Feykir


Feykir - 26.01.2022, Síða 15

Feykir - 26.01.2022, Síða 15
RÉTTUR 1 Kjúklingur með rauðu pesto og spínati 4 kjúklingabringur 1 krukka rautt pesto 1 krukka salatostur 1 poki af spínatkáli góður slatti af döðlum Aðferð: Kjúklingur skorinn í bita og settur í stórt eldfast mót eða Le Creuset pott. Krukku af pestó blandað saman við. Spínatkálið fer allt í pottinn. Næst set ég salatostinn í pottinn en það er betra að setja bara ostinn en ekki alla olíuna með, ann- ars verður of mikil olía í pottinum eftir eldun. Í restina set ég góðan slatta af döðlum og blanda öllu saman. Potturinn er settur í ofn á 180°C með blæstri, í svona 40 til 50 mínútur. Ég tek pottinn út og hræri í þessu einu sinni á eldunartíman- um. Þetta er borið fram með hrís- grjónum, fersku salati og hvítlauks- brauði á sparidögum. EFTIRRÉTTUR Brauðbollur og bollukrans „Eftir að maður fór að vera meira heima um helgar með krökkunum þá finnst okkur gaman að baka saman og þá bökum við stundum bollur með kaffinu og læt ég fylgja með brauðbollu-uppskrift sem við gerum reglulega en hana er að finna á síðunni Gott í matinn (www.gottimatinn.is) 2 dl ylvolgt vatn 2 dl nýmjólk 2½ tsk. þurrger 2 msk. sykur 1 tsk. salt 50 g smjör, brætt 2 stk. egg, annað til pensunar 8 dl hveiti (um 8-10 dl) Aðferð: Hrærið mjólk og vatn saman í skál. Setjið þurrger saman við. Hrærið þar til freyðir. Látið þá sykur, salt, 1 egg og brætt smjör (passa að það sé ekki of heitt) út í. Hrærið. Setjið hveitið saman við smátt og smátt. Hrærið og hnoðið þar til þið hafið óklístrað deig. Þið gætuð þurft minna eða meira hveiti. Hnoðið í stutta stund. Leggið deigið aftur í skálina og breiðið hreint þvottastykki yfir og látið hefast á hlýjum stað í 40 mínútur. Skiptið deiginu í 22 bita og mótið bollur. Látið hefast í 20 mínútur. Penslið með þeyttu eggi og bakið í 15-20 mínútur við 200°C. Bollukrans Aðferð: Fyrir sérstök tilefni er gaman að raða bollunum upp í fallegan krans. Klæðið bökunar- plötu með bökunarpappír og setjið hringlaga eldfast mót í miðjuna. Gott er að mótið sé um 8-10 cm í þvermál. Raðið átta bollum í kringum mótið. Passið að þær snerti hvorki mótið né hver aðra. Raðið restinni af bollunum fyrir aftan þessar átta og gætið þess að þær komi ekki við hver aðra. Látið hefast í 20 mínútur. Verði ykkur að góðu! Andrés skorar á skólabróður sinn, Árna Geir Sigurbjörnsson, að taka við matgæðingaþætti Feykis. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Skil. Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Hefur þú smitast af Covid- veirunni? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Nei, ég er ekki búin að fá hana.“ Ingibjörg Björnsdóttir Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... Q er 22. stafur íslenska stafrófsins, nú aðeins notaður í erlendum orðum, og þá borinn fram eins og k, eða í táknum og skammstöfunum af erlendum rótum, eftir því sem fram kemur á veforðabókinni Snöru. Ótrúlegt, en kannski satt, þá er þetta eini stafurinn í enska stafrófinu sem ekki kemur fyrir í nokkru fylkisnafni Bandaríkjanna. „Ég er svo duglegur að taka lýsi þannig ég hef verið blessunarlega laus við Covid.“ Gísli Pálsson „Nei." Aðalsteinn Orri Sigrúnarson LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Gömul frétt í fullu gildi. FEYKIFÍN AFÞREYING F „Nei, ég hef blessunarlega sloppið enn sem komið er.“ Eva María Kjúklingur með pestó og bollukrans Matgæðingar vikunnar eru þau Andrés Magnússon og konan hans Anna Ágústsdóttir, en þau fengu áskorun frá Björgu Árdísi Kristjáns- dóttur. Fjölskyldan er þessi venjulega vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn. Andres er 34 ára og vinnur sem tæknimaður hjá Tengli í Reykjavík en Anna leggur stund á mastersnám við Háskólann í Reykjavík þar sem hún lærir hagnýta atferlisgreiningu. „Við eigum, eins og áður kom fram, tvö börn, dóttir okkar heitir Hrafnkatla, hún er á 7. ári og sonur okkar heitir Birkir Ágúst, hann er á 4. ári. Við búum í Grafarvogi en ég flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur þegar ég var 18 ára og hef búið þar síðan. Við erum ekki mikið í tilraunum í eldhúsinu þessa dagana en ég ætla að setja inn mína uppáhaldsuppskrift af klassískum kjúkling með pesto,“ segir Andrés. ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Andrés og Anna | Reykjavík Anna og Andrés ásamt börnunum tveimur. MYND AÐSEND Tilvitnun vikunnar Þú verður ekki ríkur á því að skrifa vísindaskáldskap. Ef þú vilt verða ríkur þá stofnarðu trúarbrögð. – L. Ron Hubbard 03/2022 15 Vísnagátur Sveins Víkings Í greiðum vef þau glöggt má sjá. Gott er að vita þau á sem flestu. Þau eru hæsta ásnum á. Í þeim að standa varðar mestu.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.