Feykir - 23.03.2022, Blaðsíða 1
„Hvað rekur ekki á fjöru manns en eitt
stykki búrhvalur? Og það engin smásmíð.
Já og hann er verulega andfúll,“ segir í
færslu Bessastaðabúsins á Heggstaða-
nesi í Húnaþingi vestra en sl. föstudag
tóku ábúendur eftir því að hval hafði
rekið á fjörur þeirra undir Álfaklifinu,
sunnan bæjarins.
Þó hvalreki hafi verið góður hér á
landi fyrr á öldum er ekki sama uppi
á teningnum í dag þar sem ekkert
er notað til nokkurs brúks nema
tennurnar sem gætu talist til verðmæta.
Oft er bent á það að hvalreki í dag valdi
landeigendum vandræðum við að losna
við gríðarstórt hræið. Guðný Helga
Björnsdóttir sagði í samtali við Feyki
að starfsfólk Selaseturs hafi tekið sýni
á mánudaginn og sveitarfélagið sé að
skoða hvaða möguleikar væru í boði
varðandi það að koma hvalnum úr
fjörunni og hvað ætti að gera við hann
þannig að sjófarendum og lífríki stafi
ekki hætta af.
Fýlan kemur út um kjaftinn
Búrhvalur er stærstur tannhvala og
eina stórhvelið meðal þeirra, segir
á Wikipedia en þá má finna um öll
heimsins höf nema í Norður-Íshafi.
Þekkt er að búrhvalshræ sökkva ekki
vegna mikillar fitu í öllum vefjum þess
og segir Guðný Helga þá spurningu
um að draga það á land og grafa en
sá hængur er á að hræið liggur undir
klettum svo ómögulegt er að koma
tækjum að því frá landi. „Við komumst
vonandi að því í vikunni hvað hægt er
að gera. Hann er ekki svo fastur, snýst
á flóði þannig að ef það kæmi stórviðri
þá gæti hann farið og orðið hættulegur
sjófarendum eða lent upp í annarri fjöru
sem er ekkert betra, nema fyrir okkur
að þá værum við laus við hann. Það þarf
bara að koma honum fyrir kattarnef,“
segir Guðný Helga.
Hún segir skrokkinn vera heilan enn
og ekki farinn að gefa frá sér ólykt sem
gefur vísbendingu um að hvalurinn
hafi verið nýdauður er hann rak á land
en sé nú byrjaður að belgjast út. Hún
segir að spurt hafi verið eftir tönnum
dýrsins og hún þurfi að skoða það. „Það
er örugglega ekki skemmtilegt verk
þar sem fýlan af honum kemur út um
kjaftinn eins og er,“ segir hún og hlær.
/PF
12
TBL
23. mars 2022
42. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS. 9
BLS. 11
BLS. 6–7
Eyvör Pálsdóttir heimsótti
Úganda með skólanum sínum
„Fólk tók rosalega
vel á móti okkur“
Valdimar Logi Guðmannsson
er íþróttagarpur Feykis
Fjórfaldur Íslands-
meistari 12 ára pilta
Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl
Losum stíflur úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, regnvatns- og skólplögnum.
Hreinsum trjárætur úr lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa
á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar
á sandföngum, fitu- og olíugildrum.
Holræsa- og stífluþjónusta
Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958.
Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is
Magnús Barðdal er
matgæðingur vikunnar
Eldbökuð pizza og
ís með Mars-sósu
Hvalreki á Bessastöðum á Heggstaðanesi
Hræið byrjað að belgjast út
Heimasætan, Helga Rún Jóhannsdóttir, við Búrhvalinn rekna, í fjörunni sunnan bæjarins á Bessastöðum. MYND: Guðný Helga Björnsdóttir
31
TBL
19. ágúst 2020
40. árgangur : Stofnað 1981
Frétta- og dægurmálablað
á Norðurlandi vestra
BLS . 6–7
BLS. 4
Olíutankarnir á Króknum
teknir niður
Nýttir sem meltu-
geymar á Vestfjörðum
BLS. 10
Hrafnhildur Viðars hefur
opnað sérhæfða naglasnyrti-
stofu á Sauðárkróki
Game of Nails
Hera Birgisdóttir læknir segir
frá degi í lífi brottflutts
Saknar íslenska
viðhorfsins
„þetta reddast“
Bjóðum alhliða lagnahreinsun á sérútbúnum bíl
Losum stífl r úr salernum, niðurföllum, frárennslislögnum, reg vatns- og skólplögnum.
