Feykir - 06.04.2022, Page 20
20 14/2022
kvöldmatinn á hverju kvöldi.
Það er auðvitað ekki þannig hjá
mér frekar en öðrum. En það
sem er líklega í mestu uppáhaldi
hjá mér eru matar- eða bakst-
ursverkefni sem ég get dundað
mér við allan daginn þegar
ekkert liggur á. Smá tækni og
dúllerí og pælingar og afrakst-
urinn oftast vinnunnar virði.“
Hefur þú gefið út matreiðslubók
eða er slíkt í farvatninu? „Nei ég
á það eftir! Hef líklega aldrei sagt
það opinberlega áður en það er
svo sannarlega á planinu einn
daginn að gefa út bók. Geng
eiginlega með hugmyndir að
nokkrum bókum sem verða
vonandi að veruleika einn
daginn.“ Helena segir einnig að
það væri gaman að prufa að
halda námskeið einn daginn.
Þar sem sonur Helenu var að
fermast í ár var tilvalið að fá
hana til að deila með ykkur
lesendum, góðum ráðum fyrir
fermingarveislurnar
„Eldri sonur minn fermdist
laugardaginn 26. mars síðast-
liðinn. Veislan var í sal og það
var svo ótrúlega gaman að geta
loksins haldið veislu og fagnað
með fólkinu okkar. Við buðum
Glæsikonan á bak við eldhusperlur.is
Fékk gott
mataruppeldi
Helena segir að áhuginn á
matargerðinni sé algjörlega
meðfæddur og að hún muni ekki
eftir sér öðruvísi en með
endalausan áhuga á því sem
mamma hennar og ömmur voru
að gera í eldhúsinu, hvort sem
það tengdist eldamennsku eða
bakstri. „Ég er svo heppin að
hafa fengið gott mataruppeldi og
lærði strax mikið sem krakki og
bjó að þegar ég fór sjálf að
brasa og æfa mig,“ segir Helena
sem starfar í dag við Háskóla
Íslands sem verkefnastjóri á
Menntavísindasviði og er matar-
stússið því hennar helsta
áhugamál og einnig aukavinnan
hennar. Henni finnst hvers kyns
matargerð heillandi og segir að
það sé magnað hvað matur
getur verið mikið sameiningar-
tákn og haft mikla þýðingu fyrir
fólk, hvaðan sem það kemur eða
hvert sem það fer um heiminn.
Hver var kveikjan að því að
fara að gera út vefinn þinn?
„Bloggsíður voru náttúrulega
það heitasta árið 2012 en
aðalmálið hjá mér var nú að
setja uppskriftirnar mínar á einn
stað og gera þær aðgengilegar
fyrir vini og vandamenn. Hún
stækkaði svo jafnt og þétt og
dafnaði sem mér fannst ákaflega
gaman og er þakklát fyrir í dag,
tíu árum seinna.“
Hver eru uppáhaldsverkin í
eldhúsinu? „Það væru ýkjur ef
ég segðist alltaf vera í
dúndurstuði í eldhúsinu og
gengi brosandi til verks við
UMSJÓN
Sigríður Garðardóttir
Helena Gunnarsdóttir er konan sem stendur á bak við
hina vinsælu matarsíðu eldhusperlur.is sem byrjaði sem
hugdetta að matarbloggi árið 2012. Það hefur hins vegar
vaxið og dafnað með tímanum og í dag inniheldur það
fjöldann allan af uppskriftum sem ótrúlega margir notast
við, þar á meðal umsjónarmaður þessa þáttar. Helena
leitast ávallt við að nota einfalda matargerð þar sem
hráefnin fá að njóta sín og er hún lítið fyrir það að flækja
hlutina að óþörfu í eldhúsinu.
upp á frekar hefðbundið kaffi-
hlaðborð með smáréttum og
tertum og fékk fermingarbarnið
að velja matseðilinn. Ætli mín
helstu ráð séu ekki að fara eftir
leiðbeiningum varðandi magn í
veislur til að sitja ekki uppi með
of mikla afganga. Sannarlega
gryfja sem ég féll sjálf í. Svo er
mikilvægt að muna að þetta er
dagur fermingarbarnsins og
leyfa því sjálfu að hafa áhrif á
hvað er í matinn, hvernig er
skreytt o.s.frv. og svo bara muna
að njóta og þiggja alla þá aðstoð
sem býðst,“ segir Helena.
