Vesturbæjarblaðið - Jan 2023, Page 11

Vesturbæjarblaðið - Jan 2023, Page 11
Ný vél hefur verið sett um borð í gamla dráttarbátinn Magna II. Hollvinasamtök Magna hafa unnið að því frá árinu 2017 að koma bátnum í sama ástand og hann var í þegar Stálsmiðjan í Reykjavík lauk við smíði hans 1954. Vélin sem sett var í bátinn er af árgerð 1968 og var í fullum rekstri þar til fyrir þremur árum. Hún kostaði 400 þúsund danskar krónur eða jafnvirði 7,5 milljóna íslenskra króna. Báturinn Magni var fyrsta stálskipið sem smíðað var hér á landi. Það var smíðað eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar skipaverkfræðings og fyrrum skipaskoðunarstjóra. Saga dráttarbáta Reykjavíkur­ hafnar nær langt aftur. Í riti Guðjóns Friðrikssonar um 100 ára sögu hafnarinnar kemur fram að mönnum varð ljóst á fyrstu árunum eftir að hún var fullgerð árið 1917 að brýn nauðsyn væri að kaupa kraftmikinn dráttarbát. Aflað var tilboða í nýsmíði en kostnaðurinn var talinn of mikill. Um áratugur leið þar til fyrsti dráttarbáturinn kom til Reykjavíkur og fékk nafnið Magni. Síðan þá hefur verið hefð hjá höfninni að nefna öflugasta dráttarbátinn því nafni. Nokkrir dráttarbátar hafa því borið þetta nafn. Nú er nýr Magni kominn í flotann. Hann var smíðaður í Víetnam og er langöflugasti dráttarbátur sem Reykjavíkurhöfn/ Faxaflóahafnir hafa eignast. Stærri skip hafa kallað á að öflugri dráttarbátar verði til taks. Nýr Magni lagði af stað frá Víetnam til Íslands hinn 19. október sl. og sigldi til Rotterdam. Hann lagði af stað til Íslands strax eftir áramótin og kom til í Reykjavíkur um miðjan janúar. Báturinn hafði þá lagt að baki rúmlega 10.000 sjómílna siglingu. Hinn nýi dráttarbátur er 32 metra langur og 12 metra breiður. Hann er með tvær 2.025 kW aðalvélar sem samanlagt gefa 6.772 hestöfl. Togkraftur verður 85 tonn fram og 84 aftur. Er það helmingi meiri togkraftur en núverandi Magni hefur og sá sami og samanlagður kraftur allra fjögurra núverandi báta Faxaflóahafna. Ákveðið hefur verið að núverandi Magni fái nafnið Haki. Fyrsti Magni var keyptur í Hamborg. Hann var átta ára og kom til Reykjavíkur árið 1928. Hann var knúinn 325 hestafla gufuvél. Magni 1 var í notkun fram á sumarið 1955 en var þá gerður að flotbryggju fyrir hafnsögubátana. 11VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2023 Magni II að komast í upprunalegt ástand - nýr Magni kominn til hafnar Nýi Magni er hið glæsilegasta skip og tilbúinn að mæta nútíma kröfum. Í Þorraseli er jafnan magt um að vera. Sérstök áhersla er lögð á að eiga góða daga í desember. Þá koma listamenn á öllum aldri í heimsókn og gleðja gesti meðal annars með söng. Í desember var farið í heimsókn í Neskirkju þar sem boðið var uppá smákökur og heitt súkkulaði. Jólagleði var haldin 9. desember. Þar kom Salka Sól og söng við undirleik Jónasar Þóris og gómsætur matur var borinn fram. Árið 2023 byrjaði með miklum krafti, en þá var meðal annars farið í Hörpu til að hlusta á Vínartónleika í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þessar ungu stúlkur voru á meðal þeirra sem skemmtu fólki í Þorraseli í aðdraganda jóla. Listamenn skemmtu í Þorraseli fyrir jólin Elsti Magni frá 1928. Nýja vélin sett niður í Magna annan.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.