Feykir


Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 11

Feykir - 09.02.2022, Blaðsíða 11
AÐALRÉTTUR Gúllassúpa U.þ.b. 1 kg gúllas 2 hvítlauksrif 2 laukar 3-4 bökunarkartöflur 4 gulrætur 1 rauð paprika 2 dósir niðursoðnir tómatar 1 tsk. paprikukrydd 1 tsk. kúmen 1 teningur nautakjötskraftur vatn eftir þörfum salt og pipar eftir smekk Aðferð: Byrjið á að skera gúllasið í litla bita. Brúnið kjötið og kryddið með salti og pipar. Skerið lauk og hvítlauk og bætið saman við kjötið. Bætið vatni við og sjóðið í u.þ.b, 40 mín. Setið niðursoðna tómata saman við ásamt paprikukryddi, nauta- kjötskrafti og kúmeni. Skrælið kartöflur og gulrætur, skerið í bita ásamt paprikunni og bætið í pottinn. Látið sjóða í u.þ.b. 30 mín. Lækkið hitann og látið súpuna malla í a.m.k. 1 klst. Því lengur því betra. Súpan smakkast enn betur upphituð daginn eftir. Ómissandi með gúllassúpunni eru nýbakaðar gerbollur með smjöri og osti. . MEÐLÆTI Gerbollur 400 g hveiti 200 g heilhveiti 1 bréf þurrger 1 egg 2 msk. sykur 4 msk. olía 4-5 dl mjólk og vatn (volgt) Aðferð: Blandið saman mjólk og vatni í skál og setjið þurrger saman við. Bætið við sykri, eggi og olíu og hrærið. Setjið hveiti og heilhveiti saman við og hrærið og hnoðið. Látið hefast í u.þ.b. 40 mín. Mótið bollur úr deiginu og látið hefast í 20 mínútur til viðbótar. Penslið með þeyttu eggi og bakið í 12-15 mín. við 200°C. Verði ykkur að góðu! Árni Geir skorar á æskuvin sinn Þröst Magnússon í Myndun. KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Skör. Sudoku Krossgáta Feykir spyr... Hvað er best og verst af þorramatnum? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Gallsúrir pungar er það allra besta og það er ekki til vondur þorramatur.“ Sigurður Ingi Einarsson Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum: Ótrúlegt - en kannski satt... „Húmor og hlátur styrkir ónæmiskerfið, eflir orkuna, dregur úr verkjum og ver þig gegn þessu daglega stressi,“ segir á Heilsutorg.is; „Og það sem er best við þetta ókeypis lyf er að það er skemmtilegt og afar einfalt að nota.“ Ótrúlegt, en kannski satt, þá hlæja börn að meðaltali 300 sinnum á dag meðan fullorðnir hlæja aðeins 17 sinnum á dag. Hahahaha! „Ég er ekki mikið fyrir þorramat, allt súrt finnst mér ógeð og borða helst hangikjöt og svið.“ Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir „Best er sviðasulta a la mamma en súr hvalur er verstur." Oddný Ragna Pálmadóttir LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Tekið í eyra og pungspark. FEYKIFÍN AFÞREYING F „Hákarlinn er bestur og lundabaggarnir eru án efa verstir.“ Jóhann Gunnlaugsson Gúllassúpa og gerbollur Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun. “Ég er ekki mikið í eldhúsinu en tel samt að ég geti reddað mér þegar á reynir. Uppskriftirnar koma því úr uppskriftabókum Kötlu,” segir Árni. ( MATGÆÐINGUR VIKUNNAR ) siggag@nyprent.is Árni Geir Sigurbjörnsson | Kópavogi Árni Geir og Katla með dæturnar. MYND AÐSEND Tilvitnun vikunnar Enginn hefur nokkru sinni orðið fátækur af því að gefa. - Anne Frank Gúllassúpa og brauðbollur. MYND TEKIN AF SÍÐUNNI WWW.KRYDDOGKRASIR.COM. 06/2022 11 Vísnagátur Sveins Víkings Hún er vaxin á höfði manns. Hefst upp í bekkinn með frekjunni. Við smalann stígur hún stundum dans. Stöðug vörn gegn leka á þekjunni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.