Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Page 10

Handbók fyrir hvern mann - 01.06.1939, Page 10
10 Eignir ber að tilfæra með þeirri fjárhæð, er raunverulega svarar til verðmætis þeirra. Þó ber yfirleitt að tilfæra fast- eignir, skip, áhöld og aðrar eignir, sem ætlaðar eru til stöð- ugrar notkunar við reksturinn, með kostnaðarverði, að frá- dregnum hæfilegum árlegum afskriftum fyrir fyrningu og sliti. Sé frá þessu vikið, skulu reikningamir bera það greini- lega með sér. Kröfur, sem fyrndar eru að lögum, má eigi tilfæra sem eignir á efnahagsreikningi. 12. gr. —• Efnahagsreikningi fylgi greingargerð um allar veðsetningar á eignum hlutaðeiganda, að svo miklu leyti, sem greindur reikningur ber slíkt ekki með sér, ennfremur allar ábyrgðir, er hann hefir tekizt á hendur fyrir aðra. 13. gr. — Eigi má rita í bækur þær, sem fyrirskipaðar eru með lögum þessum — aðrar en frumbækur — með blýanti. Ennfremur eigi skafa út eða gera á annan hátt með ásetningi ólæsilegt það, sem eitt sinn hefir verið í þær skráð, eða rita ofan í skriftina, svo að ólæsilegt verði það, er áður stóð, enda þótt fyrst hafi misritazt af vangá. Þurfi að gera breytingu á því, sem eitt sinn er ritað, skal annaðhvort leiðrétta það með annari innfærslu, er komi til jafnaðar annarsvegar við það, er ofritað var hinsvegar, eða bæti því við, er vanritazt hafði, eða þá þannig, að strika út það, sem rangt varð, án þess að ólæsilegt verði það, er út var strikað, en rita leiðréttinguna milli lína eða á spássíu, eftir því sem bezt hentar. Eigi má rifa eða á annan hátt losa blöð úr þeim innbundn- um bókum, sem fyrirskipaðar eru með lögum þessum. 14. gr. — Skylt er hverjum bókhaldsskyldum að geyma í skipulegri röð öll bréf og símskeyti, er honum berast við- komandi atvinnu hans, og ennfremur að halda eftir sam- riti af öllum þeim bréfum og simskeytum, er hann ritar og sendir öðrum viðkomandi atvinnunni, og geyma eftir sömu reglum.

x

Handbók fyrir hvern mann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Handbók fyrir hvern mann
https://timarit.is/publication/1786

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.