Feykir


Feykir - 26.01.2022, Síða 13

Feykir - 26.01.2022, Síða 13
2019 í rafmagnsleysi í sveitar- félaginu; Ólöf Ólafsdóttir fyrir óeigingjarnt starf til velferðar- sjóðs Húnaþings vesta og Sölu- skálinn Núpskollur fyrir góðar móttökur hjá eiganda og starfs- fólki vegna hlýlegs viðmóts. Stór tímamót vegna örsláturhúsa Þann 22. október urðu þau tímamót í Íslandssögunni að slátrun fór fram í svokölluðu örsláturhúsi í fyrsta sinn á Íslandi með leyfi yfirvalda. Hjónin Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson í Birkihlíð í Skagafirði höfðu staðið í ströngu í nokkur miss- eri að ná því í gegn hjá íslensku reglugerðarkerfi að löglegt verði að slátra heima að undan- gengnum skilyrðum um ásættan- legar aðstæður og búnað til verks- ins og frágangs afurða og úrgangs. Þröstur sagði að fáu hefði verið lógað í þetta skiptið eða átta lömbum, rétt til að koma sér af stað, og vel hafi gengið. Lét hann að því liggja á forsíðu síðasta blaðs október að slátrað yrði aftur fljótlega og þá mun fleiri lömbum eða 30-40. „Við höfum beðið með nokk- ur lömb til þess að slátra ef þetta hefði hafst. Leit nú ekki þannig út á tímabili,“ segir hann en mörg ljón hafa verið í veginum frá því farið var af stað með verkefnið. Guðmar Freyr efnilegastur Skagfirðingurinn Guðmar Freyr Magnússon var valinn efnilegasti knapi landsins á verðlaunahátíð Landssambands hestamannafé- laga og Þúfur hlutu nafnbótina keppnishestabú ársins. Sumarið var Guðmari heilla- drjúgt þrátt fyrir skakkaföll sem næstum komu í veg fyrir að hann næði að keppa á helstu hestamótum landsins eins og fram kom í viðtali við hann í Feyki um svipað leyti en hann slasaðist á fæti. Nóvember Norðvestlendingar 7426 talsins Íbúum fjölgaði í öllum lands- hlutum á tímabilinu frá 1. des- ember 2020 til 1. nóvember 2021 en hlutfallslega var fjölgunin mest á Suðurlandi eða um 3,2% og á Suðurnesjum um 2,5%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,2% eða um 14 og töldust íbúar á þessum tímapunkti vera 7426 alls. Húnavatnshreppur var með hæsta hlutfallið, 3,8% eða um sama fjölda, 14 manns. Mesta fækkunin varð hins vegar á Blönduósi, 27 manns eða um 2,8%. Í Svf. Skagafirði bættust 19 á íbúaskrána hvar 4109 bjuggu, 11 í Húnaþingi vestra og töldust þeir vera 1230 og á Skagaströnd fjölgaði um tvo svo þar áttu lögheimili 477 manns þann 1. nóvember. Fækkun varð hins vegar í Akrahreppi um fjóra einstaklinga sem voru þá 206 og á íbúaskrá Skagabyggðar fækkaði um einn þar sem 91 var skráður. Ekki samstaða um sameiningarviðræður Sveitarstjórn Skagabyggðar Þoka frá Sveinsstöðum, fyrsta lifandi kindin með T137 sem finnst á Íslandi, eftir 20 ára leit. MYND: ÓLAFUR MAGNÚSSON í tónlistarlífi Húnaþings vestra. „Elinborg fylgdi gjöfinni úr hlaði með fáeinum orðum þar sem hún gat um að á löngum tíma hefði safnast að fjölbreyttar nótur þar sem kenna þurfti á mörg hljóðfæri auk margvíslegra tónlistarverkefna. Það væri einnig hennar vilji að nóturnar yrðu til útlána frá safninu ef einhver vildi nýta sér það,“ segir í frétt um málið. Nýr dráttarbátur til Sauðárkrókshafnar Dráttarbátur sá er Skagafjarðar- hafnir festu kaup á sl. haust kom til hafnar á Sauðárkróki þann 22. nóvember síðastliðinn. Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, hafnarstjóra, er um mikið öryggismál að ræða fyrir sjó- farendur og kemur báturinn til með að þjóna togurum og fraktskipum, innan hafnar sem utan, en hingað til hafa trillur verið notaðar með misgóðum árangri. „Við erum búnir að prófa hann aðeins og hefur gengið mjög vel. Við erum mjög ánægðir með hann, þrusu græja og á eftir að koma að miklum og góðum notum,“ segir Dagur. Þremur vikum síðar fékk bátur- inn nafnið Grettir sterki. Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshóp LH Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunn- ur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, voru valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í byrjun desember. Komu þau ný inn í hópinn ásamt ásamt fjór- um öðrum. Stærsta verkefni ársins 2022 er Norðurlandamót sem haldið verður á Álandseyjum í byrjun ágúst. Samstarf Kormáks og Hvatar í meistaraflokki karla tryggt Fulltrúar frá Ungmennafélag- inu Kormáki og frá Ungmenna- félaginu Hvöt funduðu um miðjan desember um þá stöðu sem sameiginlegt meistara- flokkslið karla í knattspyrnu var komið í en Feykir hafði stuttu áður sagt frá því að slitnað hefði upp úr tíu ára samstarfi félaganna. Í framhaldi af bollalegging- um fundarins var skrifað undir samstarfssamning um rekstrar- fyrirkomulag fyrir meistaraflokk karla í knattspyrnu fyrir keppnis- tímabilið 2022 og því ljóst að Kormákur/Hvöt mun leika í 3. deild næsta keppnistímabil. Elinborg, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra, fyrir miðri mynd, ásamt fyrrverandi nemendum sínum og Ólafi Rúnarssyni tónlistarkennara. MYNDAF FACEBOOK-SÍÐU SAFNSINS ákvað á fundi sínum þann 3. nóvember að ekki væri sam- staða innan sveitarstjórnar- innar um að hefja formlegar sameiningarviðræður við Sveitarfélagið Skagaströnd. Á fundi sínum þann 20. októ- ber hafði Sveitarfélagið Skaga- strönd ákveðið að óska eftir formlegum viðræðum við Skagabyggð. Í fundargerð Skagabyggðar kemur fram eftirfarandi bókun: „Eftir talsverðar umræður innan sveitarstjórnar Skagabyggðar tel- ur hún ljóst að ekki sé samstaða innan sveitarstjórnar til að hefja formlegar sameiningarviðræður við Sveitarfélagið Skagaströnd. Niðurstöður skoðunarkönnunar í Skagabyggð voru ekki afgerandi og hafði það áhrif á afstöðu sveitarstjórnarmanna.“ Geirmundur fékk glæsta hryssu að gjöf Það var glatt á hjalla í Kakala- skálanum um miðjan nóvember þegar þeir Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson boðuðu til hátíða á messutíma til að kynna bók sína, Guðni á ferð og flugi. Geirmundur Valtýsson var mættur og falið að spila á harmonikkuna og stýra söng, sem hann gerði, en öllum að óvörum kynnti Guðni að fram færi heimsviðburður því aðdáendur Geirmundar ætluðu að hefja samkomuna á að heiðra Geirmund fyrir að hafa spilað og sungið fyrir þjóðina í 65 ár og þar af með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar í 50 ár eða hálfa öld. Eftir að Guðni hafði ávarpað þau Mínervu og Geirmund leiddu þeir Bjarni Maronsson og Kolbeinn sonur hans inn á gólfið í Kakalaskála glæsta hryssu, Sóley, undan Glaum frá Geirmundarstöðum sem er hátt dæmdur stóðhestur úr ræktun Geirmundar. Mikil fagnaðarlæti brutust út og hrifust menn af glæsihryssunni. Einn þeirra sem við sögu koma í bókinni er Axel Rúnar Guðmundsson á Valdarási í Vestur-Húnavatnssýslu og segir í fréttinni að gestir hafi fengið gæsahúð af undrun við fyrstu yfirlýsingu Rúnars sem sagðist vera hinn týndi sonur Skagafjarðar, hefði komið undir í hlöðunni á Hólum og væri sonur Sigga Vill sem margir þekktu. Axel Rúnar var kominn til að þakka Guðna sérstaklega fyrir að hafa heimsótt sig óvænt í fyrravor. Hann sagðist hafa séð velgjörðarmann sinn, séra Róbert Jack, ganga með þeim Guðna og Guðjóni að húsi sínu svo hvarf sjónin. Desember Vatnsnesvegur í hópfjármögnun Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum að hefja hópfjármögnun á Karolina Fund vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, nr. 711 með það að markmiði að hægt verði að flýta framkvæmdum sem áætlað er að hefjist ekki fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034. Ýmislegt var í boði fyrir þá sem tóku þátt í verkefninu. Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Á heimasíðu sveitar- félagsins kemur fram að verðið á veginum sé áætlað 3,5 milljarðar króna en til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100.000.000 kr. sem er einungis brot af kostnaði vegarins, segir í bókun sveitarstjórnarinnar sem telur upphæðina nægja til að hefja hönnun strax. Elinborg færði nótnasafn sitt að gjöf Bóka- og héraðsskjalasafni Húnaþings vestra barst góð gjöf þegar Elinborg Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi skólastjóri Tónlistar- skóla Húnaþings vestra, færði safninu nótnasafn sitt sem spannar 43 ára starfsferil en síðustu 35 árin var hún leiðandi Talsverðar skemmdir urðu á höfninni á Hofsósi í hausthvelli. MYND FRÁ SKAGAFJARÐARHÖFNUM. Eldur frá Íbishóli eftir sigur á Fjórðungs- móti. MYND: BRYNJA GNÁ BERGMANN Guðni Ágústsson og Geirmundur Valtýs- son með glæsihryssuna Sóley á milli sín. MYND: HJÖRTUR GEIRMUNDSSON. 03/2022 13

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.