Leyfi til að elska - jan. 2023, Blaðsíða 7

Leyfi til að elska - jan. 2023, Blaðsíða 7
með kerfisbundinni endurmótun ásetnings hins foreldrisins þannig að jafnvel sárasaklaus hegðun umbreytist í vísbendingar um ótrúverðugleika. Vegna þess að í þessu leynist oft sannleikskorn finnur barnið ekki að því sé stjórnað. Smám saman upprætir útilokunarforeldrið getu barnsins til gagnrýninnar hugsunar og getu þess til að treysta sjálfu sér. Það leiðir til þess að innra líkan barnsins segir að það sjálft og aðrir séu ótrúverðugir og ástlausir (Bretherton og Munholland, 1999) og upplifir þar með aftengingu við bæði innri og ytri reynslu (Bentley og Matthewson, 2020). Upplifun barnsins af aftengingu og ósönnum veruleika eykst þegar útilokunarforeldri endurtaka falska frásögn við þriðja aðila sem hluta af útilokunarherferð sinni. Það er bjögunin á veruleika barnsins sem verður til þess að barnið upplifir sífelldan djúpstæðan missi. Sjá mynd 1. S Í F E L L D U R M I S S I R MISSIR EINSTAKLINGSEÐLIS Vegna þess að útilokaða foreldrið er talið óáreiðanlegt, ástlaust og ótiltækt finnst barninu það þurfa að hafna öllu því sem tengist því foreldri, þar á meðal hluta af eigin sjálfi. Samhliða því ráðskast útilokunarforeldrið með tilfinningar barnsins í þeim tilgangi að skapa óheilbrigða samheldni milli þess sjálfs og barnsins (Poustie o.fl., 2018). Það skapar hugarfarið „við“ (sambandið barn-útilokunarforeldri) gegn „hinum“ (útilokað foreldri og tengdir aðilar; Clawar og Rivlin, 2014). Útilokunarhegðunin felst m.a. í því að koma inn hjá barninu sektarkennd fyrir að tjá jákvæðar tilfinningar í garð útilokaða foreldrisins (Baker og Darnall, 2006; Poustie o.fl., 2018) og mynda bandalag eftir ýmsum leiðum sem gerir barnið háð útilokunarforeldrinu (Verrocchio o.fl., 2017). Þar af leiðandi verður barnið ófært um að sýna eigið frumkvæði og missir af tækifæri til að þroska eigin sjálfsmynd (Poustie o.fl., 2018; Barber og Buehler, 1996). MISSIR ÆSKU OG SAKLEYSIS Fullorðnir sem upplifðu útilokun sem börn, lýsa reynslu sinni sem missi æskunnar. Þar sem of mikill tími og orka fór í að einbeita sér að og forgangsraða þörfum útilokunarforeldrisins (Moné og Biringen, 2012), misstu þeir af reynslu sem er nauðsynleg fyrir sálfélagslegan þroska og aðlögunarhæfni (Baker, 2007; Bentley og Matthewson, 2020; Baker, 2005). Útilokunarforeldri setur barn í stöðu eða hlutverk fullorðins (e. adultification) eða foreldris (e. parentification; Haines o.fl., 2019) þegar það gefur barninu óviðeigandi upplýsingar ætlaðar fullorðnum (t.d. varðandi dómsmál; López o.fl., 2014) eða hvetur barnið til þess að finnast það mega taka ákvarðanir ætlaðar fullorðnum (t.d. varðandi umgengnistíma; Baker og Darnall, 2006). Á sama hátt setur útilokunarforeldrið barn í hlutverk smábarns (e. infantilization) þegar það kemur fram við það eins og það væri mun yngra en það er (Haines o.fl., 2019). Þetta gerist t.d. þegar foreldrið hindrar reynslu sem þroskar sjálfstæði og Bjögun á veruleika Missir sjálfsmyndar Missir æsku og sakleysis Missir sambands við foreldri Missir stórfjölskyldunnar Missir samfélags MYND 1 Birtingarmyndir missis sem útilokað barn upplifir. 7 MISSIR SEM BÖRN UPPLIFA VIÐ ÚTILOKUN FRÁ FORELDRI JENNIFER J. HARMAN O.FL.

x

Leyfi til að elska

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Leyfi til að elska
https://timarit.is/publication/1787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.