Víkurfréttir - 15.03.2023, Qupperneq 16
Mundi
Þetta var sem sagt ekki
hita-fundur í bæjarstjórn!
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan
aðbúnað starfsfólks, uppbyggileg
samskipti og fagleg vinnubrögð.
Framtíðarstarf fyrir traustan aðila
JAFNLAUNAVOTTUN
2022–2025
Hæfniskröfur:
• Ábyrgð og samviskusemi
• Gott vald á íslensku
• Sjálfstæði í vinnubrögðum
• Snyrtimennska og reglusemi
• Jákvæðni, dugnaður, þjónustulund
og hæfni í mannlegum samskiptum
• Reynsla af verslunarstörfum,
stjórnun eða rekstri er æskileg
Verslunarstjóri á Fitjum
Helstu verkefni:
Verslunarstjóri er daglegur stjórnandi
þjónustustöðvar og ber ábyrgð á öllu sem
viðkemur daglegum rekstri.
Hann er leiðtogi sem sem leitast við að öll
samskipti á stöðinni séu góð.
Verslunarstjórinn er góð fyrirmynd,
jákvæður, heiðarlegur, þjónustulundaður og
úrræðagóður.
Verslunarstjóri er til staðar fyrir starfsfólkið
sitt og leysir úr þeim vandamálum sem upp
kunna að koma.
Olís undirbýr opnun nýrrar og glæsilegrar þjónustustöðvar á Fitjum í Reykjanesbæ og við auglýsum
eftir verslunarstjóra. Á stöðinni verða bæði Grill 66 og Lemon mini. Verslunarstjóri ber ábyrgð á
daglegum rekstri þjónustustöðvarinnar og vinnur með samhentum hópi starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 26. mars.
Umsóknir berist til mannauðsstjóra,
rbg@olis.is, merktar „Verslunarstjóri“.
Þó svo að veðrið síðustu daga
bendi ekki beint til þess þá er
heldur betur að vora. Létt geggjun
að segja þetta þegar hvöss norða-
náttin lemur á manni og frostið er
nálægt tveggja stafa tölu! Fyrsti
alvöru vorboðinn í mínum bókum
er Nettómótið í körfubolta sem
fer fram í byrjun mars. Njarðvík-
ingar og Keflvíkingar geta verið
afar stoltir af þeim magnaða við-
burði þar sem þúsundir manna
sækja okkur heim á eitt flottasta
íþróttamót landsins. Seinni vor-
boðinn að mínu mati er úrslita-
keppnin í körfunni. Núna eru rétt
rúmlega tvær vikur í að hún hefjist
og fáeinir deildarleikir eru eftir.
Endaspretturinn í deildinni verður
mikilvægur og spennandi enda öll
liðin okkar hérna í bæjarfélaginu í
toppbaráttu. Karlalið Njarðvíkur
er í öðru sæti, kvennaliðið í því
fjórða og þá tróna Keflavíkurkonur
á toppnum sem stendur. Þá er kar-
lalið Keflavíkur í þriðja sæti þrátt
fyrir að einhverjir tali eins og liðið
sé í fallsæti. Þarna þurfa menn
heldur betur á stuðningi að halda!
Á bak við öll þessi lið starfar her
sjálfboðaliða sem heldur betur
gerir kraftaverk enda rekstur deild-
anna afar krefjandi. Núna þegar
styttist í annan enda tímabilsins
þá treysta liðin á stuðningsmenn
sína sem aldrei fyrr. Það er gríðar-
lega mikilvægt að fólk stígi upp úr
sófanum og mæti á völlinn enda
hvergi betra að vera á þessum árs-
tíma. Liðin þurfa á stuðningi ykkar
að halda og hver einasta króna
skiptir máli. Nú hafa t.d. grillin
verið dregin fram og því hægt að
sleppa að elda og gæða sér á góm-
sætum hamborgara og drekka svo
í sig stemmninguna á vellinum.
Grillaður börger frá einhverju 80’s
legend, klikkar ekki. Mikið fjör er
núna framundan og það er alls ekki
sjálfgefið að halda úti fjórum frá-
bærum liðum í bæjarfélaginu og þá
er ég bara að tala um körfuna. Slíkt
kostar blóð svita og tár. Það verður
bjartara og mun léttara yfir öllu
þegar úrslitakeppnin í körfunni
nálgast og skemmtilegasti tími
ársins að margra mati. Ætla því að
hvetja fólk til þess að fjölmenna á
völlinn, sýna stuðning sinn í verki
og njóta leiksins. Reykjanesbær
er Mekka körfuboltans, Njarðvík
kvenna eru Íslandsmeistarar og
við viljum fleiri titla hingað í vor.
