Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 14
14 | | 26. júlí 2022 Hermann Hreiðarsson, sem nú stýrir meistaraflokki karla í knattspyrnu er borinn og barnfæddur Eyjamaður. Gerði garðinn frægan með ÍBV og hélt ungur í atvinnumennsku í Englandi þar sem hann var í 15 ár. Varð enskur bikarmeistari með Portsmouth 2008, fyrsti og eini Íslendingurinn til að ná þeim árangri. Toppurinn á glæsilegum ferli og þá glödd- ust Eyjamenn. Vinahópurinn var sterkur og lét vita af sér. Vallógengið, peyjar sem á sumrin unnu hjá bænum undir stjórn Sigurðar Jónsson- ar, Sigga Valló og var hópurinn kenndur við hann. „Það voru miklir höfðingjar þarna og eru ennþá, Daði Páls, Rútur Snorra, bræðurnir Hlynur, Hjalti og Steingrímur Jó, Arnar Péturs, Yngvi Bor, Sigurvin Ólafs og Kiddi Gogga. Sindri Grétars var verkstjóri og svo hershöfðinginn sjálfur, Siggi Valló. Allir á kafi í íþróttum, flestir í fótboltanum en Daði, Hlynur og Arnar voru í handboltanum,“ segir Hermann og ábyrgð þeirra var mikil þegar kom að þjóðhátíð. „Við slógum Dalinn og eitt árið slógum við ansi stórum stöfum, Vallógengið í brekkuna þannig að það vissu auðvitað allir hverjir við vorum, vildum við meina. Þetta sást frá tunglinu,“ segir Hermann og hlær. „Það var alltaf mikil stemning fyrir þjóðhátíðinni þegar byrjað var að slá leiðina inn í Dalinn og brekkuna sjálfa. Það átti allt að vera snyrtilegt og glæsilegt fyrir þessa stór- glæsilegu hátíð. Mikil rútína en skemmtileg.“ Öflugur vina- hópur Hópurinn hefur verið mjög öfl- ugur og mikið brallað? „Það var sitt lítið af hverju sem við komum nálægt. Við gerðum ansi margar stuttmyndir og svo tókum við þátt í firmakeppni ÍBV, innan- hússmóti í knattspyrnu á hverju ári. Það var skætingur í mönnum eins og alltaf. Ég veit ekki hvort þú manst það, en sigurhátíðin var alltaf auglýst fyrir mótið til að æsa menn upp. En við stóðum undir nafni og unnum ár eftir ár. Ég held svo að eftir að Vallógeng- ið hætti að taka þátt í mótinu hafi það verið lagt niður.“ Hermann er og verður Týrari og segir Týsþjóðhátíðir hafi skarað langt fram úr Þórsþjóðhátíðum. „Að sjálfsögðu en við vorum í bland Þórarar og Týarar í hópnum þannig að við tókum saman þátt í öllu, sama hvort félagið hélt há- tíðina. Líka þegar kom að því að tyrfa Þórs- og Týs- völlinn. Vallógeng- ið tók þátt í þessu öllu saman enda snerist þetta fyrst og fremst um að bæta og byggja upp íþróttastarfið á Eyjunni sem allir nutu góðs af.“ Og að sjálfsögðu voru þeir í bún- ingum og fóru ekki með veggjum. „Við fórum einu sinni klæddir í glæsilegum sérsaumuðum íþróttagöllum með prentaðri mynd af Sigga Valló og textanum - Er þetta vinnan? Því Hermann Hreiðarsson og fjölskylda hlakka til Þjóðhátíðarinnar: Vallómerkið í Brekkunni sást frá tunglinu Öflugur vinahópur Settu svip á bæinn Fagnsumarið 1995 Þjóðhátíðin það ár sú besta Fjölskyldan, Hermann með Hermann Alex, Jóhann Lárus og Ída, Alexandra með Emil Max og Thelma Lóa. ” Það er líka eftirminnilegt þegar við bárum Sigga Valló inn í Dal í kóngastól og svo fórum við einu sinni klæddir eins og frændi okkar frá Vestmannaeyjum karabíska hafsins, Bob Marley. Ég myndi segja að Yngvi Bor hafi náð honum best. Þessa mynd tók Sigurgeir Jón- asson 26. maí 1996 af Hermanni sem þá var orðinn atvinnumaður í knattspyrnu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.