Hreinsum trjárætur ú lögnum. Myndum lagnir sé þess óskað og og afhendum verkkaupa
á minnislykil. Sjáum um tæmingar á rotþróm. Bíll okkar er einnig útbúinn til hreinsunar
á sandföngum, fit - og olíugildrum.
Holræsa- og stífluþjónusta
Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958.
Sími 452 2958 • Oddagata 18 • 545 Skagaströnd • terra.is • nordvesturland@terra.is
Við þjónustum bílinn þinn!
Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570
Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða-
menn með áralanga reynslu.
Meirapróf - Vinnuvélanámskeið
Ökunám - Endurmenntun
Birgir Örn Hreinsson
Ökukennari
S: 892-1790
bigh@simnet.isHÁEYRI 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4400
www.facebook.com/velavalehf
www.facebook.com/velavalehf
& 453 88 88 velaval@velaval.is
Nýprent ehf. Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Borgaröt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Stórprent í toppgæðum
Við prentum strigamyndir, auglýsingaskilti og
plaggöt í hinum ýmsu stærðum og gerðum
Veðrið hefur leikið við landsmenn
undanfarna daga með hita upp á
20 stig og jafnvel meira og að
sjálfsögðu stillu norðanlands sem
er ávísun á næturdögg. Á mánu-
dagsmorgun mátti sjá hvernig
áfallið baðaði umhverfið a.m.k. í
og við Sauðárkrók. Á Borgarsand-
inum höfðu maurköngulær
spunnið breiðu af fallegum vefjum
svokölluðum vetrarkvíða sem
Ingólfur Sveinsson, sá er tók
meðfylgjandi mynd, segir
sjaldgæfa sjón.
Matthías Alfreðsson, skordýrafræð-
ingur hjá NÍ segir vetrarkvíða vera
náttúrufyrirbrigði sem voðköngulær
eru þekktar fyrir að spinna og leggist
eins og silki yfir gróður. Blökkuló
(Erigone arctica) er dæmi um tegund
sem skilur eftir sig slíka þræði.
Á vef Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands kemur fram að maurkönguló sé
tiltölulega sjaldgæf en fundin í öllum
landshlutum, e.t.v. algengari um
norðanvert landið en á landinu
sunnanverðu, á miðhálendinu í
Fróðárdal við Hvítárvatn.
Maurkönguló finnst í runnum og
trjám, einnig í klettum og skriðum,
ekki eins hænd að vatni og frænka
hennar sveipköngulóin (Larinioides
cornutus). Vefurinn er hjóllaga,
tengdur milli greina inni í runnum eða
utan í þeim eða á milli steina. Hér á
landi hafa maurköngulær fundist
kynþroska í júlí og ágúst.
Almennt
Maurkönguló er lítt áberandi þar sem
lítið er af henni og hún dylst vel í
kjörlendi sínu. Auk þess er vefurinn
fíngerð r og óábe andi, varla nema um
hálfur metri í þvermál ef aðstæður
leyfa.
Maurkönguló er mjög lík sveip-
könguló, þó heldur minni, og er
stundum vissara að aðgæta kynfæri til
að aðgreina þessar frænkur með vissu.
Oftast er afturbolur þó dekkri á
maurkönguló og ekki ljós rönd aftur
eftir honum miðjum. Miðbakið er að
mestu dökkt en ljóst þverbelti sker
dökka flekkinn í tvo hluta rétt framan
miðju á kvendýrum. Þetta getur þó
verið breytilegt. Neðan á afturbol eru
tveir svigalaga ljósir blettir eins og á
sveipkönguló, og fætur eru sömuleiðis
rauðleitir eða rauðgulir með dökkum
beltum.
Í heiminum eru þekktar um 44.000
tegundir köngulóa, á Íslandi 91 tegund
auk slæðinga. /PF
Köngulóin sveipar melgresið silki
Áfal næturinnar í sólargeislum árd gsi s
Þessa skemmtilegu mynd tók Ingólfur Sveinsson sl. mánudagsmorgun af maurkönguló sem hafði strengt vef milli melgresisstráa. Sagði hann vefina hafa
verið fjölmarga á svæðinu og sagði slíka breiðu vefja sem baðaðir eru næturdögginni kallaða vetrarkvíða. Sáust þeir vel í morgunsárinu áður en döggin hvarf
með hækkandi sól. MYND: INGÓLFUR SVEINSSON
.f . / l l f
l l l l.i
VÉLAVAL
VARMAHLÍÐ