Möguleikarnir eru til staðar og
það eru mun meiri líkur á góðu
gengi þegar húsin eru smekkfull
og stemmningin góð. Þetta starf er
langt frá því að vera auðvelt, sjáum
bara stórveldið KR sem spilar í 1.
deild á næsta tímabili með bæði
sín lið. Eflaust hefur hlakkað í
mörgum hérna fyrir sunnan en
manni finnst það í raun bara sorg-
legt. Hlutirnir gerast ekki að sjálfu
sér og allt kostar þetta mikla vinnu,
stuðningsmenn eru mikilvægasti
hlekkurinn.
Upp með sokkana,
allir á völlinn!
ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON
Vorboðinn
Njarðvíkingar hömpuðu Íslandsmeistarartitli kvenna á síðustu leiktíð. VF/JPK
Safnahelgi á
Suðurnesjum
Hrollkaldur fundur
hjá bæjarstjórn
Hrollkaldur fundur var haldinn í bæjarstjórn
Reykjanesbæjar þriðjudaginn 7. mars síðast-
liðinn. Bæjarstjórn fundar í Merkinesi í Hljóma-
höll og í fimbulkulda síðustu daga féll hitastigið
í fundarsal bæjarstjórnarinnar meira en margir
bæjarfulltrúar réðu við.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar, veitti því bæjarfulltrúum leyfi til að
klæðast yfirhöfnum á meðan fundinum stóð.
Í upptökum frá fundinum má sjá hvern bæjar-
fulltrúann á fætur öðrum koma kappklæddan
í pontu. Kaldasti bæjarfulltrúinn var þó án efa
Trausti Arngrímsson sem í miðri ræðu varð að
fá lánaða leðurhanska bæjarstjórans til að frjósa
hreinlega ekki í hel við ræðuhöldin.
Myndin er skjáskot úr útsendingu fá fund-
inum á Youtube-rás Reykjanesbæjar.
Safnahelgi á Suðurnesjum
verður loks haldin á ný um næstu
helgi, 18. og 19. mars, eftir nokk-
urra ára hlé vegna Covid.
Það er ávallt
mikil gleði sem
fylgir þessari
helgi, þar sem
s ö f n , s e t u r
og sýningar á
Suðurnesjum taka sig saman og
opna dyrnar sínar fyrir íbúum
og gestum svæðisins. Markmiðið
er að kynna þau fjölbreyttu verk-
efni sem unnið er að allt árið
og þá grósku sem fylgir menn-
ingarstarfi á hinum ýmsu starfs-
stöðvum víðs vegar um svæðið.
Safnahelgi á Suðurnesjum er sam-
eiginlegt verkefni allra safna, sýn-
inga og setra á Suðurnesjum sem
liður í því að kynna menningu
á heilu landssvæði fyrir lands-
mönnum öllum og hefur það tekist
vel með aukinni aðsókn árlega auk
þess sem Safnahelgi hefur fest sig í
sessi í svo langan tíma eins og raun
ber vitni.
Safnahelgin í ár er uppfull af
fjölbreyttum og skemmtilegum
viðburðum fyrir fjölskylduna um
allan Reykjanesskagann. Á meðal
þess sem boðið er upp á í ár eru
tónlistaruppákomur, bókakynn-
ingar, kvikmyndasýningar, einka-
söfn og sýningar opna fyrir gesti,
Skessan í hellinum tekur á móti
gestum eftir smá hlé, víkingasýning
og sölubásar, ævintýraveröld í
Þekkingarsetrinu og listasmiðja í
Duus-húsum. Svo er tilvalið fyrir
fjölskylduna alla að taka rúnt um
Suðurnesin og taka þátt í ratleik
sem settur hefur verið upp í tilefni
helgarinnar.
Inn á vefsíðu Safnahelgar á Suð-
urnesjum, safnahelgi.is má finna
alla dagskrá helgarinnar, auk upp-
lýsinga um þau söfn og sýningar
sem taka þátt í ár.