Feykir - 06.04.2022, Síða 4
4 14/2022
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
Subway-deildin í körfubolta
Lið Tindastóls krækti í fjórða sætið
og náði í heimavöllinn gegn Keflavík
Lið Tindastóls tryggði sér fjórða
sætið í Subway-deildinni í
körfubolta sl. fimmtudag þegar
lið Þórs frá Akureyri kom í
heimsókn. Fyrirfram var búist
við öruggum sigri Stólanna og
sú varð raunin þrátt fyrir að
Þórsarar hafi barist eins og ljón,
en það var orðið ljóst fyrir löngu
að Akureyringar falla niður um
deild og sannarlega sjónar-
sviptir af þeim. Lokatölur voru
99-72.
Allir leikmenn Stólanna
stigu dansinn gegn Þór og
stóðu sig með prýði en liðið
vann þarna sjöunda leikinn í
röð. Siggi Þorsteins var hvíldur
en hann hefur strítt við meiðsli
í hné en verður klár í slaginn í
úrslitakeppninni sem hófst
einmitt í gærkvöldi.
Á sama tíma og lið Tinda-
stóls lagði Þór tapaði Keflavík
fyrir Njarðvíkingum. Þau úrslit
þýddu að Njarðvíkingar urðu
deildarmeistarar en Keflavík
fór niður fyrir lið Tindastóls á
töflunni. Í raun enduðu Valur,
Tindastóll og Keflavík með jafn
mörg stig en Valur stóð best að
vígi í innbyrðis viðureignum og
Stólarnir höfðu sterkari stöðu
gegn Keflvíkingum eftir 25
stiga sigur hér heima á
dögunum – og enduðu því í
fjórða sæti deildarinnar með
heimavallarrétt í einvígi við
Keflavík.
Liðin mættust í fyrsta leik
rimmunnar í gærkvöld en þá
var búið að prenta Feyki og
lesendum bent á að fletta upp á
Feyki.is til að nálgast fréttir af
leiknum.
Annar leikur liðanna fer
fram í Keflavík nk. föstudag og
síðan er þriðji leikurinn í Sík-
inu mánudaginn 11. apríl kl.
18:15. Ef úrslitin verða ekki
ráðin þá verður fjórði leikurinn
í Keflavík 14. apríl og ef það
dugar ekki til fer úrslitarimman
fram í Síkinu 17. apríl.
Nú er bara að fjölmenna og
hvetja strákana til góðra verka.
Áfram Tindastóll! /ÓAB
Fyrirliðinn, Helgi Rafn, skilar boltanum rétta leið. MYND: HJALTI ÁRNA
12 12/2021
Það er óhætt að segja að
skagfirska söngkonan Valdís
Valbjörnsdóttir sé búin að
sanna sig sem ein af bestu
söngkonum landsins en í lok
janúar gaf hún út sitt fimmta
lag, Piece Of You. Lagið, sem er
eftir Valdísi og Anton Ísak
Óskarsson, fékk innblástur
bæði úr nýrri og '80s dans-
tónlist og textinn fjallar um að
vera öruggur og líða vel með
þeim sem maður elskar.
Valdís er 21 árs söngkona, fædd
og uppalin á Sauðárkróki, dóttir
Önnu Siggu Stefánsdóttur og
Valbjörns Geirmundssonar. Hún
segist hafa sungið frá því hún
man fyrst eftir sér og frá níu ára
aldri hefur hún verið að læra
söng.
„Ég útskrifaðist úr FNV og fór
beint í söngskólann Complete
Vocal Institute í Kaupmannahöfn
þar sem ég útskrifaðist með
diplómu í söng. Eftir það hef ég
búið fyrir sunnan og verið að
semja og gefa út tónlist síðan
seinasta sumar, ásamt því að
kenna söng í Söngskóla Maríu
Bjarkar,“ segir Valdís sem einnig
er að vinna í nýrri plötu.
„Ég er á fullu að semja og taka
upp fyrir EP plötu sem ég stefni á
að gefa út í sumar og það gengur
vel. Fyrsti singúllinn Piece Of You
af plötunni kom út í lok janúar og
hefur verið í spilun á öllum helstu
útvarpsstöðvum.“
Engin formúla
Eins og hjá flestum hefur Covidið
síðast liðið árið sett sitt mark í
söngferilinn hjá Valdísi þar sem
lítið hefur verið um gigg útaf
ástandinu í samfélaginu. En þá
gefst meiri tími til að einbeita sér
að öðru. Hún hefur verið að vinna
með Antoni Ísaki Óskarssyni,
pródúser, og segir hún enga for-
múlu liggja að baki lagasmíðun-
um og í reynd hefur ekkert af
lögunum orðið til á sama hátt.
Aðspurð um frægð og frama í
tónlistinni segist Valdís aldrei
hafa dreymt um frægð en frá því
að hún var barn hefur draumur-
inn verið að vinna við tónlist því
það er það sem hún elskar að
gera. „Ég vona að ég geti haldið
áfram að vinna í tónlist því það er
það skemmtilegasta sem ég geri,“
segir hún og vonast til að aðdá-
endur fái að berja hana augum á
sviði sem fyrst eftir að ástandið í
samfélaginu batnar. Þangað til
geta áhugasamir náð í tónlist
hennar á öllum helstu tónlistar-
streymisveitum netheima.
