Feykir


Feykir - 26.01.2022, Síða 6

Feykir - 26.01.2022, Síða 6
 Heilir og sælir lesendur góðir. Þá er nú komið að þeirri stund, sem mér finnst reyndar talsvert stór, að setja saman þátt með þessu fallega númeri. Hvorki mig eða neinn annan hefur trúlega órað fyrir því að á vordögum 1987 þegar fyrsti þátturinn leit dagsins ljós að hann yrði lifandi eftir nú, tæplega 35 ár. Hefur mér nú á þessum tímamótum dottið í hug að rifja upp í þessum þætti nokkrar, að ég tel, góðar vísur sem birtust lesendum vorið 1987. Því miður eru margir af þeim sem þá voru í góðu sambandi við þáttinn fallnir frá og má flytja þeim þakkir fyrir þeirra góða stuðning. Það er Jóhann Magnússon, áður bóndi á Mælifellsá, sem mun hafa sent kunningja svofellda kveðju: Þú, minn kæri, lipur ljóð lést í gær mig heyra. Gaman væri, að með óð eitthvað færi meira. Sveinn, sonur Jóa sem lengi var bóndi á Varmalæk í Skagafirði, mun einhverju sinni hafa verið að koma framan af Eyvindarstaðaheiði með föður sínum í svörtu haustmyrkri, þá unglingur. Gladdi það þreyttan drenginn að sjá ljós í glugga á Fossum, fremsta bæ í Svartárdal. Orti hann þá: Vegfarendum vísa má veginn heim úr fjallasalnum, ljósið sem að lýsir frá litla bænum innst í dalnum. Vel gerð hringhenda kemur hér næst og er höfundur hennar Andrés H. Valberg. Mun hún ort er hann las okkar ágæta blað Feyki og sá þar mynd af okkar góða vini og gleðimanni Sigurjóni Jónassyni. Með skapi hörðu skarpur gengur um Skagafjörðinn hýr á brá. Fagurgjörður djarfur drengur Dúddi Skörðugili frá. Friðrik Friðriksson, ágætur vinur þáttar- ins, sá vísu Andrésar og orti svo: Andrés slyngan yrkir brag elskar hringhenduna. Skrafs á þingi skáldsins lag. Skagfirðingar muna. Þetta umrædda vor birtust í þættinum þessi kunna vísa Magnúsar Gíslasonar, áður bónda á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði. Vors er talar tunga á ný takast skal að sanna. Að lifnar falinn eldur í æðum dalamanna. Í þessum fyrstu þáttum voru, sem betur fer, fallegar vorvísur í góðum meirihluta. Stefán Benediktsson, bóndi á Merki í Jökuldal, mun hafa ort þessa: Angan moldar ljúfust ljær lífsins fanga haginn. Vanga foldar baðar blær blíður langan daginn. Vísnaþáttur 800 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Okkar góði vísnavinur á þessum árum, Hjörtur Gíslason á Akureyri, er höfundur að þessari. Eftir vetrar veðrin hörð vakna blóm úr dvala. Máríuerlur messugjörð mér í eyra hjala. Ekki létu Valadalsbræður sitt eftir liggja í birtingarhæfum vorvísum. Þessi mun vera eftir Kára: Heilsar vor en horfinn vetur hljómar fuglasöngur skær. Lifnar allt sem lifnað getur ljúfur andar sunnan blær. Gaman er þá næst að rifja upp þessa dásamlegu vísu vorsins eftir Gissur: Vetur hrindir frá mér frið flestan myndar trega. Mínar bind ég vonir við vorið yndislega. Ekki þarf langt að leita til þess að finna fleira frá þessum fyrstu vordögum þessa þáttar. Okkar góði sveitungi hér áður fyrr, Jónas Tryggvason frá Finnstungu, hugsar svo fallega til vorsins: Flest er gleymt og fyrir bí fátt er rækt af gengnum sporum. En ég vildi eiga á ný eitt af mínum liðnu vorum. Í þessari upprifjun kemur fljótt upp í hug- ann þessi snilldarvísa Bjarna frá Gröf: Meyjar snjallar munu hér mína galla lofa þegar ég halla