Feykir


Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 6

Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 6
Elisa prófaði að sækja um vinnu um haustið. Við vildum að sonur okkar yrði vel tvítyngdur en við höfðum búið á Íslandi í nokkur ár og kominn tími til að prófa að búa í Finnlandi til kynnast menningu og þjóð. Hér búa tengdaforeldrarnir, systkini Elisu ásamt mörgu af frændfólki hennar.“ Kona Gunnars er iðjuþjálfi og vinnur hjá geðheilbrigðissviði Ouluborgar. „Hún er í fæðingarorlofi þar sem við eignuðumst okkar annað barn í desember 2020. Ég hóf störf sem íþróttakennari haustið 2019 og er virkilega ánægður með vinnustaðinn og verkefnin. Samstarfsfólkið mitt er með eindæmum yndislegt.“ Hvernig myndir þú lýsa venju- legum degi hjá þér? „Við vöknum vanalega rétt fyrir klukkan 7 á morgnana á skóladegi. Óskar Otto er ennþá í leikskóla þar sem börn hefja ekki skólagöngu fyrr en sjö ára í Finnlandi. Við keyptum íbúð sl. sumar í gömlu timburhúsi við sjóinn og það vill svo skemmtilega til að fjölskylda systur konunnar minnar býr í húsinu. Strákarnir því með frænkur sínar í næsta stigagangi. Leikskólinn er í götunni okkar og því auðvelt að ferja drenginn. Það tekur „Þú átt vin fyrir lífstíð ef þú kemur vel fram við Finna“ Eftir mikið japl, jaml og fuður náði Feykir loks í skottið á Gunnari Þór Andréssyni frá Tungu í Gönguskörðum en hugmyndin var að fá kappann til að svara Degi í lífi brottfluttra. Úr varð að Gunni opnaði flóðgáttir og frásagnir af lífinu sínu í Oulu í Finnlandi og sögurnar streymdu fram. Dagurinn er því í lengra lagi að þessu sinni. Gunnar Þór er sonur Andrésar Helgasonar og Ásdísar Eddu Ásgeirsdóttur frá Tungu í Gönguskörðum. Kona hans er Elisa Saukku og saman eiga þáu tvo stráka, Óskar Ottó (2015) og Jóhannes Þór (2020). Gunnar starfar sem íþrótta- kennari og umsjónarkennari 8. bekkjar við alþjóðlegan grunnskóla í Oulu í Finnlandi (Oulu International School). „Ég bý í Oulu (borið fram Oúlú) sem er 600 km norður af Helsinki og er fyrir miðju landsins að vestanverðu og er við sjóinn. Oulu er rúmlega 200.000 manna háskólaborg,“ segir Gunnar. „Við fluttum í lok árs 2018 til Oulu þar sem þetta er heimaborg konunnar minnar. Við höfðum gift okkur í Haukipudas sem er nálægt Oulu sama sumar og hlutirnir gerðust nokkuð hratt eftir að Fjölskyldan í bústaðarferð hjá tengdafjölskyldunni í Posio í Lapplandi. Gunnar Þór, Óskar Otto (6 ára), Jóhannes Þór (1árs) og Elisa Saukko. MYNDIR AÐSENDAR ( DAGUR Í LÍFI BROTTFLUTTRA ) oli@feykir.is Gunnar Þór Andrésson | úr fjárbúskapnum í Tungu í íþróttakennslu í Finnlandi sinni. Óskar Otto er uppfullur af spurningum um lífið og tilveruna, er forvitinn og alls ekki feiminn. Oft búinn að bjóða ókunnugu fólki heim í kaffi til að tala meira við fólkið. Elisa talar eingöngu finnsku við drengina og ég tala eingöngu íslensku við þá til að styrkja bæði tungumálin. Ég reyni að tala sem mest íslensku og einnig við Elisu til að byggja upp góðar málvenjur hjá drengjunum.“ Hversu lengi ertu í kjör- búðina frá heimili þínu? Tvær mínútur á reiðhjólí. Hvað færðu þér í staðinn fyrir eina með öllu? Kebab frá serbneskum eða tyrkneskum stað. Hvað kostar mjólkurlítr- inn? 1,09 evru. Hver er skrítnasti mat- urinn? Finnar eru óðir í laxasúpu og lax almennt. Svo mikið að ég á erfitt stundum með að borða lax í dag. Skrítnasti er hart ostabrauð með kaffi. Bragðlaust og ískrar í munni við hvern bita. Hvert ferðu til að gera vel við þig? Ströndina á sumrin og sigla með vinunum og í bústaðaferð með fjölskyldunni/vinum. 5 á 15 sekúndum Gunnar og Elisa giftu sig í Haukipudas sem er rétt fyrir utan Oulu árið 2018 á sveitabæ innan fjölskyldunnar. mig sjö mínútur að hjóla í vinnuna. Oulu er mikil hjólaborg og hér er allt flatt og frábærir hjólastígar sem eru hreinsaðir og ruddir eldsnemma. Hér eru mjög margir sem eiga ekki bíl og tileinka sér hjólhestinn sem farartæki. Hver er hápunktur dagsins? „Klárlega seinnipart dags þegar vinnu er lokið og allir hittast aftur. Yngri sonur okkar, Jóhannes Þór, er nýorðinn eins árs og farinn að ganga út um allt og vill rannsaka hvern krók og kima á heimilinu og mikill dansari þegar tónlist er spiluð – fær hann það frá móður Á smábátahöfninni við húsið okkar. Óskar Otto þurfti að búa til pappírsbát á íslenskunámskeiðinu sem hann tók þátt í gegnum netið og setja hann á flot. 6 06/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.