fer í gang vinna við nýtt deiliskipulag fyrir allt svæðið. Til vinstri má sjá mynd sem tekin var við undirritun samninga sl. föstudag. VF-mynd: Hilmar Bragi Fyrsti áfangi Hlíðarhverfis er fullbúinn og þar eru allar íbúðir seldar. Að neðan má sjá fjölbýlishús í öðrum áfanga í byggingu. Gott að geta byggt 100 íbúðir á ári – segir Gylfi Ómar Héðinsson hjá BYGG Loftmynd yfir 2. áfanga Hlíðahverfis sem tekin var síðasta haust. Fyrsti áfangi hverfisins í baksýn. VF-mynd: Hilmar Bragi vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á 2 // vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.