Feykir


Feykir - 26.01.2022, Qupperneq 10

Feykir - 26.01.2022, Qupperneq 10
KYNNINGARFUNDIR Haldnir verða kynningarfundir þann 3. febrúar nk. - í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 17:30 - á Húnavöllum kl. 20:00 Fundunum verður streymt á facebook.com/hunvetningur. Íbúar eru hvattir til þess að mæta á fundina og kynna sér álit samstarfsnefndar og kynningarefni á vefsíðunni hunvetningur.is. Athugið: Ef samkomutakmarkanir verða áfram strangar verða fundirnir haldnir sem fjarfundir. Vinsamlega fylgist með tilkynningum á hunvetningur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. KJÖRSTAÐIR OG OPNUNARTÍMI Á KJÖRDAG Í Blönduósbæ er kosið í norðursal Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. Gengið er inn frá Melabraut. Opnunartími kjörstaðar er frá kl. 10:00 til kl. 20:00. Í Húnavatnshreppi er kosið í Húnavallaskóla. Opnunartími kjörstaðar er frá kl. 11:00 til kl. 20:00. Talning atkvæða fer fram á kjörstöðum að kjörfundi loknum fyrir opnum dyrum, eins og húsrúm og sóttvarnatakmarkanir leyfa. Talningu verður streymt á facebook.com/hunvetningur. ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum erlendis. Námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndunum eiga rétt á að vera teknir á kjörskrá en sækja þarf sérstaklega um það hjá Þjóðskrá Íslands á þar til gerðu eyðublaði (K-101) ásamt því að skila inn staðfestingu á námsvist. Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu Sýslumannsins á Blönduósi á milli kl. 09:00 og 15:00 alla virka daga fram að kjördegi. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag atkvæða- greiðslu utan kjörfundar, um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar veitir viðkomandi sýslumannsembætti eða sendiráð. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum við kosninguna. hunvetningur.is

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.