Feykir


Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 9

Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 9
 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrir, því miður, allt of mörgum árum var undirritaður svo heppinn að eignast indæla nótt með gleðskaparfólki úr Biskupstungum. Var mikið sungið og meðal annars rifjaðar upp svokallaðar druslur sem oft hafa verið vinsælar til söngs í þeirri sveit. Tókst mér að læra þá sem oftast var sungin og þótti ekki verra að upplýsa Húnvetninginn um að þar færi sannkallaður biblíusöngur, með lagboðanum Lofið vorn drottin. Kristján í Stekkholti í kaupstað með nautin sín ríður. Kúfskjótta merin sem ljósgeisli um jörðina líður. Hátt ber hann lof. Hans mun þó aldrei um of. Safnaðarfulltrúinn fríður. Reynt hef ég að finna höfund að þessum ágæta brag en þeir sem helst vita telja hann muni vera eftir skáldið Pál bónda á Hjálmsstöðum, ekkert hægt að vita meira um það. Fyrir voða mörgum árum síðan var Svavar Gests með dægurlagaþátt í útvarpinu á sunnudögum. Var hann vinsæll þó kannski líkaði hann ekki alveg öllum. Af því tilefni mun Guðmundur Arnfinnsson hafa ort svo: Einn sunnudag söngglaður fress tók sóló með eindæmum hress, þá vaknaði af blundi bóndinn og stundi. Æ. Byrjar nú Svavar Gess. Einhverju sinni var gerð skoðanakönnun meðal svokallaðs menntafólks og kom þá í ljós að það hikaði við að kjósa Framsóknarflokkinn. Glöddu þessi tíðindi ýmsa hagyrðinga sem fegnir töldu tíðindin góð. Jón bóndi í Víðimýrarseli var einn af þeim. Framsókn lítt til fram rís fáir styðj´ana. Háskólafólkið heldur kýs hina flokkana. Annarri vísu man ég eftir sem tengist þessari vísu Jóns og mun okkar góði félagi í hljómsveitinni Upplyftingu, Kristján Björn Snorrason, vera höfundur að henni. Við höftum þarf að hafa svar heildræn ráð og festu. En háskólamenntaðir heimskingjar hruninu ollu að mestu. Vel passar við vetrarmánuðinn þorra að rifja næst upp þessa sannleiksríku vísu Ingólfs Ómars: Held ég fast í fornan sið fyllist hugur kæti. Blóta þorra, kýli kvið og kverkar mínar væti. Í þessu endalausa hvassviðri sem nú hefur ríkt í þrjár vikur með annað hvort rigningu eða hríð á suðvestan hér á Norðurlandi, má sem best hugga sig við næstu vísu Ingólfs. Klikkar þar karl ekki frekar en stundum áður á hringhenduforminu. Vísnaþáttur 801 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Vindar knáir vítt um sjá vekja brá á unni. Rísa háar öldur á ægisbláum grunni. Fallega gerð vísa kemur hér næst, veit því miður ekki um höfund að henni. Ævilokin færðu fríð firrtur öllu táli. Ef þú fylgir alla tíð aðeins réttu máli. Önnur falleg vísa kemur hér en því miður höfundarlaus. Íslensk tunga há og hrein hljóma sendu þína, fögur sem hin græna grein gegn um strengi mína. Það er Skúli Pálsson sem segir okkur frá ferðalagi sínu í næstu vísu. Skröltandi bílnum í skalf ég skrjóðurinn hristist og alveg. Ríms og vísunnar vegna verð ég að fara Kjalveg. Þá rifjast næst upp þessi kunna vísa Ólafs Davíðssonar: Finnst mér lífið fúlt og kalt fullt er það af lygi og róg en brennivínið bætir allt bara ef það er drukkið nóg. Það er hinn afkastamikli hagyrðingur Guðmundur Arnfinnsson sem er höfundur að þessari frétt: Níels á Neðri-Rangá nótt eina gisti á Langá, hann illa sá og sængaði hjá Sveindísi gömlu af vangá. Önnur limra kemur hér eftir Guðmund. Þar er á ferð talsverður sannleikur um það sem kallað er stundum endalok. Það stendur hér einn fyrir utan óvæntur gestur með kutann, kallar á mig og kallar á þig. Nú sígur á seinni hlutann. Nú er þessi þáttur er í smíðum í lok janúar hefur mikið gengið á í fjölmiðlum vegna auglýsingar sem birtist í útvarpinu um þorramat. Ýmsar vænisjúkar persónur réðust þá á þessa ágætu konu sem las umrædda auglýsingu fyrir að bölva í útvarpið. Finnst mér þetta ómerkilegt hjal og gladdist mjög þegar ég frétti að okkar ágæti félagi hér áður fyrr, síðar Dómkirkjuprestur, séra Hjálmar Jónsson, hafði talið þetta óþarfa