Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 4
4 | | 26. júlí 2022 Þegar árið 1874 gekk í garð, höfðu landsmenn enn ekki ákveðið hvenær, hvar eða á hvern hátt þeir ætluðu að halda alþjóðahátíð sína í minningu um 1000 ára byggingu Íslands og ríkti sú óvissa þannig langt fram á vor. Kirkjustjórnin hafði fyrirskipað guðþjónustugerð um allt land daginn 2. ágúst [sunnudagur] þar sem því yrði við komið. Konung- leg auglýsing hafði verið gefin út um nýja stjórnarskrá. Svo kom auglýsing eftir áskorun Jón forseta Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, er svo væri til ætlast að almennur fundur yrði haldinn á Þingvöllum dagana 5. til 7. ágúst í minningu þess að landið hafði verið byggt í tíu aldir. Ennfremur skoraði hann á full- trúa þjóðvinafélagsins að gangast fyrir því, hver í sínu kjördæmi að tveir fulltrúar yrðu kosnir til að sækja fund þennan fyrir hönd kjördæmisins. Auglýsing þessi var gefin út 13. apríl en kom eigi í sum héruð fyrr en á vorið var mjög liðið. Norðlingar höfðu þá ákveðið 2. júlí en þann dag kom hið forna alþingi venjulega saman. Um þetta rituðu svo norðlingar áskorun til landsbúa er send var víðast um land, en kom svo seint í fjarlægari héruð að henni var engin gaumur gefin, enda höfðu sunnlendingar þá ákveðið að halda hátíðina í ágúst. Varð nokkur kurr í blóðum manna á milli af þessu, en lagaðist þó fljótlega og fastákveðið að halda hátíðina í ágúst nefnda daga þ.e. 5. til 7. þess mánaðar. Þá réðu og af að halda hátíðina heima í sýslunni norðlingar, austfirðingar og nokkrir hreppir á vesturlandi. Til þess urðu og fleiri t.d. Vest- mannaeyjar, sem ákváðu að halda hátíð heima hjá sér og skal henni nú nokkuð lýst eftir því, sem föng standa til. Bjart og logn í Dalnum [Sunnudaginn] 2. ágúst var þessi fyrsta þjóðhátíð haldin í Vest- mannaeyjum inni í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur fyrsti land- námsmaður Vestmannaeyja reisti sér bæ. Veður var bjart og logn í Dalnum sem var prýddur sem föng stóðu frekast til með flögg- um og lyngfegrun. Um hádegis- bilið söfnuðust menn í Dalinn. Voru reist upp mörg tjöld, sem prýdd voru flöggum og snæddu menn þar og drukku kaffi, gengu tjalda í milli í heimsóknir og skemmtu sé á ýmsan hátt. Sumir hófu dans, en aðrir sungu. Ölvun var ekki mikil og skemmtu menn sér hið besta fram á mið- nætti. Munu hafa verið í Dalnum um 400 manns, en allt fór fram með bestu reglu. Þar voru drukkin ýmis minni, t.d. konungsins, 1000 ára byggðar landsins, minni Eyjanna o.fl. Þorsteinn Jónsson læknir mælti fyrir minni konungs en að ræðunni lokinni var skotið níu fallbyssuskotum og varð af hinn ógurlegasti gauragangur svo loft og jörð virtust titra því svo mjög bergmálaði í fjöllum Dalsins. Þá næst mætti Brynjólfur Jónsson prestur að Ofanleiti fyrir minni Ís- lands og þar eftir Þorsteinn læknir fyrir minni Jóns Sigurðssonar og var sungið milli ræðna þeirra af öllum áheyrendum. Matarborð fyrir alla Fyrir hátíðina var búið stórt mat- borð, er matast skyldi við undir beru lofti. Var það hlaðið upp, vel og prýðilega úr blágrýtis stöngl- um og hellum og svo tyrft yfir með hvanngrænum torflengjum. Var borðið að lengd um átta álnir og þrjár að breidd, sporöskjulagað og mjög