Vesturbæjarblaðið - jan 2023, Qupperneq 9
9VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2023
Líf og fjör á Vesturbæjarblóti
Mikið líf og fjör í Vesturbænum
þegar þorrablót Vesturbæjar fór
fram með glæsibrag í Frostaskjólinu
á sl. laugardagskvöld.
Guðmundur Benediktsson, betur
þ ekktur s em Gummi B en st ýrði
gleðskapnum sem fór vel fram þrátt fyrir
að um 900 manns hafi komið saman
til að taka forskot á þorrann tæpri viku
fyrir bóndadag. Sóli Hólm hélt fjörinu
gangandi þar til hljómsveitin Bandmenn
tók við ásamt Sölku Sól og dönsuðu
Vesturbæingar fram eftir nóttu.
Er kominn tími til
að gera eitthvað?
Ný námsleið og námskeið hjá Hringsjá
Hringsjá býður úrval af öðru-
vísi og spennandi námskeiðum
sem hafa hjálpað mörgum að
komast aftur eða í fyrsta sinn
af stað til meiri virkni, meiri
lífsgæða og fleiri valkosta í
námi eða starfi.
Upplýsingar og skráning
í síma 510 9380 eða
á staðnum að Hátúni 10d.
Heimasíða: www.hringsja.is
Netfang: hringsja@hringsja.is
Facebook: facebook.com/hringsja
Daglegt líf með ADHD
Aukin þekking og skilningur á ADHD. Betri leiðir til að
takast á við algenga erfiðleika sem oft fylgja ADHD
eins og til dæmis skipulagsvanda, frestun, tímablindu,
hvatvísi og gleymsku.
Geðheilsa og lífsgæði
Kenndar leiðir til að bæta líðan og lífsgæði með
árangursríkum hætti.
Ná betri tökum á reiði
og öðrum tilfinningum
Fræðsla um reiði, líkamleg einkenni hennar,
hugsanir og aðrar erfiðar tilfinningar. Kenndar eru
leiðir til að ná tökum á erfiðum hugsunum,
tilfinningum og viðbrögðum.
Matsbraut – ný námsleið
Tveggja mánaða námsleið fyrir þá sem þurfa að auka
daglega virkni og sem stefna á nám. Dagskráin miðar
að því að styrkja sjálfsmynd þátttakenda og stuðla að
jákvæðu viðhorfi til náms eða starfs. Nálgun er
einstaklingsmiðuð og efnistök fjölbreytt.
Ég heiti
Svala Breiðfjörð
Arnardóttir
Ég er löggiltur bókari
hjá Hringsjá náms- og
starfsendurhæfingu.
Ég var nemandi í
Hringsjá náms- og
starfsendurhæfingu.
„Hringsjá breytti lífinu til hins betra.
Í dag er ég í draumastarfi og elska
að vakna á morgnana.“
STUÐ
STUÐ
0
STUÐ
1
» Þarf stærri heimtaug?
» Hvaða lausn hentar best?
» Er kerfið búið álagasstýringu?
» Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi?
Er hleðsla rafbíla
hausverkur
í húsfélaginu?
Við aðstoðum við að leysa málið með
hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi
Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag
rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun.
Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir.
thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is
Mikill kvennablómi einkenndi þorrablótið.
Almennings
sam göngur sem
virkur ferðamáti
Gera má ráð fyrir að notkun á almenningssamgöngum sem
virkum ferðamáta muni aukast með tilkomu Borgarlínu. Aukin
notkun almenningssamganga hefur jákvæð áhrif á bæði andlega
og líkamlega heilsu og fækkar ótímabærum dauðsföllum., segir
í frétt um lýðheilsumat frá fyrstu lotu Borgarlínu. Þá megi gera
ráð fyrir að Borgarlínan bæti aðgengi að ýmsum áfangastöðum
og þjónustu og auki félagslega samheldni og jöfnuð. Góðar og
aðgengilegar almenningssamgöngur geta komið í veg fyrir
einangrun og útilokun ákveðinna hópa.
Bent er á að Reykjavíkurborg sé leiðandi í lýðheilsumálum og
meðal aðgerða í lýðheilsustefnu borgarinnar sé innleiðing og þróun
lýðheilsumats. Í samstarfi við Betri samgöngur var ákveðið að
framkvæma fyrsta framsýna lýðheilsumatið á Íslandi, á fyrstu lotu
Borgarlínunnar í Reykjavík. Verkefnið var styrkt af Lýðheilsusjóði.
Markmiðið með lýðheilsumatinu var að kanna hvernig innviðir
Borgarlínu og nýtt leiðanet almenningssamgangna getu hámarkað
jákvæð áhrif á lýðheilsu og lágmarkað neikvæð áhrif. Var það gert
með því að kanna hvernig Borgarlínan mun nýtast hinum almenna
fullorðna íbúa í Reykjavík og hvernig hún nýtist íbúum sem eru
annað hvort háðir núverandi samgöngum eða geta ekki nýtt þær,
meðal annars börn og ungmenni, fatlað fólk, eldri borgarar og íbúar
af erlendum uppruna. Þá var skoðað hvernig Borgarlínan mun nýtast
þeim sem starfa við og sækja þjónustu Landspítala við Hringbraut,
Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Til þess að fólk nýti sér
Borgarlínuna þarf hún að vera aðgengileg og í lok lýðheilsumatsins
eru helstu niðurstöður þess settar fram í formi ráðlegginga til þeirra
sem koma að hönnun, framkvæmd og rekstri Borgarlínunnar. Snúa
þær meðal annars að aðstæðum á borgarlandi, á Borgarlínustöðvum
og í vögnunum sjálfum.
Stjórn Betri samgangna ohf., ásamt Bjarna Benediktssyni,
f jármála- og efnahagsráðherra og Davíð Þorlákssyni,
framkvæmdastjóra Betri samgangna við undirritun samningsins.
Gunni Ben og Sóli Hólm héldu uppi fjörinu á þorrablótinu.