Víkurfréttir - 01.01.2023, Qupperneq 11
Ert þú 60+ og vilt starfa með okkur
í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum?
Vetrarstarfið komið á fulla ferð og ætti
hver og einn að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi til að létta sér lund.
Á Nesvöllum er boðið upp á ýmislegt sér til dægrastytt-
ingar svo sem:
Mánudaga kl. 13.30 Brids
Þriðjudaga kl. 13.30 Bingó
Miðvikudaga kl. 13.30 Spilavist
Fimmtudaga kl. 19.30 Bingó
Föstudaga kl. 14.00 Ýmis skemmtidagskrá.
Auk þess er boðið upp á leikhúsferðir, vor- og haustferðir
um landið og ýmislegt annað sem gleður og kætir.
Meðal annars: Glervinnslu, postulínsmálun og ýmislegt
handverk, dans, boccia, gönguhópa, billjard, sundleikfimi
og leikfimi.
Þegar aldurinn er farinn að nálgast efri ár er upplagt að
spyrja sig hvað vil ég gera og hvernig vil ég eyða mínu
ævikvöldi.
Allir þurfa félagsskap og að umgangast annað fólk.
Við í Félagi eldri borgara bjóðum þig velkomin til okkar.
Til að gerast félagi þá er best að senda póst á netfangið:
gjaldkerifebs@simnet.is
Með upplýsingum um nafn. kennitölu og heimilisfang,
eða í símanúmer hjá Sigurbjörgu í síma 782-9661.
Að lokum vil ég biðja þá sem hafa skipt um heimilisfang
að tilkynna það svo þau fái ný gögn þegar þau koma út,
á netfangið hér fyrir ofan.
Guðrún Eyjólfssóttir,
formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.
Það var kátt á hjalla í Grindavík
laugardaginn 28. janúar en þá
var loksins hægt að halda þorra-
blót. Sökum ásóknar dugði gamla
íþróttahúsið ekki og því var blótið
haldið í fyrsta sinn í nýja salnum,
HS Orku-höllinni. Veislustjórn var
í öruggum höndum Gísla Einars-
sonar, Lalli töframaður sýndi listir
sínar, Sílamávarnir fluttu nokkur lög
en hljómsveitin er eingöngu skipuð
meðlimum þorrablótsnefndarinnar.
Tveir meðlima, Hávarður Gunn-
arsson og Bogi Rafn Einarsson, sáu
um fjöldasöng en rúsínan í pylus-
endanum var hið rómaða skaup-
myndband þorrablótsnefndarinnar.
Það má nánast ennþá heyra hlátra-
sköllin. Kvöldinu lauk svo með dans-
leik hinnar frábæru hljómsveitar
Stuðlabandsins og var varla þurr
þráður á neinum þegar haldið var
heim á leið að kvöldi loknu.
Hávarður Gunn-
arsson er einn
meðlima þorra-
blótsnefndarinnar.
„ Þ að e r m i k i l
ánægja með blótið
sem stækkaði tals-
vert frá því að við
gátum haldið það
síðast en vonandi fengu allir miða
sem vildu fá miða. Við í nefnd-
inni slökum okkur aðeins núna en
samt, maður er strax með eyru og
augu opin fyrir nýjum sketsum en
hópurinn sem myndar nefndina
vinnur einstaklega vel saman. Við
erum orðin ansi rúteneruð í þessu
og núna förum við yfir alla þætti
blótsins, hvað gekk vel og hvað hefði
betur mátt fara,” sagði Hávarður.
Meðfylgjandi myndir tók Ingibergur
Þór Jónasson.
Hlátrasköllin við myndbandinu heyrast nánast ennþáÞorrablót Grindvíkinga haldið með pompi og prakt
Aukinn umferðarþungi vegna
pökkunar á eldislaxi
Umferð vöruflutningabíla og lyftara
mun aukast töluvert í kringum
vinnsluhús Vísis við Hafnargötu
18 í Grindavík næstu vikur. Vísir
hefur tekið að sér nýtt verkefni
við pökkun á eldislaxi og vegna
þess mun aukinn umferðarþungi
liggja um vinnsluhúsið. Áætlað er
að verkefnið muni taka fjórar til
sex vikur.
Vinnsluhúsið er staðsett á Hafnar-
götu 18, á milli Ránargötu og Selja-
bótar austan við saltfiskvinnslu
Vísis og gegnt slökkvistöðinni í
Grindavík. Vegfarendur eru beðnir
um að sýna aðgát og tillitssemi á
svæðinu.
Tvær milljónir í ljósmynda-
sýningu utanhúss
Bæjarráð Grindavíkur hefur sam
þykkt að leggja til við bæjarstjórn
tveggja milljóna króna viðauka á
rekstrareininguna Viðburðardag
skrá/menningarvika vegna ljós
myndasýningar utanhúss. Þetta
kemur fram í nýjustu fundargerð
bæjarráðs Grindavíkur. Þar kemur
fram að sviðsstjóri frístunda og
menningarsviðs hafi setið fundinn
undir þessum dagskrárlið og að
Helga Dís Jakobsdóttir hafi jafn
framt vikið af fundi við umræður
og afgreiðslu málsins.
Öflugasti jarðskjálfti síðasta árs var 5,4 stig í Grindavík
Yfir 36 þúsund jarðskjálftar hafa
verið staðsettir á Íslandi árið
2022, samanborið við rúmlega 50
þúsund árið áður. Veðurstofa Ís
lands greinir frá þessu.
Stærsti skjálftinn varð þann
31. júlí, um 2 km norðaustur af
Grindavík, og var hann sá öflugasti
sem fundist hefur í Grindavík síðan
umbrotin á Reykjanesskaga hófust
árið 2020. Sá skjálfti mældist 5,4
stig.
Fjölmargir skjálftar urðu á Reykja-
nesskaga í tengslum við kvikuinn-
skot við Fagradalsfjall í lok júlí. Í
kjölfar skjálftahrinu í lok júlí braust
út eldgos í Meradölum 3. ágúst en
gosið stóð í um þrjár vikur.
Séð yfir byggðina í Grindavík sem jarðskjálftar hafa ítrekað verið að hrista.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson stendur vaktina
fyrir Víkurfréttir í Grindavík.
Ef þú vilt koma á framfæri efni eða ert með
ábendingu um áhugavert efni sem á erindi við
miðla Víkurfrétta, þá endilega hafðu samband
í gegnum póstfangið sigurbjorn@vf.is
VÍKURFRÉTTIR
vÍkurfrÉttir á SuðurNeSJuM // 11