Feykir - 23.03.2022, Blaðsíða 3
Feykir auglýsir eftir
afleysinga-blaðamanni
á Feyki og Feyki.is.
Starfið felst í skrifum í
blað og á netmiðil Feykis,
frétta- og efnisöflun ásamt
tilfallandi störfum.
Ráðningartími er frá
miðjum maí og fram í ágúst.
Viðkomandi þarf að hafa gott vald
á íslensku, geta ritað í Word og
talað í síma. Bílpróf nauðsynlegt.
Áhugasamir sendi umsókn á
netfangið: palli@feykir.is
fyrir 1. apríl nk.
Frekari upplýsingar gefur ritstjóri
í síma 861 9842 og/eða 455 7176.
Feyki
bráðvantar
blaðamann
í sumar
ný
pr
en
t e
hf
.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti
þann 9. mars 2022 endurskoðað Aðalskipulag Sveitar-
félagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu.
Við yfirferð Skipulagsstofnunar á áður innsendu aðalskipulagi sveitar-
félagsins komu fram athugasemdir sem snéru að efnistökusvæðum,
skrá yfir vegi í náttúru Íslands, landbúnaðarsvæðum, jarðgöngum
yfir í Hörgársveit og öðrum atriðum á uppdráttum og í greinargerð.
Sveitarstjórn féllst á afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á framkomnum umsögnum
og athugasemdum og hefur skipulagstillagan verið uppfærð í samræmi við afgreiðsluna.
Öll skipulagsgögn, athugasemdir, umsagnir og viðbrögð sveitarstjórnar
verða aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt aðalskipulagsbreyting hefur verið send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sveitarstjóra
eða skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Nálgast má samþykkt aðalskipulag og öll fylgigöng inn á skagafjordur.is
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri
AÐSENT | Frá Byggðalistanum
Þann 18. apríl 2018 kom hópur
fólks, alls staðar að úr sveitarfél-
aginu, saman í framhéraði
Skagafjarðar. Tilefni þessarar
samkomu var að ræða komandi
sveitarstjórnarkosningar og
hvernig best væri að komast til
áhrifa, því allir voru á sama máli
að margt mætti betur fara í okkar
sveitarfélagi. Mest var rætt um að
styrkja þyrfti grunnþjónustu
sveitarfélagsins og að tryggja
jafna þjónustu um allt
sveitarfélagið.
Skilvirk og gagnsæ stjórnsýsla
var einnig eitt af umræðuefnum
kvöldsins og hvernig hægt væri að
virkja stjórnsýsluna með skilvirkni
og gagnsæi er varðar hagsmuni
íbúanna að leiðarljósi. Niðurstaða
hópsins þetta kvöld var að bjóða
fram nýtt afl til komandi sveitar-
stjórnarkosninga 2018 og við tók
skemmtileg en krefjandi kosninga-
barátta. Byggðalistinn hlaut 20,6%
atkvæða og tvo menn inn í
sveitarstjórn. Byggðalistinn sam-
anstendur af ólíku fólki frá mis-
munandi svæðum innan Skaga-
fjarðar. Það er einn af kostum
Hlökkum til komandi
tíma í stærra sveitarfélagi
Frambjóðendur Byggðalistans sem bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
MYND AF FB SÍÐU FLOKKSINS.
Byggðalistans því þannig teljum
við okkur betur upplýst um hverjar
þarfir íbúa eru á hverjum stað fyrir
sig.
Meðal þeirra framkvæmda sem
okkur eru hugleikin eru til dæmis
fyrirhugaðar framkvæmdir við
Varmahlíðarskóla, aðgengismál
við Félagsheimilið Bifröst, endur-
nýjun gatna í Varmahlíð, gatna-
gerð nýrra gatna á Sauðárkróki og
Varmahlíð, endurbætur á leik-
skólalóð á Hólum og hönnun og
jarðvegsvinna við íþróttahús á
Hofsósi, svo fátt eitt sé nefnt. Verið
er að bregðast við aukinni þörf á
leikskólaplássum á Sauðárkróki,
en þar þurfum við svo að halda
áfram og huga að fjölgun til fram-
tíðar.
Fyrir þessum verkefnum höf-
um við talað, og það er ánægjulegt
þegar samstaða ríkir innan sveitar-
stjórnar um svo mikilvæg mál-
efni. Áhersla fulltrúa Byggðalist-
ans hefur verið að styrkja stoðir
grunn- og leikskólabygginga um
allt hérað.
Við ætlum að halda áfram að
koma fram af heilindum og færa
rök fyrir okkar málum. Við erum
stolt af okkar framlagi til sveitar-
félagsins Skagafjarðar og hlökkum
til komandi tíma í stærra sveitar-
félagi.
Byggðalistinn
Höfðaskóli á Skagaströnd
Nemendur tóku við viðurkenningu frá forsetanum
Feykir sagði frá því fyrr í vetur að Höfðaskóli á
Skagaströnd hefði orðið hlutskarpastur í C-flokki í
lestrarkeppni grunnskólanna, Samrómi.
Höfðaskóli vann mikinn slag við Öxarfjarðar-
skóla um toppsætið en í nafni skólans voru lesnar
153.288 setningar af 353 keppendum. Nú í liðinni
viku voru fulltrúar skólans viðstaddir athöfn á
Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th.
Jóhannesson, afhenti verðlaun og viðurkenningar
fyrir framúrskarandi árangur í Samrómi.
Í frétt á vef Höfðaskóla segir að það hafi verið
systurnar Ylfa Fanndís og Arney Nadía Hrannars-
dætur, nemendur í 5. og 6.bekk, sem tóku á móti
verðlaununum en þeim til halds og trausts var
Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, umsjónarkennari á
miðstigi. Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB
Húsafriðunarsjóður
Rúmar 20 milljónir á NV
Alls bárust 285 umsóknir um styrki úr húsafriðunar-
sjóði árið 2022 upp á ríflega 1,2 milljarð króna alls en
einungis var úthlutað fjórðungi þeirrar upphæðar
eða 300 milljónum til 242 umsókna sem hlutu náð
fyrir augum matsnefndar. Nokkur verkefni á Norður-
landi vestra hlutu styrki upp á rúmar 20 milljónir.
Í flokki friðlýstra kirkja hlaut Silfrastaðakirkja
næsthæsta styrkinn upp á 4,5 milljónir en Holta-
staðakirkja fékk 2,8 m, Viðvíkurkirkja 850 þús., Staðar-
bakkakirkja 500 þús. og Þingeyraklausturskirkja 300
þúsund krónur.
Glaumbær í Skagafirði fékk 900 þús. í flokki
friðlýstra húsa og mannvirkja og Norðurbraut á
Hvammstanga 1.050 þús. í flokki annarra húsa og
mannvirkja. Níu friðuð hús og mannvirki fengu
samtals 12,1 milljón á Norðurlandi vestra, Gúttó á
Sauðárkróki hæstu upphæðina, 3,2 milljón. /PF
12/2022 3