þreyttum mér þar sem allir sofa. Eftir vísnasnillinginn Jóhannes á Engi- mýri í Öxnadal er þessi ágæta vísa: Menn sem halla aðra á ei mér falla í sinni. Þeir ei galla sína sjá suma valla minni. Ekki finnst mér mega vanta í þessa upprifjun þessa fallegu vísu Guðjóns Þorsteinssonar, áður bónda á Skatastöð- um í Skagafirði. Ómar færast inn til mín af því nærist þráin. Ég vil læra ljóðin þín litla tæra áin. Kannski er nú, góðu vinir, óþarft af undirrituðum að sýna viðkvæmni á þessum tímamótum. Langar þó til þess að þakka öllum vinum þáttarins fyrir góð samskipti í öll þessi ár. Hef reynt að halda þá ákvörðun frá fyrri tíma að birta ekki heimagerðar vísur. Langar þó nú af þessu tilefni að hafa lokavísunar heima- gerða, sem ort er til góðrar vinkonu. Lífið ætti létt að falla lánið bætti þennan stað. Ef ég mætti höfði halla hjartaslætti þínum að. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Textílmiðstöð Íslands, miðstöð nýsköpunar í textíl, vinnur að mótun Textílklasa í samstarfi við SSNV og með stuðningi úr Lóu. Klasar eru taldir auka samkeppnishæfni, framleiðni og ýta undir nýsköpun og með klasasam- starfinu er leitast við að skapa vistkerfi fyrir hagaðila af öllu landinu. Textílmiðstöðin, sem staðsett er á Blönduósi, hefur það meginmarkmið að vera alþjóðleg miðstöð öflugrar rann- sóknar- og þróunarstarfssemi í textíl- framleiðslu, textíllistum og handverki í textíl. Fyrsta stafræna textílsmiðjan var opnuð á síðasta ári sem er nauðsynleg stoð fyrir aðila í textíliðnaði. Textíl- miðstöðin er þátttakandi í ýmsum sam- starfsverkefnum á borð við Horizon 2020 í verkefninu CENTRINNO, Evrópuverkefninu SHEmakes, lausna- mótinu Ullarþon, NORA verkefninu Wool Walks and Workshops o.fl. „Með klasasamstarfi fylgir kraftur sem hraðar ferlum og þróun innan textílgeirans. Til þess þarf að vera stór hópur hagaðila sem er tilbúinn að vinna saman að ákveðnum markmiðum til að skapa ávinning fyrir aðila innan klasans” segir Elsa Arnardóttir, for- stöðumaður Textilmiðstöðvar Íslands. Boðað er til opins fundar um mót- un samstarfs um Textílklasa og eru hagaðilar og aðrir áhugasamir hvattir til að skrá sig. Á fundinum fjallar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir um Klasastefnu Íslands en hún leiddi vinnuna um gerð stefnunnar fyrir Atvinnuvega og ný- sköpunarráðuneytið. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir flytur erindi um mótun nýsköpunarklasa á Norður- landi sem kallast Norðanátt og hvað ferlið við mótun samstarfsins hefur kennt hagaðilum. Auk þess flytja frumkvöðlar í textílvinnslu örerindi en þar heyrum við frá Önnu Margréti Karlsdóttur frá Ístex, Berglindi Ósk Hlynsdóttur og Sólveigu Dóru Hans- dóttur sem eru með erindi um verk- efnið Þráðhyggju, þróunarverkefni á hringrásarkerfi textíls á Íslandi, og Árna Rúnari Örvarssyni stofnandi Icelandic Eider. Að erindum loknum stýrir Svava Björk Ólafsdóttir, stofn- andi RATA vinnustofu um mótun klasasamstarfsins þar sem hagaðilar fá tækifæri til að taka þátt í að leggja grunn að góðu samstarfi. Fundurinn fer fram á netinu þann 27. janúar kl. 13:00-16:00. /Fréttatilkynning Textílmiðstöð Íslands Mótun textílklasa hafin á Íslandi MYND: HELGI PÁLL GÍSLASON 6 04/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.