Víkurfréttir - 01.01.2023, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 01.01.2023, Blaðsíða 14
Lengjubikarinn 2023: Fótboltinn hefst um helgina Undirbúningur fyrir knattspyrnuvertíðina 2023 fer á fullt nú í febrúar þegar Lengjubikarinn fer af stað. Suðurnesjaliðin Grindavík, Keflavík og Njarðvík leika í A­deild karla en Keflavík teflir einnig fram liði í A­deild kvenna og Grindavík í B­deild kvenna. Reynismenn, Víðismenn og Þróttarar leika í B­deild karla og þá eru Hafnir og RB í C­deild karla. Karla- og kvennalið Keflavíkur ríða á vaðið og hefja leik um helgina. Bæði lið leika í Nettóhöllinni, karlarnir á laugardag og konurnar á sunnudag. Hér að neðan má sjá riðla Suðurnesjaliðanna og fyrstu leiki þeirra. A-deild karla, riðill 1 Grindavík, HK, ÍA, KR, Valur og Vestri. HK ­ Grindavík Kórinn lau. 11. febrúar 2023 kl. 11:30 A-deild karla, riðill 3 Afturelding, Fram, Grótta, Njarðvík, Stjarnan og Víkingur R. Víkingur R. ­ Njarðvík Víkingsvöllur, fös. 10. febrúar 2023 kl. 19:00 A-deild karla, riðill 4 Fjölnir, Fylkir, KA, Keflavík, Þór og Þróttur R. Keflavík ­ KA Nettóhöllin, lau. 4. febrúar 2023 kl. 14:00 B-deild karla, riðill 1 ÍH, Kári, KV, Reynir S., Víkingur Ó. og Ýmir. ÍH ­ Reynir S. Skessan, lau. 18. febrúar. 2023 kl. 14:00 B-deild karla, riðill 2 Elliði, Haukar, Hvíti riddarinn, Sindri, Víðir og Þróttur V. Haukar ­ Víðir Ásvellir, fös. 17. febrúar 2023 kl. 19:00 Hvíti riddarinn ­ Þróttur V. Malbikstöðin að Varmá, lau. 18. febrúar 2023 kl. 14:00 C-deild karla, riðill 2 Afríka, Hafnir, Hörður Í., KH og Kría. Hafnir ­ KH Nettóhöllin (gervigras), þri. 21. febrúar 2023 kl. 20:00 C-deild karla, riðill 6 Álafoss, Álftanes, RB, Stokkseyri og Vængir Júpiters. RB ­ Álftanes Nettóhöllin, fim. 23. febrúar 2023 kl. 20:00 A-deild kvenna, riðill 2 Afturelding, Breiðablik, ÍBV, Keflavík, Stjarnan og Tindastóll. Keflavík ­ Tindastóll Nettóhöllin, sun. 5. febrúar 2023 kl. 14:00 B-deild kvenna Augnablik, FHL, Fram, Fylkir, Grindavík, Grótta, HK og Víkingur R. FHL ­ Grindavík Fjarðabyggðarhöllin, lau. 25. febrúar 2023 kl. 13:30 Keflvíkingar munu tefla fram mikið breyttu karlaliði frá síðasta tímabili. Aníta Lind Daníelsdóttir er áfram í herbúðum Keflavíkur. FJÓRIR ÍSLANDSMEISTARATITLAR og fjórir Iceland Open meistaratitlar Tvö mót fóru fram helgina 14.–15. janúar á vegum Glímusambands Ís­ lands. Á laugardeginum fór fram Icelandic Open og á sunnudeginum fór Íslandsmótið í hryggspennu fram, eða Backhold eins og það er kallað á erlendri tungu. Keppendur glímudeildar UMFN stóðu sig með mikilli prýði á báðum mótunum og héldu heim hlaðnir verðlaunum. Icelandic Open Á Icelandic Open var keppt í þremur aldurflokkum og sex þyngdar- flokkum í fullorðinsflokki og fjórum þyngdarflokkum í unglingaflokk- unum tveimur. 64 skráningar voru í flokkana á mótið. 