upphlaup og bara gaman að heyra þessi norðlensku kjarnyrði: Norðlenska kikkið ég klárlega finn kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður hálfvitinn þinn hakkaðu í þig slátur og punga. Vona að sem flestir geri þessi orð að sínum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Kjarnafæðismótið Góður taktur í karlaliði Tindastóls Leikið var um toppsætið í B-deild karla í Kjarnafæðis- mótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri sl. föstudagskvöld. Lið Tinda- stóls og Hamranna voru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum, höfðu unnið alla sína leiki, og aðeins eftir að skera úr um hvort liðið endaði á toppnum. Þegar til kom þá reyndust Stólarnir sterkari og unnu öruggan 5-0 sigur. Lið Tindastóls varð fyrir áfalli strax á áttundu mínútu þegar varnarjaxlinn frá Vopnafirði, Sverrir Hrafn, varð að yfirgefa völlinn en í hans stað kom grjótharði Grenvíkingurinn, Ísak, (sem entist reyndar bara fram í hálfleik). Stólarnir náðu forystunni með marki Benedikts Kára Gröndal og leiddu 1-0 í hálfleik. Addi Ólafs gerði næstu tvö mörk Tindastóls, það fyrra á 52. mínútu, og það seinna á 71. mínútu, og á 73. mínútu bætti Jónas Aron við fjórða markinu. Fimmta og síðasta mark leiksins gerði Vestur- Húnvetningurinn Emil Óli Pétursson á 88. mínútu en hann hafði komið inn fyrir Ísak í hálfleik. Allir leikmenn Tindastóls sprettu úr spori í leiknum. Áður hefur verið sagt frá Sverri, Ísak og Emil en einnig var gerð markmannaskipting eftir klukkutíma leik þegar Anton Helgi kom í markið í stað Einars Ísfjörð. Bragi Skúla leysti Hólmar Daða, bróður sinn, af á 79. mínútu og við sama tækifæri kom Kristófer Yngva inn fyrir Benedikt Kára. Á 84. mínútu var svo trommari tekinn út af fyrir hljómborðs- leikara (Eysteinn kom inn fyrir Jóhann Daða) og virtist það ekki taka taktinn úr liði Tindastóls. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Feykis áttu ungu strákarnir flottan leik og má þar nefna Sigurð Pétur, Einar í markinu og Benedikt Gröndal sem auk þess að skora fyrsta markið lagði upp tvö til viðbótar. Sigurinn þótti sanngjarn. En hvað um það; fjórir fínir leikir að baki hjá liði Tindastóls sem ætlar greinilega að koma vel samstillt og í toppformi til leiks í sumar. Keppni í Lengjubikarnum hefst í byrjun mars en þar tekur lið Tindastóls þátt í riðli 6 í C-deildinni en auk Stólanna eru lið Álafoss (Mosfellsbæ), Berserkir (B-lið Víkings R.), KB (Breiðholti) og Samherjar (Eyjafirði) í riðlinum. Stefnt er að heimaleik á Króknum gegn KB 13. mars og Mosfellingar mæta 2. apríl. /ÓAB Febrúarspá Veðurklúbbs Dalbæjar Úthvíldir Dalbæingar spá í tunglið Í skeyti frá Veðurklúbbi Dalbæjar segir að spá- mönnum hafi orðið ljóst á fundi þann 1. febrúar að áframhald verði á þeim mildu veðrum sem hafa leikið við Dalvíkinga síðan síðastliðið sumar þó hitastigið hafi núna breyst yfir í frost og sú úrkoma sem fellur verði því nánast bara í sínu fallega fasta hvíta formi. „En eins og áður hefur komið fram í spám okkar þá verða veður annars staðar á landinu því miður ekki eins ljúf, en á meðan eru ennþá nokkur gistipláss laus hér á Dalvík og allir þeir sem vilja komast í blíðuna til okkar velkomnir á meðan húsrúm leyfir,“ segir í skeytinu. Spá Veðurklúbbsfélaga byggist nú að mestu á nýju tungli sem kom upp í austri en þeir telja líklegt að veðurmildi sú sem þeir hafa notið á Dalvíkinni undanfarið hafi orðið til þess að félagar hafa sofið fast og vel og muna því enga drauma til að byggja á undanfarinn mánuð. En samkvæmt venju er kvatt með vísum um veður og þorra: Fangið fáum fullt af fönn Fagra framtíð sjáum Sigrast sól á myrksins önn Sól og sælu þráum. Höf. Bjór. Geislar klárir greikka stig glaður tárast dagur. Hefir báran hægt um sig himinn blár og fagur. Þorri um fjall og flata gljá feldinn mjallar breiðir. Úti er falleg sjón að sjá sól um allar leiðir. Höf. Ólína Jónasdóttir /PF 06/2022 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.