Leyfi til að elska - jan. 2023, Blaðsíða 6

Leyfi til að elska - jan. 2023, Blaðsíða 6
Að vera útilokuð frá mömmu hafði áhrif á alla þætti lífs míns. Ég hef upplifað sorg og missi oft og mörgum sinnum. Ég missti mömmu mína. Ég glataði sambandi við fjölskylduna mömmu megin. Pabbi flutti með mig milli ríkja og úr landi og ég missti tengsl við allt mér kunnuglegt. Mér fannst ég vera stefnulaus. Ég gat ekki séð sjálfa mig í framtíðinni og vissi ekki hvar ég passaði inn í þennan heim. Ég fann fyrir stöðugum innri sársauka án þess að vita hvaðan hann kom. [Seinna missti ég] mömmu mína, hún stytti sér aldur, og seinna í lífinu var ég útilokuð frá mínum eigin börnum. Erfiðast var að enginn í kringum mig hafði skilning á því hvað ég upplifði. Amanda Sillars (úr persónulegu samtali þann 8. apríl, 2021.) Foreldraútilokun er fjölskyldumynstur þar sem barn sýnir öðru foreldri (útilokunarforeldri) hollustu en hafnar hinu (útilokaða foreldrinu) á óréttmætan hátt (Lorandos og Bernet, 2020). Eins og fram kemur í upphafi þessarar umfjöllunar upplifa útilokuð börn verulegan missi á mörgum sviðum lífsins. Hjá börnum sem upplifa foreldraútilokandi hegðun og tilheyrandi missi má sjá margþætt neikvæð áhrif sem geta fylgt þeim til fullorðinsára (Verrocchio o.fl., 2017), þar á meðal er lágt sjálfsmat, vantraust á öðrum, erfiðleikar með að verða sjálfbjarga, vímuefnanotkun, þunglyndi og kvíði (Verrocchio o.fl., 2016). Vísindaleg gögn, sem ná yfir meira en þrjá áratugi, sýna áhrifaþætti og áhrif foreldraútilokunar og hafa leitt til þess að fræðigrein á þessu sviði er vaxandi (Harman o.fl., 2019). Þrátt fyrir að foreldraútilokun hafi mjög djúpstæð og neikvæð áhrif á allt fjölskyldukerfið (Sims og Rofail, 2014) beinir þessi samantekt sjónum sérstaklega að kenningum og rannsóknum sem tengjast þeim missi sem börn upplifa. Fræðilegar tilvísanir eru notaðar til að skýra og stuðla að skilningi á hvernig foreldraútilokandi hegðun veldur þessum missi. F O R E L D R A Ú T I L O K U N E Ð A F R Á H VA R F Foreldraútilokun er frábrugðin fráhvarfi en með því síðarnefnda er átt við réttmæta höfnun á foreldri (vegna illrar meðferðar eða ef uppeldi er verulega ábótavant). Fráhvarf er reyndar sjaldgæft vegna þess að jafnvel börn sem hafa verið beitt ofbeldi af foreldri hafa tilhneigingu til að sýna aukna tengslaþörf (t.d. leita eftir nánd) fremur en að draga úr eða eyðileggja tengsl (t.d. höfnun; Baker o.fl., 2019). Höfnun útilokaðs barns á útilokuðu foreldri (án réttmætrar ástæðu) samræmist þannig ekki meðfæddri þörf barna að viðhalda sambandi við umönnunaraðila sína (Warshak, 2020). F O R E L D R A Ú T I L O K A N D I H E G Ð U N Magn og tíðni foreldraútilokunarhegðunar (t.d. slæmt umtal og samskiptastýring) skapar fjarlægð og samskiptaörðugleika í sambandi barnsins við hitt foreldrið og hana má tengja við aukna höfnun barnsins á því foreldri (Baker og Eichler, 2016; Hands og Warshak, 2011; Johnston o.fl., 2005; Harman o.fl., 2020). Rannsóknir sem skoðað hafa þessa tengingu byggja á greinargóðum lýsingum lækna og meðferðaraðila, sem og þeirra sem hafa persónulega reynslu af foreldraútilokun (Harman o.fl., e.d.). Líklegra er að útilokunarforeldri verði uppvíst að öðrum tegundum ofbeldis (t.d. vanrækslu) fremur en útilokað foreldri (Sharples o.fl., e.d.). Einnig má líta á foreldraútilokandi hegðun sem eina tegund heimilisofbeldis vegna þess hversu gríðarleg neikvæð áhrif hún hefur á alla fjölskylduna (Harman o.fl., 2018). B J Ö G U N Á V E R U L E I K A Foreldraútilokandi hegðun breytir tiltrú til, skynjun á og minningum um útilokaða foreldrið (Baker, 2007; Baker og Ben-Ami, 2011; Baker og Chambers, 2011). Þessi bjögun á raunveruleika næst fram 6 MISSIR SEM BÖRN UPPLIFA VIÐ ÚTILOKUN FRÁ FORELDRI JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.