Þar sem þetta viðtal mun
birtast í fermingarblaði Feykis
var Valdís spurð um það hvað
eftirminnilegast væri frá ferm-
ingardeginum. „Ég held það hafi
bara verið veislan í Melsgilinu og
samveran með fólkinu mínu. Ég á
eina fermingargjöfina enn í dag,
míkrófón sem ég fékk frá systur
minni.“
Valdís Valbjör s gefur út plötu í sumar
Langar að vinna í
tón ist í framtíðinni
VIÐTAL
Páll Friðriksson
Valdís Valbjörnsdóttir í fermin-
gardressinu. MYNDIR AÐSENDAR
Við óskum
FERMINGARBÖRNUM
til hamingju með daginn
Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is
Sími 455 9200 www.tengillehf.is
Suðurbraut 9 Hofsósi Sími 455 4692
Borgarteigi 15 Sauðárkróki Sími 455 6200 www.skv.is
Borgarflöt 19 Sauðárkróki Sími 899 5277
Borgarflöt 19a Sauðárkróki Sími 867 5007 www.myndun.is
Aðalgötu 19 Sauðárkróki
Sími 844 5616
Akurhlíð 1 Sauðárkróki Sími 453 6166
Eyrarvegi 2 Sauðárkróki Sími 455 6600
Borgarmýri 1 Sauðárkróki Sími 453 5433 www.stettarfelag.is
Skarðseyri 2 Sauðárkróki
Sími 453 5581
Háeyri 1 Sauðárkróki Sími 455 4400
HOFSÓSI
www.arion.is
www.hsn.is
Strandgötu 1 530 Hvammstanga & 455 2300
Freyjugötu 19 550 Sauðárkróki & 864 3922
www.n1.is & 440 1000
Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki & 455 7171
Sauðármýri 1 550 Sauðárkróki & 899 0902
Borgarflöt 1 550 Sauðárkróki & 455 7171
Hafnarlóð 7 545 Skagaströnd & 555 0545
Efstubraut 1
540 Blönduósi
& 540 1155
Efstubraut 2 540 Blönduósi & 452 7100
Víðigrund 1
550 Sauðárkróki
& 844 7277
Norðurbraut 24
530 Hvammstanga
& 455 2330
PREMIS – útibúið Sauðárkróki
Hesteyri 2
& 547 0000
H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð
Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is
Arnar Freyr Brynjarsson
býr á Bústöðum í
Skagafirði og eru
foreldrar hans Sigríður
Þorsteinsdóttir og
Brynjar Atli Kristinsson.
Stjúpforeldrar hans eru
þau Steindór Búi
Sigurbergsson og Karen
Svava Guðlaugsdóttir.
Sr. Dalla Þórðardóttir sér
um ferminguna sem
verður þann 9. apríl í
Goðdalakirkju.
Hvernig hefur fermingar-
undirbúningnum verið
háttað? Honum hefur
verið háttað þannig að ég
hef verið í fermingarfræðslutímum á Löngumýri og farið í
messur.
Hvar verður veislan haldin? Veislan verður haldin 21.
apríl í Reykjavík. Við bjóðum rúmlega 100 manns.
Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Ég ætla
að hafa kjúklingasúpuna hennar ömmu og mini pizzur. Svo
verða kökur eins og kransakaka og marengs o.fl. með
kaffinu.
Er búið að ákveða fermingarfötin? Við keyptum buxur og
jakka en ég átti skyrtu síðan um jólin sem passar ennþá,
svo verð ég í Nike skóm.
Hvað er á topp 3 listanum sem þú óskar þér í
fermingargjöf? Efst á listanum er iPhone 13. Svo langar
mig í sjónvarp og ferðahátalara, svo er líka bara fínt að fá
pening. /SG
Saga Ísey Þorsteinsdóttir býr á Hvammstanga og
verður fermd í Hvammstangakirkju þann 10. apríl
af sr. Magnúsi Magnússyni. Foreldrar hennar eru
Sigríður Elva Ársælsdóttir og Þorsteinn Jóhannes
Guðmundsson.
Hvernig hefur fermingarundirbúningnum verið
háttað? Ég fór í fermingarferðalag í Vatnaskóg og er
búin að vera í fermingarfræðslu hjá sr.Magnúsi.
Hvar verður veislan haldin? Veislan verður haldin í
félagsheimilinu á Hvammstanga.
Er búið að ákveða hvað verður á matseðlinum? Já,
það verður kjúklingasúpa og fullt af kökum og alls
konar.
Er búið að ákveða fermingarfötin? Nei, ekki alveg
ákveðið ennþá.
Hvað er á topp 3 listanum sem þú óskar þér í
fermingargjöf? Langar að fara á Liverpool leik og
svo væri ég líka til í tölvu. /SG
Saga Ísey Þorsteinsdóttir
Langar að fara á
Liverpool leik
Arnar Freyr Brynjarsson
Langar í
iPhone 13