Breiðholtsblaðið - 01.01.2023, Page 4
Sigurður Már Helgason tók við starfi prests við
Seljakirkju á liðnu eftir að Bryndís Malla Elídóttir
varð prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.
Sigurður Már er Reykvíkingur fæddur 1990. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010,
stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands en leiðin
lá svo í guðfræðideildina. Sigurður Már útskrifaðist með
mag. theol. próf frá Háskóla Íslands vorið 2020. Hann var
vígður til prestsþjónustu hjá Kristilegu skólahreyfingunni
í mars 2021. Eiginkona Sigurðar Más er Heiðdís Haukadal
Reynisdóttir, verkefnastjóri í rafrænum kennslumálum hjá
Háskóla Íslands. Þau eiga eina dóttur.
Hvaðan er Sigurður uppruninn?
„Ég er ekki Breiðhyltingur en
kem engu að síður úr Reykjavík.
Ég er í minnihluta að því leyti
sem prestur. Margir sem koma í
guðfræðideildina eru utan af land
eða eiga ættir á ýmsum stöðum
vítt og breytt um landsbyggðina.
Ég var einn af þeim fáu sem var
eingöngu úr Reykjavík. Ég hef
heldur aldrei starfað út á landi og
endaði í Breiðholtinu.“ Sigurður
Már er ættaður úr Leitunum í
Austurbæ Reykjavíkur. Fyrst í
Miðleitinu og síðan í Hvassaleitinu.
Þegar hann stofnaði til fjölskyldu
og fór að búa festu hann og kona
hans kaup á íbúð á Grensásveginum
sem er á sama reitnum og Leitin í
borgarbyggðinni. „Við erum fjögur
systkinin og búum öll hringinn
í kringum foreldra okkar sem búa
enn í Hvassaleitinu. Ýmsir kostir
fylgja því að stórfjölskyldan búi
að sama svæði. Stutt að skreppa
á milli og stutt að fá pössun hjá
skyldfólkinu.“
Merkilegt val miðað við
fjölskyldusögu
Sigurður Már valdið guðfræðina
þegar koma að háskólanámi. Hvað
stýrði honum inn á þá braut. Hann
segir valið merkilegt miðað við
fjölskyldu bakgrunn sinn. „Fólk býst
ef til vill einhverri sögu um köllun
sem svar við þessari spurningu. En
í mínu tilfelli er engin slík saga til. Ég
var í Verslunarskólanum. Verslunar-
og viðskiptanám hefur verið hálfgert
fjölskyldusport hjá mínu fólki.
Faðir minn er viðskiptafræðingur
og systkini mín lærðu hagfræði. Öll
þrjú systkini mín starfa banka Ég er
því svarti sauðurinn í þessari hag-
og viðskiptafræðifjölskyldu. Valdi
mér aðra leið.“
Fann mig ekki í fjölskyldu
sportinu
En hvernig kom guðfræðin til.
„Ég byrjaði í viðskiptafræðinni en
fann mig ekki í fjölskyldu sportinu
ef ég orða það þannig. Ég var
meira að leita fyrir mér um hvað ég
ætti að gera. Þótt ég komi ekki úr
kirkjurækinni fjölskyldu þá hef ég
alltaf átt mína trú. Ég er alinn upp
við að bera virðingu fyri trúnni. Ég
fór að rækta trúarvitundina meira
eftir að ég komst á unglingsár.
Þessi ár þegar maður er að
mynda sitt sjálf. Ákveða fyrir hvað
maður vill standa. Þegar ég sá
fram á að ég myndi ekki endast í
viðskiptafræðinni fór ég að horfa
meira í kringum mig og þá var það
guðfræðin sem fór að heilla mig.
Guðfræðinámið er mjög fjölbreytt.
Það byggist meðal annars á
tungumálum og heimspeki, siðfræði
og sálgæslu. Þetta nám er með
marga anga. Það eina sem vantar er
stærðfræðin. Henni er alveg sleppt
í guðfræðináminu. Ég byrjaði á að
taka eitt námskeið. Athuga hvernig
mér líkaði þetta og það varð úr,
ég hélt áfram.
Gallinn við Kaupmanna
höfn er danskan
Sigurður Már og Heiðdís lögðu
lykkju á leið sína á námsárunum
og fluttu til Kaupmannahafnar.
Sigurður stundaði skiptinám
þann tíma. Þau hjónin völdu sér
áfangastað sem þau gátu bæði
verið í námi. Hún í markaðsfræði
en hann í guðfræði. Hann segir að
megin gallinn á Kaupmannahöfn
sé danskan sem nær ómögulegt
sé að skilja. „Ég var svo heppinn
að geta stundan námið að miklu
leyti á ensku. Ég held að ég hafi
lært eina setningu í dönsku. Að
biðja um poka undir innkaupin
„en pose“ í verslunum. Einu sinni
var ég staddur á krá að panta mér
bjór sem hét númer 16. Ég ætlaði
að slá um mig og panta hann á
dönsku. Konan á barnum skildi mig
ekki og vildi greinilega ekki koma
neitt til móts við mig. Svo benti
ég á bjórinn sem ég vildi. „Ahh,
sæksten“ sagði hún þá og ég hafði
borið dönsku töluna fram með of
hörðum hreim. Æ-hljóðið hafði ekki
heyrst nægilega vel. Engin leið er
að ná þessum framburði. Hann er
svakalegur. Þeir eru líka að skipta
4 Breiðholtsblaðið JANÚAR 2023
V i ð t a l i ð
Seljakirkja er ákveðinn þáttur
í félagslífi í Seljahverfi
Sigurður Már Helgason prestur við Seljakirkju.
- segir Sigurður Már Helgason prestur við Seljakirkju