Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 20
20 | | 26. júlí 2022 Eyjakonan Þura Stína hefur verið í hljómsveitinni Reykja- víkurdætur í sex ár, það má kannski segja að hljómsveitin hafi lent á radar allra lands- manna eftir að hafa lent í öðru sæti í forkeppni Eurovision í ár. Það var því mikið gleði- efni fyrir marga að sjá þær tilkynntar sem eitt af stóru nöfnunum í Dalnum í ár. Þura Stína heitir fullu nafni Þuríður Kristín Kristleifsdóttir og er alnafna ömmu sinnar. Þær eru þó aldrei kallaðar annað en Þura Stína. Afi hennar er Guðmundur Þ.B. Ólafsson og foreldrar hennar eru Heiða Önundardóttir og Kristleifur Guðmundsson. Togast í átt að Heimaey „Ég fæddist í Eyjum og bjó þar til sirka fjögurra ára aldurs. Ég er mikil Eyjakona í hjartanu og vildi hvergi annarsstaðar búa þegar ég var krakki. Ég kom öll sumur og aðra til þriðju hverja helgi frá því að ég flutti og hef því eytt miklum gæðatíma í Herjólfi í gegnum ævina. Ég flutti svo aftur til Eyja þegar ég varð eldri og dregst alltaf jafnmikið í áttina að Heimaey. “ Hvað heldurðu að þú hafir komið oft á þjóðhátíð? „Ég held ég hafi nú komið á flestar, ég tók aldrei annað í mál þegar ég var lítil en að fara á þjóðhátíð. Þegar ég var 15 ára fór pabbi með okkur til Spánar og ég held að það hafi verið grátið á heimilinu frá janúar þegar ferðin var bókuð og framyfir þjóðhátíð. Fyrir mér er þjóðhátíð eitthvað sem ég get ekki misst af, ástar- hátíðin í Dalnum með fjölskyldu og vinum. Einu sinni spilaði ég á föstudegi á annarri tónlistarhátíð og kom svo yfir og það var eitt það erfiðasta sem ég hef gert enda föstudagurinn - setningardagurinn sjálfur mikill stórhátíðardagur í minni fjölskyldu og allra Eyja- manna.“ Hornið á Heimakletti í uppáhaldi Það besta við Vestmannaeyjar er sjórinn, ég sæki mjög mikið í sjóinn og líður best þar. Mér finnst gott að hafa hann allt um kring. En uppáhaldið mitt er líka hornið á Heimakletti og innsiglingin, ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég er að sigla inn og sé eyjuna fallegu.“ Hvað finnst þér það besta við þjóðhátíð? „Þjóðhátíð er ekki hægt að lýsa með orðum. Ég hef reynt ótal Eyjakonan og Reykjavíkurdóttirin Þura Stína mætir Dæturnar spenntar að skemmta á Þjóðhátíð ” Fyrir mér er þjóðhátíð eitthvað sem ég get ekki misst af, ástarhátíðin í Dalnum með fjölskyldu og vinum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.