Víkurfréttir - 01.03.2023, Side 12

Víkurfréttir - 01.03.2023, Side 12
„Þessar íbúðir eru hugsaðar þeim tekjuminni, ef viðkomandi hækkar í tekjum þá þýðir það ekki að honum eða henni sé hent út, leigan hækkar þá bara,“ segir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðs- félags Grindavíkur. Það var kátt á hjalla í Vestur- hópi 61 í Grindavík mánudaginn 27. febrúar en þá afhenti Bjarg fast- eignafélag, tíu leiguíbúðir og voru íbúarnir að byrja koma sér fyrir þegar blaðamaður mætti í heim- sókn. Hörður Guðbrandsson, for- maður Verkalýðsfélag Grindavíkur hefur ýtt á eftir þessu í töluverðan tíma og var glaður í bragði. „Það er mikið ánægjuefni að þessar íbúðir séu nú afhentar, nánast algerlega á áætlun hvað varðar tíma og kostnað. HH smíði frá Grindavík byggði íbúðirnar og ber að hrósa þeim fyrir að stand- ast þær áætlanir sem gerðar voru en fyrsta skóflustungan var tekin í árslok 2021 og framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2022. Um er að ræða tíu íbúðir; tvær tveggja her- bergja, fjórar þriggja, tvær fjögurra og tvær fimm herbergja íbúðir. Bjarg fasteignafélag er óhagn- aðardrifið fasteignafélag, stofnað árið 2016. Fyrstu íbúðirnar voru afhentar árið 2019 og í dag er búið að byggja tæpar þúsund íbúðir vítt og breytt um landið, flestar þó á höfuðborgarsvæðinu. Þessar íbúðir eru hugsaðar þeim tekjuminni og þarf viðkomandi að vera búinn að borga í stéttarfélag í sextán mánuði af síðustu tuttugu og fjórum til að koma til greina sem leigjandi. Ef viðkomandi hækkar í tekjum þá þýðir það ekki að honum eða henni sé hent út, leigan hækkar þá bara. Þetta form af búsetu tíðkast víðs- vegar í kringum okkur á Norður- löndunum og í Evrópu. Eðlilega geta tekjulágir ekki lagt fyrir til að eignast eigið húsnæði en svo er þetta líka valkostur, hvers vegna að vera leggja út fyrir eigin hús- næði, þurfa að lenda í dýru viðhaldi eða slíku, þú veist nákvæmlega að hverju þú gengur. Þegar fjöl- skyldan stækkar þá er möguleiki á að komast úr minni íbúð yfir í stærri, þetta hentar mjög mörgum.“ Óhagnaðardrifið leigufélag Hörður fór yf ir hverjir eiga Bjarg fasteignafélag og hvernig það kom til að íbúðirnar voru að rísa í Grindavík. „Það var ASÍ [Al- þýðusamband Íslands] og BSRB [Heildarsamtök stéttarfélaga starfsmanna í almannaþjónustu] sem stofnuðu Bjarg fasteignafélag árið 2016 en þetta eru stærstu hagsmunasamtök á almenna og opinbera vinnumarkaðnum. Þetta er óhagnaðardrifið leigufélag, mjög góð viðbót við íbúðamarkaðinn hér á Íslandi. Ég tók við formennsku Verkalýðsfélags Grindavíkur árið 2018 og tók fljótlega sæti í full- trúaráði Bjargs í gegnum ASÍ og þar kviknaði hugmyndin að þessum íbúðum hér í Grindavík. Stjórn Verkalýðsfélagsins fjallaði um þetta, við leituðum til bæjar- yfirvalda sem tóku okkur mjög vel, allir eru sammála um að þetta sé gott verkefni og það er sannast hér í dag,“ sagði Hörðum að lokum. „Það er mjög margt spennandi í gangi hér í Grindavík og þótt aðal- atvinnugreinin sé og muni líklega alltaf vera sjávarútvegur, þá eru fjölmörg verkefni að spretta út frá honum, t.d. fyrirtækin Codland og Marine Collagen,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra sem var með skrifstofu sína í Grindavík síðasta fimmtudag. Áslaug Arna tók upp þann sið síðasta haust, að staðsetja skrif- stofu sína vítt og breytt um landið. Fimmtudaginn 23. febrúar var röðin komin að Grindavík og voru fjölmargir bæjarbúar sem heim- sóttu hana á bæjarskrifstofuna í Grindavík. Áslaug nýtti daginn í Grindavík, heimsótti fjölmörg fyrirtæki og fékk betri tilfinningu fyrir því sem brennur á vörum Grindvíkinga. „Þetta verkefni hófst síðastliðið haust, ég fékk tækifæri á að stofna nýtt ráðuneyti en ég held að framtíðin í störfum sé þannig að fólk geti tekið starfið með sér þangað sem það vill. Margir sáu tækifærin í heimsfaraldrinum, að taka vinnuna með sér og þetta er það sem koma skal held ég þar sem það er hægt. Ég tel að það sé mikilvægt gagnvart tækifærum á landsbyggðinni að hafa aukinn sveigjanleika og ríkið má ekki vera eftirbátur í því, þess vegna ákvað ég að ganga fram með góðu fordæmi og prófa þetta sjálf líka, hingað til hefur þetta gefið mjög góða raun.