Vesturbæjarblaðið - Jan 2023, Page 14

Vesturbæjarblaðið - Jan 2023, Page 14
14 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2023 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Góð mæting var og mikil ánægja skein út úr augum gesta á Þrettándahátíð Vesturbæjar sem haldin var 6. janúar sl. Dagskráin var nokkuð hefðbundin þ.e. sungin nokkur lög undir stjórn Sveins Bjarka við Melaskóla, skrúð ganga þaðan að Ægisíðunni í fylgd lögreglu og svo brenna og flugeldasýning í framhaldinu. Vöfflubíllinn var á staðnum og seldi mikið af vöfflum, en allur ágóði af sölunni rann í „Örninn“ sem er minningar og styrktarsjóður. Skipuleggjendur, sem voru forsvarsmenn í foreldrafélögum Melaskóla, Vesturbæjarskóla, Hagaskóla og Grandaskóla ásamt Vesturmiðstöð vilja þakka öllum kærlega fyrir komuna og um leið þakka þeim aðilum sem styrktu þessa hátíð með einum eða örðum hætti. Mikil ánægja á þrettánda­ hátíð Vesturbæjar Dansskóli Birnu Björns hélt upp á 25 ára afmæli skólans í ár. Við gerðum mjög margt skemmtilegt á árinu. Héldum árlegu danskeppnina okkar, Dansfárið. Settum upp Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu. Dansdeild og söngleikjadeild leiða þar sýningarnar okkar með dansi söng og leiklist. Við fórum einnig á heimsmeistaramót í dansi á Spáni með nokkur frábær atriði og náðum við frábærum árangri. Dansskólinn er með æðislegar dans æfingarbúðir á sumrin og mæta nemendur skólans þangað í frábæra danstíma hjá ýmsum kennurum í dansi, leiklist og söng í fimm daga. Fyrir utan æfingarnar þá er farið í sund daglega – tekin upp dansmyndbönd – skemmtilegar kvöldvökur og útileikir og margt fleira. Í fyrra komust færri að en vildu. Ár hvert fórum við líka í okkar frábæru dansferð til London. Þar dönsum við hjá þekktum danshöfundum í mörgum dansskólum, förum á söngleiki og njótum þess að vera saman. Félagslífið í dansskólanum okkar er algjörlega til fyrirmyndar og bjóðum við upp á marga viðburði á ári hverju til að styrkja félagstengslin. Kennsla hófst á nýju ári 9. janúar og er enn hægt að bæta við nýjum nemendum. Við skólann starfa 25 kennarar en allir okkar kennarar eru með menntun og mikinn bakgrunn í dansi, söng og leiklist. Margt að gerast í Dansskóla Birnu Björns Logar glatt í bálkesti á Ægisíðu. Jólin skotin burt á þrettándakvöldi. Rakaskemmdir og mygla hafa nú fundist í alls 28 leikskólum, g r u n n s kó l u m o g f r í s tu n d a ­ h eimilum á þ e ssu ári . Eitt nýjasta dæmið er Grandaborg. Í minnis blaði sviðsstjóra skóla­ og frístundasviðs um Grandaborg segir að skolprör hafi farið í sundur og þaðan borist skolpmengað loft upp í húsnæði leikskólans. Í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kemur fram að aðalorsök slæmra loftgæða á leikskólanum hafi verið skriðkjallari u n d i r hú s i nu o g h ö n nu n á loftræstikerfi. Enn fremur hafi komið í ljós að skolprör hafði farið í sundur vegna þess að húsið hafi sigið á liðnum árum. Þar af leiðandi hafi skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum. Loftræstikerfið blæs svo lofti úr kjallaranum upp í húsnæði leikskólans. Í kjölfar þessa var ákveðið að loka leikskólanum og í október var starfsemin flutt á þrjá staði. Foreldrar óskuðu eftir að starfsemi leikskólans yrði færð á einn stað og í nærumhverfi leikskólans. Ekki tókst að finna hentugt húsnæði í Vesturbænum þar sem hægt var að koma allri starfsemi Grandaborgar fyrir. Grandaborg er einn þeirra Leikskólinn Grandaborg við Boðagranda. Rakaskemmdir fundist í 28 leik- og grunnskólum

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.