Hvað með þinn fermingardag,
er hann minnisstæður? „Ég man
mjög vel eftir mínum ferm-
ingardegi. Fermdist í Seljakirkju
29. mars 1998 sælla minninga.
Veislan var heima, hið klassíska
kalda borð og kransakaka í
eftirrétt, í minningunni full-
kominn dagur.“
Sem er einmitt það sem við
vonumst til að verði minning hjá
öllum þeim fermingarkrökkum
sem fermast í ár.
Helena Gunnarsdóttir. MYNDIR AÐSENDAR
200 g dökkt súkkulaði
200 g smjör
200 g púðursykur
3 egg
2 tsk. vanilluextract
100 g hveiti
2 msk. kakó
örlítið salt
Saltkaramelluhjúpur:
300 g sykur
110 ml vatn
150 ml rjómi
75 g smjör
1 tsk. sjávarsalt í flögum
(eða eftir smekk)
Aðferð kakan: Hitið ofn í 160°C með
blæstri – 180°C án blásturs. Bræðið
saman súkkulaði og smjör við vægan
hita. Takið af hitanum og látið aðeins
kólna. Þeytið saman egg, púðursykur og
vanillu þar til blandan verður þykk, ljós
og létt. Pískið hveitið og kakóið saman í
skál og hellið saman við eggjablönduna
og blandið saman á hægum hraða.
Hellið súkkulaðinu saman við deigið
og blandið vel en varlega saman. Hellið
deiginu í smjörpappírsklætt lausbotna
bökunarform (u.þ.b. 22-24 cm, gott að
nota smelluform) og bakið í um það bil
35-40 mínútur. Fylgist vel með kökunni.
Hún á að vera dálítið blaut í miðjunni.
Takið kökuna út og látið ná stofuhita
eða kælið alveg áður en karamellan er
sett yfir.
Aðferð saltkaramella: Hitið rjóma og
smjör við vægan hita þar til smjörið
bráðnar, setjið til hliðar. Setjið sykur og
vatn í hreinan pott og hleypið suðunni
upp við meðalháan hita – án þess að
hræra. Látið sykurvatnið sjóða í 10-15
mínútur – án þess að hræra, þar til það
nær 180°C. Takið þá strax af hitanum
og hellið rjómanum og smjörinu saman
við og hrærið. Ath. ef þið eigið
ekki hitamæli til að mæla sykur
sjóðið þá sykurblönduna þar
til hún er fallega gullinbrún,
dálítið dökk. Alls ekki stíga
frá pottinum, þetta þarf
að vakta allan tímann svo
brenni ekki. Setjið aftur á
meðalhita og látið malla
í 3-5 mínútur eða þar til
blandan þykknar aðeins.
Hrærið á meðan. Takið
karamelluna af hitanum og
bætið sjávarsaltinu saman
við. Látið karamelluna ná
stofuhita. Takið kældu
kökuna og losið úr
forminu, setjið á disk og
setjið smelluhringinn aftur utan
um kökuna á diskinum sem þið berið
kökuna fram á. Hellið karamellunni yfir
kökuna og látið kólna í ísskáp í a.m.k. 2
klst. áður en hún er skorin. Stráið örlitlu
Frönsk súkkulaðiterta
með saltkaramelluhjúp
sjávarsalti yfir karamelluna og berið
fram eina og sér eða með þeyttum
rjóma.