Feykir


Feykir - 05.01.2022, Qupperneq 3

Feykir - 05.01.2022, Qupperneq 3
Þeir eru fáir jafn duglegir og Valli á Blönduósi, eða Valdimar Guðmarsson, áður bóndi í Bakkakoti, að tala bæinn sinn upp með jákvæðum fréttum og ýmsum frásögnum úr bæjarlífinu. Oft hefur fylgt með að Blönduós sofi aldrei enda margt í gangi sem vert er að minnast á. Fyrir þessa eljusemi sína fékk Valli jólagjöf sem hitti sannarlega í mark. Blönduós sefur aldrei Afinn fékk bol með kjörorði ársins Blönduós sefur aldrei, eru kjörorð Valla á Blönduósi og nú getur hann klæðst þeim honum til mikillar gleði. MYND AÐSEND Á Facebook-síðu sinni birtir Valli mynd af sér í bol sem hann fékk í jólagjöf frá afastelpunni sinni, Stefönu Björgu Guð- mannsdóttur, 13 ára nemanda í Blönduskóla, sem fékk þá bráð- snjöllu hugmynd að útbúa bol með kjörorðum afans: Blöndu- ós sefur aldrei! „Þrátt fyrir að Stefana sé nú mest í marki þá hitti hún beint í mark með jólagjöfina fyrir afa sinn,“ skrifar Valli á Facebook. Í samtali við Feyki segist hann hafa notað þetta kjörorð, Blönduós sefur aldrei, á því ári sem er að líða og hefur tengt það við þær miklu framkvæmdir sem hafa átt sér stað á staðnum, bæði litlar og stórar. Hann hafi því orðið mjög glaður þegar hann fékk í jólagjöf frá einu afa- barninu bol með þessari fínu áletrun; Blönduós sefur aldrei. /PF Jólahúnar í Húnavatnssýslum Láta gott af sér leiða Jólahúnar héldu fyrir jólin tónleika á Blönduósi og Hvammstanga sem tókust vel en með kjörorð Skúla heitins á Tannstaðabakka, Samstaða og kærleikur, að leiðarljósi, rann allur ágóði af tónleikunum til góðgerðarmála. Í Fésbókarfærslu Elvars Loga Friðrikssonar, sem var í hópi þeirra sem tóku við Jólahúna-keflinu af Skúla, kemur fram að þetta árið söfnuðu Jólahúnar einni milljón króna. Stærsti hlutinn rann til Margrétar Eikar Guðjónsdóttur sem fór í krabbameinsaðgerð og sýndu sveitungar hennar stuðning í verki. Einnig nutu Orgelsjóður Blönduóskirkju og Minningar- sjóður Erlu Bjarkar Helgadóttur góðs af því sem safnaðist. „Ég er rosalega stoltur og ánægður með alla sem gerðu þessa tónleika báða frábæra,“ segir Elvar Logi. /ÓAB Jólahúnarnir Elvar Logi og Kristinn Rúnar Víglundsson afhenda Margréti styrkinn. MYND AF FACEBOOK Álagning fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2022 Álagning – breytingar – innheimta Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is Álagningarseðlar Álagningarseðlar fasteignagjalda verða ekki sendir bréfleiðis nema þess sé óskað. Vinsamlegast sækið um það fyrir 14. janúar 2022. Allir gjaldendur, lögaðilar og einstaklingar, geta nálgast rafræna útgáfu álagningarseðilsins í Íbúagáttinni og á vefsíðu island.is undir „Mínar síður“ Gjalddagar Gjalddagar fasteignagjaldanna verða níu frá 1. febrúar til og með 1. október 2022. Hægt er að fá að greiða öll gjöldin á einum gjalddaga 1. maí 2022 eða fyrr séu þau jöfn eða umfram 25.000 kr. Sækja verður um það fyrir 14. janúar 2022. Greiðslumátar. Beingreiðslur Innheimtur greiddar með beingreiðslum af bankareikningum greiðenda. Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í viðkomandi banka til að virkja þennan kost.. Boðgreiðslur Tilkynna þarf til sveitarfélagsins ef óskað er eftir að greiða fasteignagjöld með kreditkorti. Þetta á einungis við þá sem eru í fyrsta sinn að óska eftir þessum greiðslumáta fasteignagjalda. Óska þarf eftir breytingu á greiðslumáta fyrir 14. janúar 2022.. Greiðsluseðlar í tölvupósti. Greiðsluseðill sendur í tölvupósti og birtist einnig í heimabönkum. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á netfangið innheimta@skagafjordur.is sé þess óskað fyrir 14. janúar 2022.. Greiðsluseðlar Innheimtur greiddar með heimsendum greiðsluseðlum. Hvatt er til þess að aðrir greiðslukostir séu notaðir. Elli- og örorkulífeyrisþegar Lækkun fasteignaskatts á íbúðum tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega eru reiknuð við álagningu til bráðabirgða og er stuðst við tekjur samkvæmt skattframtölum 2021 vegna tekna ársins 2020. Endanlegur útreikningur fer fram þegar álagningu 2022, vegna tekna ársins 2021 er lokið. Afslátturinn er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna skv. skattframtali 2022. Ekki er þörf á að sækja um þennan afslátt. Frekari upplýsingar Frekari upplýsingar eru veittar á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið innheimta@skagafjordur.is eða hringja í síma 455 6000. Sauðárkróki 5. janúar 2022, sveitastjóri Sú hugmynd kom upp í haust að halda, að sænskri fyrirmynd, Lúsíuhátíð á Hvammstanga en áætlunin fór á annan veg en lagt var upp með í upphafi, vegna aðstæðna sem allir þekkja. En útfærslu hátíðarinnar var breytt í samræmi við sóttvarnir og reyndist mjög vel en þetta var í fyrsta skiptið sem Lúsíuhátíð er haldinn á Hvammstanga. „Með þessa reynslu að baki hlökkum við til að halda alvöru Lúsíuhátíð næsta ár og óskum öllum íbúum í héraði gleðilegra jóla og margra bjartra og skínandi daga á árinu sem er að koma,“ segir Kathrin Schmitt sem sendi Feyki myndband sem hægt er að nálgast á Feykir.is. Til stóð að hátíðin færi fram þann 13. desember, á degi heilagrar Lúsíu, en breyttist vegna sóttvarnaaðgerða og sam- einaðist sérstökum jólatónleik- um sem Karlakórinn Lóuþrælar hélt í Hvammstangakirkju. Krakkarnir, sem brugðu sér í Lúsíugervi og stjörnustrák, voru allt frá leikskólaaldri og upp í 5. bekk og segir Kathrin að stefnt verði á að halda hátíðina að ári en þá í stærri útgáfu. Hún segir að hin sænska Eva-Lena Lohi hafi átt hugmyndina að hátíð- inni, séð um alla búninga og framkvæmd en án hennar hefði þetta ekki orðið að veruleika. Vill hún að lokum þakka öllum sem tóku þátt og hjálpuðu til. /PF Húnaþing vestra Fyrsta Lúsíuhátíðin Glæsilegar Lúsíur og einn stjörnustrákur á Hvammstanga. MYND: EVA-LENA LOHI

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.