Feykir - 26.01.2022, Qupperneq 3
AÐSENT | Frá sveitarstjórn Skagafjarðar
Í lok apríl 2021 hófust
óformlegar viðræður milli
sveitarfélaganna Skagafjarðar
og Akrahrepps um samein-
ingu sveitarfélaganna tveggja.
Sveitarfélögin hafa alla tíð átt í
umfangsmiklu samstarfi um
ýmsa þjónustu og því þóttu
viðræðurnar eðlilegt framhald
á nánu og vaxandi samstarfi
sveitarfélaganna undan-
farin ár.
Í kjölfarið var ákveðið að hefja
formlegar viðræður þar sem
hvort sveitarfélag tilnefndi
fimm fulltrúa í samstarfsnefnd.
Vinna fulltrúanna hefur eink-
um falist í faglegu mati á kostum
og göllum og þeim tækifærum
sem kunna að felast í samein-
ingu sveitarfélaganna tveggja.
Kortlögð var sú uppbygging
sem ráðast þarf í til að styrkja
samkeppnishæfni og búsetu-
skilyrði samfélagsins alls í
Skagafirði.
Undirrituð voru kosin til að
vinna að verkefninu fyrir hönd
Sveitarfélagsins Skagafjarðar og
sitja í samstarfsnefndinni sem
hefur farið yfir alla málaflokka
sem snerta stjórnsýslu sveitar-
félaganna sem og áhersluatriði
gagnvart stjórnvöldum. Þá hafa
íbúafundir verið haldnir sem
jafnframt var streymt á Face-
book-síðum sveitarfélaganna
beggja þar sem kynnt var vinna
og niðurstöður eftir yfirferð
málaflokkanna.
Sameiningu sveitarfélaganna
tveggja fylgir um 730 milljón
króna fjárframlag frá Jöfnunar-
sjóði sem sveitarfélögin eru
sammála um að nýta til að hraða
uppbyggingu skólamannvirkja
í Varmahlíð eins og kostur er.
Þannig væri hratt og örugglega
hægt að bæta verulega aðstæður
til náms og vinnu, og styrkja
þann grundvöll sem skólarnir í
Varmahlíð eru fyrir fram-
héraðið. Þetta framlag, til
viðbótar góðri rekstrarstöðu,
þýðir að geta sameinaðs
sveitarfélags til að viðhalda
eignum og sinna nýfram-
kvæmdum annars staðar í hér-
aðinu verður um leið meiri.
Hafa ber í huga að nýtt og
sameinað sveitarfélag verður
fjölmennasta dreifbýlissveitar-
félag landsins með um þriðj-
ung íbúa í dreifbýli og tvo þriðju
hluta íbúa búsetta í fimm
þéttbýliskjörnum vítt og breytt
um héraðið. Sameinað sveitar-
félag allra Skagfirðinga mun
hafa sterkari rödd og meiri
slagkraft til að koma hags-
munum íbúa í dreifbýli sem
þéttbýli og atvinnulífs í Skaga-
firði á framfæri við stjórnvöld.
Sameinað sveitarfélag hefur
alla burði til að veita góða
þjónustu og ástunda faglega og
skilvirka stjórnsýslu sem kallar
eftir sjónarmiðum íbúa með
skipulögðum og markvissum
hætti, t.d. með beinni þátttöku
íbúa í ákvarðanatöku um ein-
stök mál, með skipulögðum
íbúafundum eða einhvers kon-
ar íbúa- eða hverfisráðum.
Niðurstaða okkar eftir þessa
vinnu er sú að við hvetjum íbúa
beggja sveitarfélaga eindregið
til að kjósa með sameiningu
þeirra, þannig eflum við framtíð
Skagfirðinga allra.
Settur hefur verið á laggirnar
vefurinn Skagfirdingar.is og
hvetjum við íbúa héraðsins til að
kynna sér þá vinnu sem þegar
hefur farið fram, leita svara við
spurningum og taka þátt í að
gera gott samfélag enn betra.
Gísli Sigurðsson
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Álfhildur Leifsdóttir
Jóhanna Ey Harðardóttir
Sigfús Ingi Sigfússon
Kjósum já – fyrir framtíðina
Tímamót vísnavina
800. vísnaþáttur
Guðmundar
Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki
í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið
mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987 fyrir hartnær
35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í
Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli
röggsemi allt fram á þennan dag.
Stór tímamót eru nú þar sem þáttur númer 800 birtist í Feyki
vikunnar. Guðmundur segir að það sem honum sé efst í huga á
þessum tímamótum sé hversu mörgum hann hefur kynnst á
þessum árum og hversu góð
samskipti hann hafi átt við
allflesta.
