Feykir


Feykir - 23.03.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 23.03.2022, Blaðsíða 2
Það styttist óðfluga í Sæluviku sem að þessu sinni kemur í beinu framhaldi af frídagasúpu aprílmánaðar; páskarnir eru 17.-18. apríl, sumardagurinn fyrsti 21. og setning Sæluvik- unnar sunnudaginn 24. apríl. Skagfirðingar hafa verið nokkuð duglegir að halda atvinnu-, mannlífs- og menn- ingarhátíðir, nú síðast fyrir fjórum árum en sú fékk nafnið Skagafjörður – heimili norðurs- ins. Til stóð að endurtaka leikinn nú í vor en samkvæmt heimildum Feykis verður hátíðin ekki í lok Sæluviku en verið er að skoða hvort hún verði í haust eða frestist fram á næsta vor. Að sögn Hebu Guðmunds- dóttur, verkefnastjóra hjá Svf. Skagafirði, var megin ástæðan fyrir því að ekki þótti ráðlegt að setja upp sýninguna seinni helgi Sæluvikunnar sú að svo gæti farið að lið Tindastóls eigi heimaleik í úrslitakeppninni í körfubolta á sama tíma og þar verður dagsetningum ekki hnikað til nema í neyðar- tilfellum. Þá var skoðað að fresta sýningunni um viku en þá er aðeins vika í sveitar- stjórnarkosningar sem fara fram tveimur vikum fyrr en vanalega þannig að sú tíma- setning hentaði ekki. Feykir spurði Hebu hvort það hafi verið skoðað hjá fyrirtækjum og stofnunum hvort áhugi væri fyrir að setja upp atvinnulífssýningu. „Já, það var stemning þegar við könnuðum áhugann í byrjun þessa árs. Held að allir séu tilbúnir í að gera eitthvað skemmtilegt aftur,“ sagði Heba og vísar í tveggja ára Covid- tímabil þar sem samvera hefur verið í lágmarki og tækifærin af skornum skammti til að lyfta sér upp í gleði, leik og söng. /ÓAB Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húna- þingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða. Til að koma í veg fyrir algjöran glundroða þegar eitthvað nýtilegt rak á land voru að sjálfsögðu sett lög um hvalreka líkt og annan reka. Í Jónsbók eru alls 13 lagabálkar og einn þeirra, Rekabálkur, er veg- legur og fjallar að sjálfsögðu um reka. Þar segir m.a.: „Hverr maðr á reka allan fyrir sínu landi viðar ok hvala, sela ok fiska, fugla ok þara, nema með lögum sé frá komit. Ef við rekr á fjöru manns, þá skal hann marka viðarmarki sínu, því er hann hefir sýnt áðr grönnum sínum …“ Alls eru kapítularnir ellefu í Rekabálki Jónsbókar og flestir þeirra koma inn á hvalrekann frá ýmsum hliðum hans m.t.t. hagsmuna allra þeirra sem telja sig eiga hlut í rekanum og gætu nýtt sér á einhvern hátt. Í dag er hvalreki ekki fagnaðarefni landeigenda enda hvalurinn ekki nýttur að nokkru leyti nema ef vera skyldi að tennur eða skíði séu hirt. Hvalinn þarf að losna við úr fjörunni til að koma í veg fyrir mengun af ýmsu tagi og hefur stundum verið fullyrt að það sé gert á kostnað landeigenda þar sem hann eigi það sem rekur á hans fjörur. Árið 2005 undirrituðu sex opinberar stofnanir verklags- reglur sem fara skal eftir þegar hvali rekur á land enda hafa þær aðkomu að þess konar viðburðum. Þessar reglur eru ansi ítarlegar og skráðar á 23 síður sem hægt er að finna m.a. á heimasíðu Umhverfisstofnunar. „Þegar dauðan hval rekur á land má ekki nýta kjötið heldur verður að farga því á viðurkenndan hátt, þ.e. ef slíkt er talið nauðsynlegt, æskilegt eða framkvæmanlegt. Al- mennt gildir að allt sem rekur á land fellur í hlut viðkomandi landeiganda, sbr. rekaviður netadræsur og allskyns rusl sem rekur á fjörur víða um land,“ segir í ritinu. Einnig segir að þar sem hvalreki sé ekki úrgangur í skilningi reglugerðarinnar og landeigandi því ekki úrgangs- hafi, hafi hann ekki hirt neitt úr hræinu, megi álykta að þá sé ekki unnt að þvinga landeiganda til að fjarlægja hvalreka á sinn kostnað, „… þannig að opinberir aðilar þurfa að koma að máli þegar nauðsynlegt eða æskilegt er talið að dýrið verði fjarlægt eða urðað á staðnum. Ennfremur má álykta að urðun á staðnum sé heimil án starfsleyfis enda ekki um úrgang að ræða.