14–16 ára Helgi Þór Guðmundsson varð annar í +68 kg flokki 14–16 ára. Mariam Badawy sigraði -64 kg flokk en hún sigraði í sama þyngdarflokki í aldurs- flokknum 17–20 ára. 17–20 ára Rinesa Sopi var þriðja í +70 kg flokki 17–20 ára og Jóhannes Pálsson var annar í +74 kg flokki. Fullorðinsflokkur Í fullorðinsflokkum krækti Jóhannes Reykdal Pálsson í þriðja sætið í +84 kg flokki og Heiðrún Fjóla Reykdal Pálsdóttir sigraði í -75 kg flokki en meiddist lítillega svo að hún neyddist til að draga sig úr keppni í öðrum flokkum. Íslandsmótið í hryggspennu 14–16 ára Íslandsmótið í hryggspennu fór svo fram sunnudaginn 15. janúar. 67 skráningar voru í tíu þyngdarflokka sem skiptust jafnt í fimm karlaflokka og fimm kvennaflokka. Rinesa Sopi byrjaði á því að krækja sér í silfur í +64 kg flokki 14–16 ára stúlkna og Helgi Þór Guðmundsson náði í þriðja sæti í +68 kg flokki drengja. 17–20 ára Rinesa varð einnig önnur í +70 kg flokki 17–20ára en Mariam Badawy gerði sér lítið fyrir og fagnaði Ís- landsmeistaratitli í sama aldurflokki en þyngdarflokki neðar. Jóhannes Reykdal Pálsson varð Íslandsmeistari í +74 kg flokki unglinga með því að sigra fjóra mjög sterka andstæðinga. Fullorðinsflokkur ­84 kg flokkur Ingólfur Rögnvaldsson varð í öðru sæti en hann sneri aftur eftir langt hlé. Hann sigraði tvær viðureignir en þurfti svo að lúta í lægra haldi fyrir Arzhzel Puillandre en þess má geta að Ingólfur var að keppa tvo þyngd- arflokka upp fyrir sig. +84 kg flokkur Jóhannes, sem er aðeins sautján ára, varð annar í +84 kg flokki en hann sigraði þrjár glímur áður en hann var lagður snyrtilega af Einari Eyþórs- syni í úrslitarimmunni en Einar er Evrópumeistari í þessum þyngdar- flokki. Opinn flokkur karla Bæði Jóhannes og Ingólfur komust í undanúrslit í opnum flokki. Jóhannes komst í úrstlitaglímuna um fyrsta sætið en laut aftur í lægra haldi fyrir Mývetningnum Einari Eyþórssyni, Ingólfur meiddist á hendi í keppni um þriðja sætið svo hann þurfti að hætta keppni. ­75 kg kvenna Heiðrún Fjóla Pálsdóttir varð Ís- landsmeistari í -75 kg flokki kvenna eftir að hafa sigrað Tiphaine Le Gall, Evrópumeistara í greininni, í úrslita- viðureigninni. +75 kg flokkur kvenna Heiðrún var nokkuð óheppin þegar dregið var í þennan flokk en hún fékk Thiphaine í fyrstu viðureign sem varð mjög löng og tók mikið úr Heiðrúnu. Heiðrún kláraði viður- eignina með því að leggja Tiphaine á leggjarbragði. Hún sigraði síðan allar viðureignir nema úrslitaviðureignina en hún var lögð þrívegis á sínu eigin bragði af Leu Quilien einni af sterk- ustu fangbragðakonum Bretóníu. Opinn flokkur kvenna Heiðrún lærði af mistökum sínum í +75 kg flokknum og lagði alla sína andstæðinga nokkuð létt enda er hún í allsvakalegu formi þessa stundina. Eftir helgina hafði glímudeildin eignast fjóra nýja Íslandsmeistara- titla, þrjá Iceland Open meistaratitla, átta silfurpeninga og þrjú brons. ÍÞRÓTTIR Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Glímufólkið hlaðið verðlaunum. Jóhannes Reykdal Pálsson Íslandsmeistari í +74 kg flokki unglinga. Ingólfur Rögnvaldsson (l.t.v.) keppti á ný eftir langt hlé og hafnaði í öðru sæti í -84 kg flokki fullorðinna. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir (fyrir miðju) er í allsvakalegu formi þessa stundina. sport

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.