Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2022, Blaðsíða 6
6 | | 26. júlí 2022 Mynd af þjóðhátíð frá fyrri hluta síðustu aldar. listarinnar. Mér dettur í hug eitt einkenni- lega skemmtilegt atvik. Veðrið hafði spillst á hátíðinni, rokhvesst og rignt svo fólk varð að flýja Dalinn, tjöld rifnuðu mikið og allt varð í mesta fári um nóttina. Morguninn eftir gekk maður einn inn í Dal að líta eftir tjaldi sínu og dóti. Það var enn rigning nokkur, en komið logn. Sér hann þá hvar tveir menn sitja inni í einu hústjaldsgrindinni, sem var það eina er eftir var af tjaldinu, sitja þar við borð og drekka [tvímenn- ing]. Óðar er þeir koma auga á aðkomumann kalla þeir til hans: „Blessaður vertu ekki að standa úti í rigningunni, komdu inn í tjaldið og fáðu þér glas með okk- ur“. Já, ekki vantaði gestrisnina en skjólið vantaði alveg því grindin var tjaldlaus! (Úr bókinni Eyjar og úteyjalíf (2012)). „Lúðrasveit Vestmannaeyja gerir sig klára enn eitt árið að taka þátt í þjóðhátíð, líkt og sveitin hefur gert undanfarin ár frá árinu 1939. Arfleifð Oddgeirs og félaga er sterk og ber þess sérstaklega merki í kringum þjóðhátíð, enda Oddgeir stofnandi og stjórnandi Lúðrasveitarinnar ásamt því að hafa samið öll þjóðhátíðarlög fram til ársins 1968, tveimur árum eftir að hann féll frá,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi sveitarinnar. „Það er á okkar ábyrgð að halda á lofti þessari arfleifð og þeim mikla menningararfi sem í henni liggur. Því höfum við ekki látið um okkur spyrjast að mæta ekki í Herjólfsdal á þjóðhátíð. Má þá einu gilda hvort heimsfaraldur eða hvað annað hamli öðrum hátíðahöldum. Lúðrasveitin mætir í Dalinn og spilar kl.14:30 í tilefni þjóðhátíðar. Það gerðum við í fyrra og árið þar á undan.“ Jarl segir að oftar en ekki sé fyrsti flutningur þjóðhátíðar- lagsins í Herjólfsdal í höndum Lúðrasveitarinnar. „Yfirleitt hefur þjóðhátíðarlagið verið útsett fyrir Lúðrasveit og höfum við þá spilað það. Hæg voru heimatökin fyrstu árin þegar Oddgeir hafði þetta allt á sinni könnu. Hefð er fyrir því að Lúðrasveitin spili lög sem eiga stórafmæli þannig að í ár má búast við að heyra lög hljóma þar sem ártalið endar á tveimur. Má þar nefna lög eins og „Ég veit þú kemur“ og „Þar sem hjartað slær“. Hvort lag ársins hljómar einnig kemur í ljós þegar þar að kemur. Það er alltaf mikil tilhlökkun fyrir hátíðinni.“ Lúðrasveitin er yfirleitt vel mönnuð þennan dag, enda margir félagar sveitarinnar sem búa á fastalandinu og eru komnir til Eyja yfir helgina. Einnig hefur það tíðkast að hljóðfæraleikar- ar almennt sækist eftir að spila með við þetta tækifæri, enda fáar stundir jafn töfrum gæddar og setning Þjóðhátíðar. „Við erum stolt af því að eiga þátt í að viðhalda föstum liðum Þjóðhátíðar sem gæða hana þeirri sérstöðu sem skilur hana frá öðrum útihátíðum landsins. Hvítu tjöldin, brekkusöngurinn, skreytingarnar, brennan, fjöl- skyldustemningin o.fl. eru allt atriði sem kannski selja ekki endi- lega flesta miðana, en gera hátíð- ina að því sem hún er. Setningin með sínum hefðbundnu atriðum, Lúðrasveit, Kór Landakirkju, blessun og ávörpum er einnig hluti af þeirri sérstöðu sem hátíðin okkar hefur. Undanfarin ár hefur aftur færst í vöxt að fólk mæti prúðbúið á setn- inguna og hefur fjöldinn aukist ár frá ári. Það er virkilega ánægju- lega þróun. Við hlökkum til að sjá sem flesta á setningu Þjóðhátíðar í ár,“ sagði Jarl að endingu. Lúðrasveit Vestmannaeyja verður á sínum stað í Dalnum: Okkar ábyrgð að halda á lofti þessari arfleifð Það var fámennt í Herjólfsdal á Þjóðhátíðinni 2021 en Lúðrasveit Vestmannaeyja lét sig ekki vanta.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.