“ Í því ljósi má álykta að þessar verklagsreglur séu alger hvalreki fyrir landeigendur svo framarlega sem þeir nýta ekkert af hvalnum. Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Þvílíkur hvalreki AFLATÖLUR | Dagana 13. til 19. mars á Norðurlandi vestra Arnar HU 1 með rúm 334 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Alls á Skagaströnd 36.171 SAUÐÁRKRÓKUR Arnar HU 1 Botnvarpa 334.118 Drangey SK 2 Botnvarpa 211.609 Lundey SK 3 Þorskfisknet 6.554 Málmey SK 1 Botnvarpa 148.597 Alls á Sauðárkróki 700.878 SKAGASTRÖND Dagrún HU 121 Þorskfisknet 2.978 Hafrún HU 12 Dragnót 21.700 Hrund HU 15 Handfæri 212 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfisknet 758 Valur ST 30 Handfæri 1.784 Viktoría HU 10 Handfæri 177 Von HU 170 Lína 8.562 Fjórir bátar/togarar lönduðu á Króknum í síðustu viku tæpu 701 tonni í átta löndunum. Þar var Lundey með fimm landanir og hinir með eina hver. Arnar HU 1 var aflahæstur með rúm 334 tonn en á vef fisk.is má lesa að aflinn sem var um borð hafi samsvarað um 858 tonnum upp úr sjó, þarf af um 736 tonnum af þorski. Aflaverðmæti var því um 465 milljónir. Til að útskýra þetta betur fyrir þeim sem hugsa, hvað varð um mismuninn, þá skýrir það sig þannig að þar sem þetta er frystitogari sem er úti á sjó allt að fjórar til fimm vikur í senn, þarf að gera að fiskinum, flaka og hausa, þá skerðist aflinn sem endaði í 334 tonnum. Guðjón Guðjónsson, skip- stjóri Arnars, segir í samtali við vefinn að þeir hafi farið af stað 9. febrúar og voru þeir við veiðar í Barentshafi, norður af Noregi. Veiðarnar voru upp og ofan en þeir hafi landað 17.141 kassa þann 17. mars og veðrið var ágætt í túrnum. Á Skagaströnd voru sjö bátar við veiðar og lönduðu allir einu sinni hver. Aflahæst var Hafrún HU 12 með alls 21.700 kg og var uppistaða aflans þorskur. Enginn landaði á Hvammstanga né Hofsósi og heildaraflinn því 737.049 kg í síðustu viku á Norðurlandi vestra. /SG Skagafjörður – heimili norðursins Engin atvinnulífssýning í Sæluvikunni Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Þingeyraklaustursprestakall Sr. Edda Hlíf sett í embætti sóknarprests Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir var sett inn í embætti sóknarprests í Þingeyraklaustursprestakalli síðastliðinn sunnudag í Blönduóskirkju. Valnefnd Þingeyraklaustursprestakall hafði kosið Eddu Hlíf sem sóknarprest í síðasta mánuði og staðfesti biskup Íslands ráðninguna en alls sóttu fimm um sóknarprestsstarfið. Eyþór Wechner lék á kirkjuorgelið og kirkju- kórar Þingeyraklaustursprestakalls sungu. Dalla Þórðardóttir prófastur þjónaði fyrir altari fyrir prédikun, en þá tók Edda Hlíf við. Edda Hlíf er fædd á Sauðárkróki 20. júlí 1985 og ólst upp í Víðiholti í Skagafirði. Hún er stúdent af félagsfræðibraut við Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra árið 2011 og lauk mag.theol.-prófi frá Háskóla Íslands í febrúar 2020. Hún er með diplómanám á meistarastigi í sálgæslufræðum frá Endurmenntun Háskóla Íslands. /ÓAB Frá sýningunni Lífsins gæði og gleði í íþróttahúsinu á Króknum vorið 2014. MYND: ÓAB Séra Dalla til vinstri og sr. Edda Hlíf. MYND: VALDIMAR GUÐM. 2 12/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.