Feykir


Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 2
Nú er rétt rúm vika í sameiningarkosningar og spennan alveg að fara með mannskapinn, eða ekki! En hvernig sem spennan er þá verður kosið þann 19. febrúar næstkomandi um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar. Rétt til að kjósa hafa allir 18 ára og eldri sem eru á kjörskrá í viðkomandi sveitarfélagi og er alls ekki ónauðsynlegt að hvetja fólk til að mæta á kjörstað. Kjörskrár liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og á heimasíðu Þjóðskrár, skra.is, geta einstaklingar gengið úr skugga um hvort þeir séu ekki örugglega á kjörskrá og hvar þeir eigi að kjósa. Kjörfundir fara fram víðsvegar í sveitarfélögunum en í Húnavatnssýslunni verða þeir tveir, á Blönduósi í norðurenda Íþróttamiðstöðvar frá kl. 10 til 20 og á Húnavöllum frá kl. 11 til 20. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki. Kjörfundir verða nokkru fleiri í Skagafirði, einn í Akrahreppi þar sem kosið verður í Héðinsminni frá kl. 12 og í Sveitarfélaginu Skagafirði verður hægt að kjósa á sjö stöðum: Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki frá kl. 9, Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi frá kl. 10, Varmahlíðarskóla frá kl. 10, Félagsheimilinu Ketilási frá kl. 12, Grunnskólanum á Hólum frá kl. 12 og Félagsheimilinu Árgarði í Steinsstaðahverfi frá kl. 12 og Skagaseli frá kl. 12. Á heimasíðu sameiningarnefndarinnar í Skagafirði segir að kjörfundi megi slíta átta klukkutímum eftir að kjörfundur hefst, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram, og hvenær sem er ef allir sem á kjörskrá standa hafa greitt atkvæði. Kjörfundi má einnig slíta fimm klukkustundum eftir opnun ef öll kjörstjórnin er sammála um það, enda sé þá hálf klukkustund liðin frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Þetta kallar á að fólk mæti tímanlega til kjörfundar. Aðsetur kjörstjórnar í Sveitarfélaginu Skagafirði verður í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki en í öðrum sveitarfélögum á viðkomandi kjörstöðum á kjördag. Talning atkvæða fer fram þar sem kjörstjórn hefur aðsetur og hefst eftir að öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Verða atkvæða talin og úrslit birt m.a. á skagfirdingar.is og hunvetningur.is. Mig grunar að íbúar Blönduóss, Húnavatnshrepps og Akrahrepps muni ekki láta sig vanta á kjörstað en stóra spurningin er hvað íbúar Svf. Skagafjarðar muni gera. Síðast þegar var kosið í Skagafirði, árið 2005, var kjörsókn þar í algjöru lágmarki og óvíst hvort úrslit hafi sagt til um hug íbúanna til sameiningar. Því segir ég: Ekkert kæruleysi og mætum á kjörstað og kjósum með hjartanu! Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Mikilvægar kosningar framundan AFLATÖLUR | Dagana 30. janúar til 5. febrúar á Norðurlandi vestra Arnar HU 1 með rúm 490 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Málmey SK 1 Botnvarpa 204.490 Alls á Sauðárkróki 698.414 SKAGASTRÖND Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína 6.037 Hópsnes GK 77 Landbeitt lína 4.541 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.502 Von HU 170 Lína 7.316 Alls á Skagaströnd 19.396 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 3.661 Ragnar Alfreðs GK 183 Lína 4.269 Alls á Hvammstanga 7.930 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 490.033 Lundey SK 3 Þorskfisknet 3.891 Það var heldur rólegt í höfnunum á Norðurlandi vestra í síðustu viku því aðeins ellefu landanir áttu sér stað. Á Króknum var landað fimm sinnum og komu rúm 698 tonnum á land. Arnar HU 1 var aflahæstur með 490.033 kg. Þá voru fjórar landanir á Skagaströnd og komu þar 19.396 kg á land. Aflahæst var Von HU 170 með 7.316 kg. Tveir lönduðu á Hvammstanga samtals 7930 kg, Harpa HU 4 og Ragnar Alfreðs GK 183. Enginn landaði á Hofsósi og var heildarafli á Norðurlandi vestra 725.740 kg. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði Óbreyttum samningi ekki framhaldið Samningur um rekstur skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði er runninn út og verður ekki framlengdur í óbreyttri mynd, eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnaþings vestra, en hann hefur verið tvíframlengdur við núverandi rekstraraðila. Reykjatangi ehf. hefur starfrækt búðirnar frá árinu 2003 en eigendur eru hjónin Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir. Hafa þau lýst áhuga á að halda rekstrinum áfram en í fyrrnefndri fundargerð kemur jafnframt fram að aðrir áhugasamir aðilar hafi einnig gefið sig fram. Nú verður leitað hugmynda og tilboða í framtíðarrekstur búðanna og hefur sveitarstjóra og byggðarráði verið falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um hvernig auglýst skuli eftir samstarfsaðilum um rekstur þeirra, samningsdrög, hvaða kröfur skuli gerðar, hvaða skilyrði umsækjandi þurfi að uppfylla og hvernig valið verði milli umsækjenda. Skólabúðirnar í Reykjaskóla tóku til starfa haustið 1988 og hafa starfað óslitið síðan. Nemendum grunnskóla, víðs- vegar að af landinu, gefst kostur á að dvelja í skólabúðunum, vikutíma í senn, við nám, leik og störf. Á heimasíðunni skolabudir.is segir að árlega komi u.þ.b. 3000 börn í skólabúðirnar og miðast starfstíminn að mestu við skólaár grunnskóla landsins. Í dag starfa átta manns í fullu starfi við búðirnar auk fólks í hlutastörfum en utan hefð- bundins starfstíma þeirra er rekin ferða- og veisluþjónusta í Reykjaskóla. /PF Skólabúðirnar Reykjaskóla en myndin er fengin af heimasíðu þeirra. Uppbygging á Skagaströnd Ætla að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkja- stofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf þess efnis að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á staðnum en einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðastliðinn áratug þegar byggt var einbýlishús og er íbúðaskortur farinn að hafa veruleg áhrif, eftir því sem fram kemur á heimasíðu HMS. Þar segir ennfremur að í núgildandi húsnæðisáætlun sveitarfélagsins komi meðal annars fram að skortur á íbúðarhúsnæði hamli eðlilegri framþróun sveitarfélagsins. Ungt fólk sem vilji snúa aftur heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamli fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekkert íbúðarhúsnæði standi til boða. „Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitarfélaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd. Sveitarfélagið fagnar þessu framfaraskrefi sem felst í samstarfi við HMS og vonast til þess að það verði gjöfult til framtíðar þegar kemur að nýbyggingum á fasteignum á Skagaströnd,“ segir Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagastrandar. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu þá meðal annars með því að nýta þau úrræði sem HMS hefur úr að ráða og auglýsa eftir byggingaraðilum sem vilja taka þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Ásamt þessu komi sveitarfélagið og HMS til með að vinna að eflingu stafrænnar stjórnsýslu í sveitar- félaginu, meðal annars með útgáfu á stafrænni húsnæðis- áætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að undirbúningur hefjist við skráningu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS. Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð sem er samstarfsvettvangur um húsnæðisuppbyggingu á landsbyggðinni. /PF 2 06/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.