„Svo hvað margir eru
fallnir frá á þessum tíma sem
höfðu mjög mikinn áhuga á
þessu og voru að gera vísur
og styðja að þættinum. Þegar
maður lítur yfir þetta sér
maður það að fjöldi af þessu
fólki er farinn þó að komi
annað í staðinn en þá hefur
það breyst þó nokkuð mikið
því að það er verra núna t.d.
að fá upplýsingar. Maður er
kannski með einhverja vísu sem mann langar að vita meira um
og er jafnvel höfundarlaus. Það er miklu verra að eiga við það
núna en var, fáir núna sem gefa sig fram til þess. Þó virðist mér
þátturinn vera mikið lesinn ennþá því maður hittir fólk sem vill
tala um hann og þá kemst maður að því að það er að lesa
vísurnar og hefur gaman af. Ég veit meira að segja um fólk sem
reynir bara að ná í annað hvert blað, það sem þátturinn er í.“
Feykir óskar Guðmundi til hamingju með tímamótin og
minnir lesendur á að hægt er að hafa samband við hann, leynist
vísukorn í handraðanum. /PF
Gert er ráð fyrir breyttri legu
Blöndulínu 3 sem þvera á
framhérað Skagafjarðar í
umhverfismatsskýrslu sem
Landsnet vinnur nú að. Fallið er
frá því að fara með línuna yfir
Vatnsskarð, eins og fyrri
áætlanir gerðu ráð fyrir, en þess
í stað farin svokölluð
Kiðaskarðsleið.
Línuleiðin mun liggja frá
Blöndustöð í Húnavatnshreppi
um Kiðaskarð og niður í
Mælifellsdal í Skagafirði. Þaðan
austur yfir Eggjar og Héraðsvötn
rétt sunnan við ármót Norður-
ár og inn í mynni Norðurárdals
sunnan Norðurár. Þaðan liggur
leiðin að mestu samhliða nú-
verandi Rangárvallalínu 1 sem
tekin verður niður, um Norður-
árdal, Öxnadalsheiði, Öxnadal,
Moldhaugaháls, Kræklingahlíð
og í tengivirki að Rangárvöllum
á Akureyri.
Ljúka á vinnu við gerð um-
hverfismatsskýrslu Landsnets
sem svo verður send til Skipu-
lagsstofnunar til yfirferðar áður
en hægt verður að hefja opin-
bera kynningu á umhverfis-
matinu en í skýrslunni greinir
Landsnet m.a. frá aðalvalkosti
framkvæmdarinnar sem að
framan greinir. Í frétt Landsnets
segir að þrátt fyrir að á þessu
stigi sé umhverfismatsskýrslan
ekki fullfrágengin til kynningar,
telji Landsnet eðlilegt að upp-
lýsa sveitarfélög, landeigendur
og aðra um hver sé fyrirhugaður
aðalvalkostur.
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitar-
stjóri í Svf. Skagafirði, segir
skýrsluna ekki til umfjöllunar
hjá sveitarfélögunum á línu-
leiðinni fyrr en hún er full-
frágengin og Skipulagsstofnun
búin að fara yfir hana.
„Það sem Landsnet hefur nú
upplýst um varðandi niður-
stöðu sína um aðalvalkost
Blöndulínu 3 er áhugavert.
Sveitarfélagið Skagafjörður
lagði áherslu á að í um-
hverfismati Landsnets yrðu
greindir valkostir sem tækju
a.m.k. til Efribyggðarleiðar,
Héraðsvatnaleiðar og Kiða-
skarðsleiðar. Jafnframt lagði
sveitarfélagið áherslu á niður-
tekt Rangárvallalínu í kjölfar
lagningar Blöndulínu 3, auk
fleiri skilmála. Tillit hefur verið
tekið til þessara skilmála að
hluta til. Hins vegar veldur
vonbrigðum að í aðalvalkosti
Landsnets fyrir Blöndulínu 3 sé
ekki gert ráð fyrir að neinn
hluti línunnar í Skagafirði fari í
jörðu. Ferillinn framundan er
sem fyrr segir sá að þegar
skýrslan er tilbúin þá fer hún
til Skipulagsstofnunar til yfir-
ferðar og í umsagnarferli þar
sem hagsmunaaðilum gefst
kostur á að bregðast við,“ segir
Sigfús Ingi. /PF
Breytt lega Blöndulínu 3
Vilja að línan fari um Kiðaskarð
Hér sést hvar Landsnet gerir ráð fyrir nýrri leið Blöndulínu 3, svokallaða Kiðaskarðsleið.
MYND AF FB
Guðmundur Valtýsson flettir gömlum
Feyki í 35 ára afmæli blaðsins.
MYND: FEYKIR
03/2022 3