fagurlega gert. Þarna var svo veittur matur og kaffi en fólk sat umhverfis svo þétt sem frekast mátti verða í gleði og ánægju og naut frambærinna veitingar. Þetta er samkvæmt samtíma heimildum. Þannig var þá fyrsta Þjóðhátíðin hér. Síðan hefur verið haldin hér Þjóðhátíð óslitið á hverju einasta ári utan eitt eða tvö ár í síðustu heimstyrjöld þ.e.a.s. 1914 – 18, en þá var líka hin mesta óánægja ríkjandi hér manna á meðal yfir að hún skyldi ekki vera haldin. Má segja að þjóðhátíð Vestmanna- eyja, sé einhver sú sérkennilegasta hátíð sem haldin er á Íslandi og mun engin önnur sýsla eða hreppur, þorp eða bær landsins halda slíka, enda fræg um allt Ísland. Hefir ekkert byggðarlag haldið þjóðhátíð svo lengi og svo frumstæða. Allir í Dalinn Allir sem vettlingi valda flytja í Dalinn, með borð, bekki og stóla, olíuvélar og kaffiáhöld, ýmisleg matar- og drykkjarföng og búa svo í tjaldi sínu, sem má segja að hver einasta fjölskylda verði að eiga til þess að geta talist hátíðar- hæf, einn, tvo jafnvel þrjá daga. Það er ríkjandi friður, ánægja, gleði og glaumur hjá öllum, sungið og dansað, kynnt bál og flugeldum skotið, hlustað á ræður og guðþjónustu, horft á allskonar íþróttir, menn ganga milli tjalda sem er vel og skipulega fyrirkom- ið, götur skírðar og tjöld tölusett svo hægara sé að finna vini og kunningja. Þeir eru heimsóttir, kaffi drukkið og aðrar veitingar þáðar, undir friðsamlegu samanspjalli. Þessa daga eru öll þrætumál, áhyggjur og vandamál lögð á hilluna, þessa daga er aðeins hugsað um það eitt að gleðja sig og sýna, vera öðrum til ánægju og gleði og Eyjunum til sóma út og inn á við. Þannig hefur þetta gengið allt frá fyrstu tíð og mun gera um ókomin ár. Þjóðhátíð Vestmannaeyja, er orðin svo ævigamall síður og föst í hugsun manna að án hennar geta Eyjamenn ekki hugsað sér neitt sumar. Hún verður að haldast, alveg eins og jólin, enda er hjá mörgum aðeins um þær hátíðir að ræða á árinu. Margt hefir skemmtilegt fyrirkomið á þjóðhátíðinni fyrr og síðar og margt nýstárlegt til skemmtunar haft, en það er svo margbreytilegt frá ári til árs að allt of langt mál yrði að fara út í það. Mesta athygli hefir ávallt vakið skemmtiliðirnir kappróð- ur, bjargsig, glímur, pokahlaup, leggjahlaup, lifandi manntafl og svo síðari ára skemmtanir skátafélagsins. Þetta hafa verið sígildar skemmtanir í sambandi við hátíðina. Boðið inn en tjalddúkurinn fokinn Lifandi manntafl hefir ekki verið teflt hér á síðari árum en fyrr þótti fólki gaman að sjá það. Einu sinni urðu þó dálítil leiðindi í taflinu, þar eð er sá sem biskup var féll fyrir barni sem lék peð. Varð misskilningur, vegna leiks peðsins, en þetta jafnaði sig fljótt, eftir að hrókurinn hafði slegið riddarann út úr taflhringnum og út í tjörn, og kóngarnir rifist rækilega og velst um stund í grasinu. Nú, en hvað um það, taflinu lauk með því að svart sigraði með því að gera hvítt peðsmát (peðsmátar hornskít). Allt endaði vel og menn drukku sáttarskál og minni skák- Árni Árnason símritari Hin fyrsta þjóðhátíð í Eyjum: Ríkjandi friður, ánægja, gleði og glaumur hjá öllum Öll þrætumál, áhyggjur og vandamál lögð á hilluna á þjóðhátíð. Framhald á bls. 6 >>

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.