“ Ráðuneyti Áslaugar kemur að starfsemi sem nánast er hægt að finna í hvaða bæjarfélagi sem er á Íslandi, hvort sem um iðnað eða nýsköpun er að ræða og þótt enginn háskóli sé á Suðurnesj- unum eða hvað þá í Grindavík, þá hefur hún fylgst með framgangi Fisktækniskóla Íslands. „Það er mikilvægt fyrir alla byggðaþróun að átta sig á að sú útflutningsgrein sem mun líklega stækka hvað mest á komandi árum er ýmiss konar iðnaður, eins og þekkinga- og hugverkaiðnaður. Alþjóðageirinn er vaxandi og forsenda þess að við náum betri árangri, aukum út- flutningstekjur okkar, náum upp hagvexti og minnkum efnahags- legar sveiflur, er að við höfum fleiri stoðir í samfélaginu. Ég tel þessa stoð nýsköpunar vera mjög væn- lega til árangurs án þess að auð- lindirnar hafi sveiflukennd áhrif á greinina. Þótt Fisktækniskólinn heyri ekki undir mitt ráðuneyti, þá hef ég fylgst með stöðu mála og veit um áskoranirnar sem skólinn stendur frammi fyrir, t.d. varðandi húsnæðismálin. Við eigum að styðja við fjölbreyttari menntun sem undirbýr fólk undir atvinnu- lífið eins og þá sem Fisktækni- skólinn gerir.“ Á s laug he imsótt i e innig Grindina, Vigt, hjá Höllu og Brugg- húsið 22.10. „Einstök upplifun að sjá hvað skemmtileg uppbygging verður í kringum hugmyndir fólks á svæðinu byggða á sterkum grunni eins og við sjáum með trésmiðjuna Grindina. Einstakt handverk og hönnun sem laðar að sér nýtt fólk í samfélagið. Þá er ánægjulegt að það sé gleði með brugghúsbreyt- ingarnar um að geta selt beint frá litlum aðilum,“ sagði hún. Þetta eru ekki fyrstu kynni Áslaugar af Grindavík sem ráð- herra en hún gegndi stöðu dóms- málaráðherra þegar jörð skalf í Grindavík og upp frá því braust út eldgos. „Það er gaman að koma til Grindavíkur í öðrum erinda- gjörðum en síðast þegar ég kom en þá voru miklar áskoranir á sam- félagið. Ég var í miklu sambandi við Almannavarnir, mætti hingað á íbúafund vegna yfirvofandi hættu og var í sambandi við lögregluna vegna þeirrar stöðu sem kom upp. Núna eru tengslin önnur, nær atvinnulífinu, framtíðar at- vinnutækifærum og uppbyggingu, nær fólkinu og sérstaklega unga fólkinu. Ég er ekki frá því að ég verði búin að kynnast Grindavík og Grindvíkingum betur eftir þessi ólíku embættisverk,“ sagði Áslaug Arna að lokum. Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að fjárhæð 1.140.000 vegna hjartastuðtækja á stofn- unum bæjarins. n Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var með skrifstofu sína í Grindavík í einn dag. Margt spennandi í gangi í Grindavík Tíu leiguíbúðir fyrir tekjuminni í Grindavík n Byggðar fyrir Bjarg fasteignafélag á rétt rúmu ári. n Búsetuform sem er þekkt á Norðurlöndum og í Evrópu. GRINDAVÍK Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Kaupa ferðaþjónustubíl fyrir þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar Óskað hefur verið eftir viðauka að upphæð 7,5 milljónum króna til bæjarráðs Grindavíkur vegna kaupa á bíl sem nýtist ferða- þjónustu sem þjónustumiðstöð Grindavíkurbæjar sinnir fyrir félagsþjónustu- og fræðslusvið sveitarfélagsins. Viðaukinn verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé. Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að samþykkja við- aukabeiðnina. Fá aukið stöðugildi fyrir félagsþjónustu Grindavíkur Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt beiðni um aukið stöðugildi í félagsþjón- ustu Grindavíkurbæjar. Óskað var eftir heimild til að ráða í stöðugildi í barnavernd og fé- lagsþjónustu hjá bæjarfélaginu. Bæjarráð hefur falið sviðsstjóra félagsþjónustu- og fræðslusviðs að leggja fram viðaukabeiðni fyrir bæjarstjórn. Eins og kunnugt er af fréttum mun álag á félagsþjónustu sveit- arfélagsins aukast í kjölfar þess að m.a. flóttafólk hefur fengið aðsetur í Grindavík. Hjartastuðtæki á stofnunum Grindavíkur Sigurbjörn Daði Dagbjartsson stendur vaktina fyrir Víkurfréttir í Grindavík. Ef þú vilt koma á framfæri efni eða ert með ábendingu um áhugavert efni sem á erindi við miðla Víkurfrétta, þá endilega hafðu samband í gegnum póstfangið sigurbjorn@vf.is Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Það er ekki amalegt útsýnið úr íbúðunum. 12 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.