Feykir - 06.04.2022, Síða 26
26 14/2022
Fermingarfréttin
FEYKIFÍN AFÞREYING
Mótþróaferming
Kamilla Einarsdóttir er þekktur rithöfundur, fædd 11. janúar
1979, dóttir þeirra Einars Kárasonar, rithöfundar, og Hildar
Baldursdóttur, bókasafnsfræðings. Það þykir kannski ekki
fréttnæmt í dag þó unglingar neiti að láta ferma sig gegn
óskum foreldra sinna en hitt þykir óvenjulegra að þeir láti
ferma sig í mótþróakasti.
Á Mbl.is í fyrra segir hún frá því að foreldrarnir báðir séu svo
langt frá Lúther, og öðrum sendiboðum almættisins, að þau létu
hvorki skíra né ferma dætur sínar og Hildur, mamma hennar, sé
hvorki skírð né fermd sjálf.
„Þess vegna ákvað ég sem krakki að fara í unglingauppreisn,
sem svona eftir á að hyggja, var ekkert sérstaklega beitt. Ég sótti
messur oft í viku og allt unglingastarfið í Háteigskirkju,“ útskýrði
Kamilla í viðtalinu.
Þegar hún var spurð að því hvað hafi skipt hana mestu máli í
sambandi við ferminguna og veisluna svarar hún því til að það
hafi verið algjörlega númer eitt, tvö og þrjú að ganga fram af
foreldrum sínum. /PF
Feykir spyr...
Hvaða tegund af
páskaeggi verður
fyrir valinu í ár?
Spurt á Facebook
UMSJÓN : klara@nyprent.is
„Það verður erfitt val
á eggi þetta árið.“
Eggert Þór Birgisson
„Það er alltaf prófað nýtt
á hverju ári og í ár verður
það saltkaramelluegg
frá Nóa Siríus.“
Steinunn Rún Ámundadóttir
„Ávallt páskaegg frá
Nóa Siríus og nr 4.“
Halldór Ingi Steinsson
„Ég mun kaupa Freyju
karamelluegg.“
Tinna Mjöll Karlsdóttir
SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTUR :Dýr-finna.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Litríkur leikari í Shrek.
Sudoku
Finna skal út eitt
kvenmannsnafn í
hverri gátu:
Vísnagátur Sveins Víkings
Á jafnt við um litla lús
lambið, úlfinn, fíl og mús.
Einnig því ég orka tel
einmitt þann sem leitar vel.
Ótrúlegt - en kannski satt...
Sem betur fer er þetta fermingarblað Feykis það 14. í þessum árgangi 2022,
gæti einhver hugsað sem þjáist af triskaidecaphobia, en sú veiki lýsir sér
sem sjúklegur ótti við töluna þrettán. Arnold Schönberg nokkur þjáðist af
þessum kvilla og ótrúlegt, en kannski satt, þá lést hann á 13. mínútu eftir
miðnætti föstudaginn þrettánda.
Tilvitnun vikunnar
Brostu til framtíðarinnar og hún mun brosa til baka til þín.
– Yoko Ono
„Nú er lokið samfelldri 103 ára sögu
Verslunar Haraldar Júlíussonar á
Sauðárkróki sem afi minn og amma,
Haraldur Júlíusson og Guðrún Bjarna-
dóttir og móðurbróðir minn, Bjarni
Haraldsson, áttu og ráku,“ skrifar Einar K.
Guðfinnsson, fv. alþingismaður, ráðherra
og forseti Alþingis, á Facebooksíðu sína
en hann var systursonur Bjarna og mjög
stoltur af tengingunni norður á Krók.
Þau frændsystkin, dætur Bjarna, Guð-
rún og Helga, og bræðurnir Einar og
Haraldur vörðu deginum saman í búðinni
og seldu vörur á miklum afslætti þar sem
versluninni var skellt í lás að afloknum degi.
„Þetta var tilfinningaþrungin stund og
markaði óneitanlega kaflaskil í ævi okkar.
Gott var að hitta allt það góða fólk sem kom
í búðina í dag og verslaði og finna þá velvild
sem það sýndi afa, ömmu og Bjarna frænda
og minningu þeirra,“ segir hann.
Óvíst er hvað verður um hús og
innréttingar en ljóst er að mikil saga leynist
innan veggja Baldurs en svo heitir húsið að
Aðalgötu 22. Samkvæmt heimildum Feykis
hefur sveitarfélaginu verið boðið að koma
að mótun framtíðaráforma verslunarinnar
sem ekki er enn ljóst hverjar verða.
Á FB-síðunni Skín við sólu má finna
skemmtilegar myndir sem Ómars Bragi
Stefánsson tók í búðinni sl. fimmtudag.
/PF
Verzlun Haraldar
Júlíussonar lokar
Tímamót í sögu verslunarreksturs á Sauðárkróki
Frændsystkinin Haraldur, Helga, Guðrún og Einar á síðasta opnunardegi Verzlunar Haraldar Júlíussonar.
MYND AF FB-SÍÐU EINARS KRISTINS
Ráðherra háskóla, iðnaðar og
nýsköpunar, Áslaug Arna Sigurbjörns-
dóttir, hefur skipað dr. Hólmfríði
Sveinsdóttur rektor Háskólans á
Hólum til fimm ára frá og með 1. júní
2022. Skipan Hólmfríðar er skv.
einróma ákvörðun háskólaráðs frá 25.
mars sl. Á heimasíðu skólans segir að
háskólaráð hlakki til samstarfs við
Hólmfríði og óskar henni velfarnaðar
í störfum sínum.
Hólmfríður er með meistaragráðu í
næringarfræði frá Justus Liebig háskól-
anum í Giessen í Þýskalandi og
doktorsgráðu í matvælafræði frá
Háskóla Íslands.
Áslaug Arna tilkynnti skipunina á
starfsmannafundi Háskólans á Hólum
sl. fimmtudag og bauð Hólmfríði
velkomna til starfa. Hólmfríður er frá
Sauðárkróki en býr í Glæsibæ í Staðar-
hreppi hinum forna í Skagafirði, gift
Stefáni Friðrikssyni, dýralækni. Börn
þeirra eru þrjú, Friðrik Þór, Herjólfur
Hrafn og Heiðrún Erla. /PF
Hólmfríður
ráðin rektor
Háskólinn á Hólum
Hólmfríður (t.h.) ásamt Áslaugu Örnu ráðherra.
MYND AF HÓLAR.IS