Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 16
Hann – Hún – Dæturnar tvær – og Afabörnin Fimm ástarsögur og ein strákasaga „Mér er minnistæð Þjóðhátíðin 1982 þegar Stuðmenn voru upp á sitt besta og sáu um skemmt- unina,“ segir Jóna Sigríður sem gift er Viðari Hjálmarssyni. „Ég og Viðar, eiginmaður minn, vorum byrjuð að hittast. Mikið rigndi þessa hátíð og í minn- ingunni gerði það hana enn skemmtilegri. Yfirvaraskeggið var mikið í tísku á þessum árum hjá ungu mönnunum og herðapúðar og ennisbönd alsráðandi hjá okkur stelpunum. Frá þessum tíma hefur gestum fjölgað mjög og sviðið og öll umgjörð stækkað töluvert síðan.“ „Fyrsta þjóðhátíð okkar Geirs saman, Þjóðhátíðin 1992 var einstök. Ég var nýstigin upp úr botnlangaskurði og Geir átti þjóðhátíðarlagið það árið,“ segir Sigþóra en maður hennar er Geir Reynisson. „Ég var mikið með mínum vinkonum, allar í eins íþróttagöllum. Ég var þó rólegri en vant var þar sem saumarnir voru ekki alveg grónir og Geir gekk á milli tjalda með hljóð- snældur til sölu með sínum vinum. Sálin var í aðalhlutverki, ein af uppáhaldshljómsveitun- um mínum og ekki skemmdi að Stefán Hilmars söng lagið hans Geirs líka. Nú erum við orðin amma og afi og vonumst eftir að fá litla mann- inn og foreldrana í heimsókn til að taka þátt í gleðinni með okkur. Á síðustu þjóðhátíð, 2021 mætt- um við í Dalinn á setninguna, við Geir með alla krakkana okkar. Með setningarkaffið með okkur þrátt fyrir að Covid hafi haft af okkur hátíðina annað árið í röð og myndin er tekin af því tilefni. Hvatvísin í mér tók þarna völdin.“ Amman og afinn, Þuríður Kristín Kristleifsdóttir er fædd í Vest- mannaeyjum 24. júlí 1949 og Guðmundur Þorlákur Bjarni Ólafsson fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1947 og leiðir þeirra lágu saman á þjóðhátíð. „Fyrsta þjóðhátíðin okkar var árið 1965. Við kynntumst á laugardeg- inum, síðan eru 57 ár. Þetta var fyrsta þjóðhátíðin sem Gummi kom á, þá 17 ára gamall, en ekki sú fyrsta hjá Þuru, sem hafði verið á þeim öllum frá fæðingu, tveggja mánaða gömul á þeirri fyrstu, og nýorðin 16 ára þegar þau kynnt- ust. Má geta þess að Þura hefur mætt á allar þjóðhátíðir frá því hún fæddist. Margt var öðruvísi í þá daga, ekkert selt inn í Dalinn, en rukkað inn á danssvæðin/pallana. Þá voru auðvitað bekkjabílar sem eru nú ný aflagðir. Tískan var nokkuð al- menn, engin sérstök lína, kannski Bítla ívaf. Hippa tímabilið handan við hornið. Helstu vinsælu lögin á þessum tíma komu frá Bítlunum, Elvis, Herman´s Hermits, Dave Clark Five, Cliff Richard, Rolling Stones, Beach Boys, Byrds, Kinks, Supremes, Hljómum, Dúmbó svo eitthvað sé nefnt,“ segja þau um þjóðhátíðina þegar þau hittust fyrst. 16 | | 22. júní 2022 Hann 17 ára og hún nýorðin 16 Tveimur vikum eftir fyrstu Þjóðhátíðina saman 1965. Með frumburðinum, Jónu Sigríði á þjóðhátíð. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir: Stuðmenn, rigning og með Viðar upp á arminn Viðar og Jóna Sigga, ung og sæt á þjóðhátíð. Sigþóra Guðmundsdóttir: Mættu í Dalinn í fyrra þrátt fyrir Covid Guðbjartur, Guðný, Linda, Guðmundur, Signý, Reynir, Sigþóra og Geir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.